Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 4
50 NÝJAR KVÓLDVÖKUR. sem var »enginn asni«, kom inn í þessum svif- um, því að annars mundi húsmóðurinni eltki hafa enst kvöldið til þess að komast að efninu. »Pví stendur þú hjer, Kathinka, og eyðir dýrmætum tfma merkisberans með bullinu í þjer? Pú gætir fengið jarðíastan stein til þess að stökkva upp á nef sjer, þegar þú ferð að segja frá.« Konan þyktist við og fór. »Jeg skil betur en konan, hve þýðingarmikið það er, að hermaðurinn sje stuttorður en kjarn- yrtur, þegar hann gefur skýrslur sínar,« mælti húsbóndinn við mig. ^Rað sem hún vildi segja, var þetta: »Herra minn! Gömul kona — hjer — áðan!« Annað var það ekki.« Hann var hreykinn yfir ræðu sinni, enda var hún stuttorð. »Hvað segið þjer?« spurði jeg með nokk- urri undrun. »Kona — öldruð — hrum — hjer áðan!« Satt að segja kunni jeg litlu betur við »kjarn- yrði* húsbóndans en orðagjálfur húsmóðurinn- ar; varð litlu nær um erindið af hans frásögn en hennar. Jeg þóttist þó fara nærri um, að einhver öldruð kona hefði ætlað að hitta mig. Jeg spurði því: »Hvaða erindi átti hún?« »Herra minn! Hún spurði.* »Nú, um hvað spurði hún? Talið svo, að hægt sje að skilja yður.c »Hún spurði — um sjerstakt.* f þessum svifum kom húsmóðirin inn aftur; hafði auðsjáanlega staðið á hleri og gat nú ekki dulist lengur. Hún Ijet nú dæluna ganga: »Herra merkisberi! Maðurinn minn er mesti sauður, það hefi jeg altaf sagt og það sagði mamma sáluga líka meðan hún ...» Maður hentiar tók nú fram í fyrir henni, en hún Ijet sig ekki, svo að þau keptust nú bæði við að láta heyra sem best til sín. En af þess- um málandagraut þeirra beggja komst jeg þó að því, að gamla konan hafði umfram alt viij- að hitta mig, að hún hefði talað um einhverja ógæfu og blandað nafni Áróru inn í sorgar- söng sinn. 1 þessum svifum kom f hug rnjer gamla konan, sem jeg hafði gefið ölmusuna. Jeg fór að hugsa um, hvort það myndi ekki hafa verið gamla þernan hennar Áróru. Nú voru aðeins litlar lfkur til, að jeg gæti hitt hana aftur. Jeg þaut af stað niður eftir götunni og þang- að, sem jég hafði hitt gömlu konuna. En hún var horfin. Málæði hjónanna hafði tafið mig svo, að jeg kom um seinan, Jeg hjelt hratt áfram eftir götunni, og þegar jeg kom í birtuna af ljóskerinu á næsta götu- horni, sá jeg hvar hún staulaðist fram með húsaröðinni. Jeg flýtti mjer til hennar og gekk úr skugga um, að þetta var gamla þernan, sein verið hafði með Áróru. Jeg ávarpaði hana með nafninu Grjeta, eins og mig minli að Aróra hefði nefnt hana. Regar hún sá hver ávarpaði hana, ljómaði hrukkótta andlitið hennar af fögnuði og hún hrópaði: »Guði sje lof, kæri herra! Ó, nú er öll sorg úti!« »Pjer hafið heimsótt mig í einhverjum er- indagerðum. Var það vegna Aróru? Er hún ekki heilbrigð?« »Ó, herra minn! Síðustu vikurnar hafa verið sannkallaður hörmungatfini. Fyrst Ijest faðir hennar — hann var skotinn til bana — eflaust af launmorðingja, sem þessi — þjer vitið — hefir keypt til þess. Hann hefir reiðst svona föður hennar vegna þess, að honum hepnaðist að bjarga henni frá honum, — dýrmætustu eigninni sinni. Hjarta mitt er nærri því sprungið af harmi yfir allri sorg og eymd og söknuði og einstæðingsskap húsmóður minnar, því að jeg vildi fegin fórna öllu lífi mínu fyrir hana.« »En hvers vegna komuð þið hingað til Múnchen?* »Aróra vildi það. Hún ætlaði að leita ásjár drotningarinnar, og hún hjelt líka, að hún mundi ef til vill hitta yður hjer.« Þetta voru gleðitíðindi fyrir mig, að hún þráði til mín. En jeg mátti ekki eyða tíman- um til þess að gleðjast yfir því. »Og hvar er Aróra nú?« spurði jeg.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.