Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Síða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 61 »Ef þjer ekki sleppið mjer, þá sæki jeg svipuna.* »Ha, ha, hæ! Svipuna!* æpti hún. »Hvað kemur svipan Englandsdrotningu við? Ó! ó! þessir karlmenn! Kossar og svipuhögg! Svipu- högg og kossar!! Farið þjer burtu, þjer eruð ekki vinur minn.« Hún rak upp hryllingslegan hlátur og þaut brott. Jeg hraðaði mjer nú eftir Percy og gegnum næsta sjúkravarðarherbergi, er var mannlaust eins og hið fyrra. Svo komum við inn í þriðju svefnstofuna, er var minst. Voru þar aðeins fjögur rúm. Ljósið var í þann veginn að deyja á lampan- um, sem hjekk þar inni, en um leið og við opnuðum dyrnar, sáum við þrjá stóla, er voru hver hjá öðrum, og sátu á þeim þrjár verur í hvítum náttkjólum. Um leið og við komum inn, ráku þær upp hvelt óp og flýðu svo hratt sem þeim var unt upp í rúmin. Við gengum hratt í gegnum herbergið, og vorum nær því komnir að dyr- unum, sem við ætluðum út um, þegar að fjórða stúlkan, sem kyr hafði verið í rúmi sínu, sem stóð við dyrnar, greip alt í einu í yfirhöfn Percy og kipti honum að rúminu til sin. Atakið var svo snögt, að hann misti hatt- inn, Jeg gekk óðara þar að, og tók hattinn upp um leið og jeg mælti: »Tefjið eigi fyrir okkur; við þurfum að hraða okkur.« »Purfið þess, já, einmitt það,« svaraði meyj- an hlæjandi, og kinkaði hinu fagra höfði sínu. Hún var undrafögur, með afarmikið glóbjart hár. »Allir sem koma til okkar, þurfa að flýta sjer,« hjelt hún áfram. »Vilja fara óðara burtu. Verið þið kyrrir, ykkur liggur ekkert á, hjer er svo fagurt og svo gott að vera hjá okkur. Ó, nei, farið þið ekki. Sjáið þið. Parna er Betty, og þetta er Mary, og þetta Emmy, sjáið þið þær, og jeg er Karólína, vesalings Karólína. Ó! Jeg hefi aldrei átt elskhuga, ekkert augna- blik, aldrei. Ó! ó! Verið þið hjerna kyrrir. Jeg hefi aldrei kynst ástinni, aldrei átt elsk- huga!« »Pað er mjög leiðinlegt,« svaraöi jeg. »En við megum til að fara . . . Sleptu yfirhöfn- inni, Karólína! « »Hvert ætlið þjer?« Ætlið þjer til hennar? — bíður hún yðar í nótt? Ó! hvað það hlýtur að vera unaðslegt. Jeg hefi beðið lengi, Segið mjer hvar hún er? Jeg er afbrýðissöm. Fyrst að jeg er ekki hamingjusöm, þarf hún ekki að vera það . . . Ó! Ó! Karólína á bágt,« stundi hún og huldi hið fagra andlit sitt f höndum sjer og glóbjartir lokkarnir liðuðust um háls og herðar. En hún hjelt ennþá fast í yfirhöfnina. Jeg reyndi að rífa yfirhöfnina úr höndum hennar með valdi, en árangurslaust. En alt í einu stökk hún fram úr rúminu, fram á gólfið og vafði nöktum örmunum um mig um leið og hún þrýsti mjer svo fast að sjer, að jeg gat tæplega náð andanum. — Jeg veit ekki hvernig við hefðum losnað við hana, hefði ekki Betty — svarta Betty, söngmærin, — risið upp í hvílu sinni og hrópað: »Sleptu honum Karólína! Petta er læknirinn.* »Læknirinn! — altaf er það læknirinn og enginn annar, sem kemur,« stundi hún og gaf mig lausan. Við Percy flýftum okkur burt úr herberginu, og gegnum þriðja sjúkravarðar herbergið, þar svaf kona með barn sitt. í fjórðu svefnstofunni hiltum við frú Chapp- ert, sem var að reyna að koma vitfirtri stúlku, er hafði æði, í rúmið. Frú Chappert bað mig, þegar hún sá mig. að hjálpa sjer til að koma henni í »spenni- treyjuna«. Við reyndum bæði, en rjeðum ekk- ert við hana. Pá gekk Percy að, og með snöggu átaki hafði hann fært vitfirtu stúlkuna í »treyjuna«-, áður en hún sjálf vissi vel hvað gerst hafði. Ef ir það, að hún var vel bund- in, varð hún rólegri, og við Percy gengum brott. Brátt komum við inn í síðustu svefnstofuna, sem við þurftum að ganga í gegnum.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.