Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 51 »Ó, ef jeg vissi það, þá mundu allar raunir vera úti. En því miður veit jeg ekkert um hana. Guð hjálpi mjer!« Gamla konan fór að gráta mjög beisklega, en af frásögn hennar gat jeg ráðið það, að eitihvað mjög alvarlegt hefði steðjað að hjart- ans ástinni minni. Jeg hælti því ekki fyr en jeg hafði komist að öllu, sem þernan vissi um hagi Aróru. Og þetta sagði hún mjer með hvíldum meðan hún grjet mjög ákaft. Rær höfðu komið til Múnchen sama kvöldið og jeg átti við Úlrik Apfelbaum. Pað hafði verið tilætlun Áróru, að fara beina leið til drotn- ingarinnar þá um kvöldið til þess að biðja hana ásjár. En þegar þær höfðu verið komn- ar í Smiðjugötu, höfðu vopnaðir menn stöðv- að þær, gripið Áróru af hestbaki og haft hana á burt með sjer, en skilið Grjetu gömlu eftir og þjón Áróru. Grjeta hafði beðið þjóninn að læðast á eftir bófunum til þess að komast fyrir um, hvert þeir færu með hana. Eftir langa bið hafði hann komið aftur og sagt, að þeir hefðu borið hana inn á búgarð einn utan við borgina og hefði verið hár skíðgarður um- hverfis hann á þrjá vegu. Þau höfðu ekkert getað aðhafst síðan til þess að reyna að bjarga Áróru annað en það, að þjónninn hafði staðið á verði altaf síðan úti fyrir búgarðinum, til þess að komast fyrir um, ef Áróra yrði flutt þaðan aftur. í gistihúsinu, sem Grjeta hafði haldið til í síðan, var drengur, sem hafði fært þjón- inum mat kvölds og morgna. Jeg var ekki Iengi um að ákveða, hvað gera skyldi, þegar jeg var búinn að heyra frásögn Grjetu til enda. »Komdu með mjer. Við skulum flýta okk- ur til gistihússins. Jeg býst við, að drengur- inn geti vísað mjer Ieið til búgarðsins, þar sem Áróra er í varðhaldi. Pegar þangað kem- ur, vona jeg að jeg finni einhver ráð.« »Ó, herra minn! Aðeins ef yður hepnast að frelsa hana.« Gamla konan var sein á fæti, þótt hún legði allan vilja sinn í að fylgja mjer. Enda þeystist jeg áfram, því að mjer var mjög umhugað um, að komast sem fyrst til veitingahússins. Drengurinn var óðfús að vísa mjer leiðina til búgarðsins, enda reyndi jeg að skerpa á honum með skínandi silfurdal, sem jeg sýndi honum. Drengurinn hljóp við hlið mjer götu út og götu suður þangað til við náðum búgarðinum, sem var nokkuð utan við borgina og afsíðis. Jeg hitti þjóninn, sem stóð á verði bak við afarstórt trje skáhalt frá húsinu. Pegar jeg hafði sagt honum til nafns míns og ennfremur það, að jeg hefði verið gestur á heimili húsbónda hans og þekti Áróru vel, var hann strax fús til að gefa mjer atlar þær upplýsingar, sem hann gat. Hann varð upp til handa og fóta, þegar hann vissi, að jeg ætlaði að reyna að bjarga Aróru. »Ert þú nú alveg viss um, að ungfrú Aróra sje falin í þessu húsi?« spurði jeg. »Já, herra.« »Hefir þú orðið þess var, að nokkur hafi farið inn í húsið eða gengið þaðan út að staðaldri?* »Nei, ekki aðrir en þeir, sem komu hingað með ungfrúna. Peir hljóta allir að vera inni í húsinu enn þá, því að jeg hefi aldrei sjeð þá fara þaðan. Jeg hefi staðið á verði daga og nætur síðan hún var tlutt hingað, og er fullviss um, að ekkert hefir farið fram hjá mjer af því tægi. Þjer getið treyst því fullum fetum.« >Það er ágætt. En hefir þú þá ekki orðið neins var, sem vakið gat eftirtekt þína?« »Nei, einkis.« »Farðu nú beina leið til gistihússins og taktu á þig náðir. Pú ert meira en búinn að vinna til ærlegrar hvíldar. )eg ætla að standa hjer á verði í nótt sjálfur og þarf þín ekki við.« »Herra!« mælti þjónninn. >Lofið mjer að vera hjer hjá yður. Jeg get hvort sem er engrar hvíldar notið meðan jeg er í þessari óvissu. Pjer neitið mjer ekki um það? Ef til vill gæti eitthvert gagn orðið að mjer.« »Jæja, vertu hjer þá kyr fyrst þú kýst það 7*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.