Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 16
62 NÝJAR KVÖLDVOKUR. Um leið og við gengum yfir góifið, stökk miðaldra kona fram úr rúmi sinu og æpti: »Hjerna eru þeir! Grípið þjófana! — Hjálp! - Hjálp! - Eldur! - Eldur!« Hefði þetta skeð í einhverju öðru húsi, mundu allir hafa rokið með andfælum á fætur. En í vitfirringahæli eru menn svo vanir alls- konar hrópum, að þetta vakti enga athygli. Við Percy rjeðumst báðir á konuna og gát- um yfirbugað hana og borið hana að næsta rúmi. Svo flýttum við okkur burt í ofboði, meðan að við heyrðum að hún æpti: »Eldur! eldur!« Við komumst nú klaklaust út og flýttum okkur að brunninum. Þar tók Chappert á móti okkur. Fjekk jeg honum lyklana. Geng- um við því næst til hesthússins og náðum í »Bravó«. Svo fór Chappert aftur til Percy og áttu þeir að fara að vindubrúnni og bíða okk- ar Philips í trjárunna einum, sem stóð þar. í þessu kom Philips til mín með vagninn, er dreginn var af þremur stórum hundum. Á vagninum var farangur minn og það, sem Percy hafði (ekið með sjer. Sömuleiðis var þar karfa sú( sem áður hefir verið getið. Við hjeldum nú af stað og hittum brátt Percy og Chappert. Opnaði Philips nú körf- una og stökk Percy samstundis ofan í hana. Svo var körfunni lokað. Par næst kvöddum við Chappert og hröð- uðum okkur til brúarinnar. Voru brúargrind- urnar lokaðar, eins og við höfðum búist við. í þessu heyrðum við að klukkan sló eitt. Sá jeg nú að lykillinn stóð í lásnum, því brúar- vörðurinn hafði eflaust skroppið inn í dans- salinn. — Enn áttum við eftir að fara yfir tvær brýr. Við þá næstu var enginn vörður og lykillinn í skránni. En er við komum að þeirri þriðju, heyrðum við dimma rödd í myrkrinu, er spurði hverjir væru þar á ferð? Við sögðutn honum hverjir við værum og opnaði hann þá óðara og árnaði okkur góðr- ar ferðar. »Farvel,« sagði Philips hlæjandi við brúar- vörðinn, og berðu kveðju mína fil forstjórans með þökk fyrir það, að jeg fæ óhindraður að ferðast með farangur minn.« Við hröðuðum ferð okkar nú svo sem unt var, þar til við komum þangað, sem vagninn frá Dunsdale beið okkar. Steig þá Percy upp úr körfunni. Stigum við nú allir inr. í vagninn og þar á meðal Philips, en skildum litla hundavagninn hans eftir. Einn af þjónunum tók við >Bravó«, en jeg settist inn í vagninn hjá Percy. Ókum við svo af stað móti frelsinu og framtíðinni. Tuttugasti og áttundi kapítuli. Endurfundir. Lengi sátum við hljóðir í vagninum. — Pess- ar stundir voru svo áhrifamiklar, að við gátum aðeins notið þeirra í þögn. Jeg ætla ekki að lýsa ferðalaginu, — að eins vil jeg geta þess, að við fórum svo hratt yfir sem okkur var unt. Að morgni fjórða dagsins stigum við úr vagninum og ákváðum að ferðast á hestbaki, það sem eftir væri til áfangastaðarins, því að ella mundum við eigi hafa náð þangað um kvöldið. En Percy var sjúkur af eftirvæntingu og gat eigi beðið lengur. Við stigum svo á bak, Percy, Philip og jeg, en þjónarnir urðu eftir með vagninn og áttu að koma með hann hægfara á eftir. Svo riðutn við af stað, svo hratt sem hest- arnir þoldu. Veðhlaupahestarnir, sem við Phil- ips sátum á, voru úrvals gæðingar, en í hvert skifti, sem »Bravó« herti á sprett'.num, drógust þeir aftur úr. Við nálguðumst nú óðum áfangastaðinn. Sól- in var þegar gengin til viðar, kvöldskuggarnir liðu hljóðlega yfir jörðina, en það varð ekki dimt þetla kvöld, því að kvöldstjörnurnar blik- uðu á heiðríkum himninum. Brátt komum við á hæðina, setn jeg hafði verið á, þegar eg fyrst sá hús Róberts Grahams.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.