Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Síða 18
64 NÝJAR KVÓLDVÖKUR. hann að frumlegasta og einna mest Iesna skáldi Dana. En oflof hefir að margra áliti verið bor- ið á hann, því að svo virðist, sem stíll hans og mál sje of vandað, heflaö og þrungið, svo að það verði skrúðbúningur utan um lítið eða ekkert. En þar sem hinn athuguli, hlustandi og Ijóðræni sálarfræðingur hefir yfirhöndina — en eigi vandvirkni smiðurinn, sem er að búa til fagra umgerð — þar er snildin ótvíræð. Andi og formblær J. P. Jacobsens hefir haft afarmikil og víðtæk áhrif á skáldskap yngri skálda Dana. Eftir þennan einkennilega snilling hafa N.Kv. f XH. árg. birt smásöguna: »Par skyldu hafa verið rósir.« Hið þjóðkunna kvæði í þýðingu H. Hafsteins íResj bera menn sár« er einnig eftir Jakobsen og er gott dæmi skáldskapar hans. S k r í 11 u r. Stefán hjet maður, er bjó á Bringu í Munkaþverár- sókn. Helga hjet kona hans og hafði áður verið vinnukona á Hrafnagili. Svo er sagt, að þegar hann leitaði ráðahags við hana, kallaði hann hana á ein- mæli út fyrir bæjarvegg, en vafðist þá svo tunga um tönn, að hann kom engu orði upp; Ioksins fór Helgu að leiðast þetta þóf og spurði: »Nú hvern skollann viltu mjer, Stefán? Viltu eiga mig, eðahvað?« »Já, það var nú eiginlega það, Helga mín,« svaraði hann — og þar með var alt klappað og klárt. Einu sinni kom maður að bæ til að biðja sjer stúlku, og svo vildi til, að hún var fyrir í bæjar- dyrunum og var að mala korn. Hann heilsar henni og segir: *Nú er jeg kominn til að biðja þín, Ouð- rún.« Hann rjettir þá fram hendina og segir: »Hjerna eru 3 krónur handa þjer. En máske þjer þyki jeg of lítilfjörlegur handa þjer. Mjer stendur þá á sama. Og vertu nú sæl.« Og þar með sneri hann á burtu, áður en hún svaraði nokkru bónorðinu. Magnús Elíasson hjet trjesmiður, er eitt sinn bjó á Akureyri. Hann 'þóíti nokkuð montinn og leit itórt á sig,'og var sjerlegur í lund. Kona hans hjet Salbjörg. Sagt er að hann hafi. beðið hennar á þessa leið ; »Jeg er nú kominn hingað, góðin mín> þess erindis að spyrja þig, hvort þú mundir geta innfundið þig í?því innsigti, að vilja inntroða með mjer, heilagan ektaskap?* — _ Daginn, sem Magn- ús gifti sig, kom ógurlegur hriðarbylur, en stóð skamma stund; um það var þetta kveðið. Oiftist vel á Kjalars kvon kærleiksþeli búinn; mætti jeli móti von Magnús Elíasarson. Þórsteinn faðir Jóns prests í Reykjahlíð við Mý- vatn var talinn ríkismaður; átti hann jörðina, stór- mikið bú og mikla peninga, sem sagt var að hann hafi geymt i altarinu í kirkjunni. En framan á alt- arinu stóðu þessi orð: »Hjer er Kristur.« Vinnu- maður Þorsteins hnuplaði peningunum úr altarinu, en skrifaði um leið með krít neðan við áletrunina: »Hann er upprisinn og er ekki hjer « Skriftin þekt- ist og af því komst upp, að vinnumaðurinn var þjófurinn. Kerling nokkur guðrækin las bænir sínar á hverju kvöldi, en hætti oft við að bæta inn í ýmsu, sem fyrir augu og eyru bar. Einu sinni varð bænalest- urinn á þessa leið: »Hef jeg mig nú í hvílu mín, — fallegar hættir verða hjer í hvöld — himnafaðir að vanda — marg- an skell fær þessi hurð — yfir mjer lýsi ásján þín (þá klóraði köttur í skjáinn) — þar reif hann nú skjáinn, djöfullinn þessi — ei lát mjer satan granda, — komdu hjerna, Jói minn, nú er mál að hátta —« Varð svo ekki meira af bænalestri kerlingar í það sinn. Kona nokkur öldruð vakti pilt einn morgun til smalamensku með þessum orðum: »Signdu þig nú, hróið mitt, og kaliaðu á hann Kjamma.« Stefán frá Rringu þótti ekki sjerlega vel að sjer í kristindóminum undir fermingu. Einu sinni spurði sjera Jón í Möðrufelli hann á kirkjugólfi: »Hvarvar lögmálið gefið út?« Stefáni varð óhægt um svarið, en sonur sjera Jóns, sem sat við hliðina á honum, kom honum til hjálpar og hvíslaði að honum hverju hann skyldi svara. Svaraði þá Stefán svo hátt, að heyrðist um alla kirkjuna: »Á fjallinu fyrir ofan Bringu.« Hjónum nokkrum kom heldur illa saman. Þauætl- uðu eitt sinn til sakramentis, og eftir gamalli sið- venju, áður en þau lögðu af stað, bað konan mann sinn fyrirgefningar á öllum afbrotum sínum við hann; en hann svaraði: »Nei, ekki verður neitt af því í þetta sinn.« »Þú ræður því þá,« mælti hún, »Ouð fyrirgefur rnjer samt.« -Jæja, þið um það,« svaraði bóndi.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.