Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 14
60 NYJAR KVÖLDVÖKUR. þar bíðið þjer, Mr. Sydney . . . herra undir- greifi vildi jeg sagt hafa . . . en við hinir göngum tít að hesthúsinu og náum í hestinn yðar, herra læknir. En í guðs nafni farið þið nú gætilega.* »Verið óhræddur, Chappert. Petta er alt ágætt. Og svo vænti jeg komu yðar til Duns- dale fyrsta október næstkomandi,* svaraði Percy. Svo læddist Chappert út úr herberginu. Augnabliki síðar hjeldum við Percy af stað. Hann var klæddur þykkum frakka og Ijet hatt- inn slúta niður fyrir augu, en yfirhafnarkragann brotinn upp að eyrum. Við komum nú að dyrum þeim, sem Iágu inn í svefnstofur kven- sjúklinganna. Jeg opnaði þær og komum við nú inn í stóra svefnstofu. Rúmin stóðu í tveimur röðum meðfram veggjunum. í miðjum salnum hjekk lampi, er klæddur var með grænu silki. Sló daufgrænni birtu yfir salinn. Allir sjúklingarnir sváfu, og gengum við nú hratt gegnum þennan sal og inn í næsta herbergi. Jeg gægðist varlega inn, því þetta var eitt herbergi sjúkravarðanna. Par var enginn inni. Svo gengnm við yfir í næsta svefnsal. En um leið og við komum inn úr dyrunum, hörfuðum við til baka, því í hinum enda stofunnar sáum við einhverja veru, er gekk fram og aftur í hvítum klæðum. Vera þessi virtist fremur líða yfir gólfið en ganga, því ekkert skóhljóð héyrðist. Naktir, holdlausir armarnir voru krosslagðir á brjóstinu. í sama bili kom hún auga á okkur, og gekk á móti okkur hægt og hátíðlega, líkast því, sem hún gengi í svefni. Pegar hún kom nær, þekti jeg hana. Hún var ein af sjúklingunum, þjáðist af eirðarleysi, gat aldrei sofið, en hafði heldur aldrei hávaða í frammi. Aftur á móti gat hún aldrei verið án þess að tala við einhvern, og notaði hvert tækifæri til að svala þeirri ástrfðu sinni. Pegar hún var komin til okkar, bjóst jeg við, að hún myndi þekkja mig, því jeg hafði oft verið inni í þessum sal og talað við hana. En hún þekti mig ekki. Hún staðnæmdist frammi fyrir mjer og horfði á nvg brosandi með starandi, Ijóma- lausum augum, sem vitfirringin virtist hafa tek- ið sjer aðsetur í til eilífðar, Svo hvíslaði hún lágt, eins og hún vildi eigi vekja hina sofandí: »Héimsækið þjer okkur svona seint, sjáum til, það er fallega gert af yður. Fáið þið ykkur sæti.« »Uss — u;s,« hvíslaði jeg og benti á hina sofandi sjúklinga, og reyndi að komast fram hjá henni. En auminginn, sem hræddist svo mjög að vera einsömul, tók í yfirhöfn mína og hjelt mjer föstum. »Ekkert liggur á, ekki þennan flýtir, maður litli, — ó, ó, jeg er svo einmana, ef þjer viss- uð . . . ó!< »Jeg veit alt,« svaraði jeg, og reyndi að losa mig. »Hvað! Hvað vitið þjer? Pjer vitið ekkert,« svaraði hún og falaði mun hærra. »Pjer skul- uð ekki vera svona stuttur í spuna. Jeg er ekki vön því, að fólk hlýði mjer ekki. Vittð þjer að jeg er Elísabet Englandsdrotning?« Hún rjatti úr sjer og hóf höfuðið, og leit á mig drembilegu, skipandi augnaráði. »Vitið þjer að þjer ættuð í raun og veru að krjúpa á hnje fyrir mjer? Vitið þjer það?« »Já, það veit jeg,« svaraði jeg. »Því gerið þjer það þá ekki? Og hvernig vogar þegn minn að tala þannig við mig?« Pessi orð sagði hún svo hátt, að það tók undir í salnum, því hún hafði algerlega gleymt, hvar hún var stödd, og vitfirringin hafði al- gerlega náð tökum á henni. »Gefið mig lausan, drotning,* hvíslaði jeg. »Nú ætla jeg að sækja Leicester greifa.« »Hæ, hæ! Leicester greifa! Elskhuga minn, elskhuga minn í meinum. Hæ, hæ, — nei, hann kemur ekki — hann sefur, — hann sefur fast.« Meðan á þessu stóð, hafði Percy gengið ýfir að næstu dyrum og beið mín þar. Jeg gerði nú það, sem mjer var unt, til að losa mig og sleit mig því lausan með valdi um leið og jeg mælti með hótandi röddu:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.