Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 12
58 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Tuttugasti og sjötti kapítuli. Flóttinn frá vitfirringahælinu. Pegar leiknum var lokið, söfnuðust menn saman í smáhópa og ræddust við. Allir gest- irnir gengu til forstjórans og þökkuðu honum fyrir daginn, og svo fóru menn að tínast burt og fjórðungi stunda síðar voru þeir allir á burt og salirnir auðir. Jeg kvaddi enn einu íinni yfirlæknirinn og forstjórann og hraðaði mjer svo upp á herbergi mitt, til :ið búa mig til burtferðar. í því sló klukkan ellefu. Jeg vissi að Percy var einnig upp á her- bergi sínu og beið þess að tími kæmi til far- arinnar. Philips átti að koma til mín og Chappert var undirbúinn. Fjórðungi stundar síðar heyrði jeg fótatak þeirra, sem á hverju kvöldi gengu um milli herbergjanna til að gæta að, hvort alt væri í röð og réglu, áður en gengið væri til hvílu. Skömmu síðar bárust inn til mín ómar af hljóðlæraslætti, danslögum. Vissi jeg vel hvað- an þeir komu, því svo var ma'l með vexti, að f öðrum hluta hælisins, lengst frá sjúklingunum, var salur, sem forstjórinn notaði fyrir danssal við einstöku tækifæri. Hafði hann nú safnað að sér þjónurn þeim og vörðum, sem eigi höfðu ákveðið starf á hendi, til að enda dag- inn með aðalskemtun þeirra, dansinum. Eftir að jeg litla stund hafði hlustað á hljóð- færasláttinn, opnaði jeg gluggann og leit dt. Pessa nótt var þreifandi myrkur, því himininn var skýjaður og dálítili úrfellir. — Slökt hafði verið á öllum ljóskerum í garðinum, svo að eigi lýstu þau. A þessu augnabliki sló klukk- an hálf tólf. Rjett á eftir kom Philips hljóðlega inn til mín og mælti um leið og hann brosli of- •urlítið: »Góða kvöldið! Forstjórinn bað mig að bera þjer síðustu kveðju sína og árnaði þjer góðrar ferðar?* • Hefir þú talað við hann?« spurði jeg. »Já, jeg mætti honum í stiganum. — Hann var sjálfur með þeim í kvöld, sem voru að líta eftir. Hann bað mig að segja þjer, að hann hefði gjarnan viljað fylgja þjer til dyra, en hann væri svo þreyttur eftir erfiði dagsms, að hann hafði í hyggju að ganga þegar til hvfldar.* »Agætt,« svaraði jeg. »Er nú alt tilbúið?* »Já, herra, jeg hefi þegar selt hundana fyrir vagninn. En heyrir þú ekki gauraganginn neðan úr danssalnum; það er eins og þeir ætli að gera okkur sem ljettasta og þægilegasta burtförina. Hefir Chappert komið með lykl- ana að útidyrunum?« »Nei, hann kemur ekki með þá fyr en eftir tólf, og þá fer hann með þá uppá herbergi undirgreifans. Svo fer jeg þangað upp, þegar jeg þykist þess fullvís, að allir sjeu gengnirtil hvílu, að dansfólkinu undanteknu.« »Pað verður hættuleg ferð fyrir þig að fara þangað upp, ef einhver skyldi nú sjá þig. Væri eigi betra, að undirgreifinn kæmi niður til þín og þið reynduð að sleppa hjeðan úl í garðinn. »Nei, Philips. Pað er Ijettara og hættuminna fyrir mig að fara upp til hans. Pví við gæt- um heldur eigi komist út hjeðan. Við yrðum þá að fara þeim megin út, sem fólk ð dansar, og þar að auki sofa hjer í næsta herbeigi tveir embættsmenn hælisins; við þyrftum að fara fram hjá dyrum þeirra, og það er áreiðanlegt að þeir vakna, þó það væri ekki nema rotta, sem nagaði þrepskjöldinn. Nei, við verðum að fara upp á efri hæðina, uppá herbergi Percy, framhjá herbergi sjukravarðanna og gegn- um svefnstofu kvensjúklinganna og út um bak- dyrnar. Par verður þú að bíða okkar og gefa okkur merki um, hvort óhætt sje að halda áfram. »Pað skal jeg gera, jeg mun bíða ykkar við hesthúsið. En mundu eftir að villast ekki á veginum og fara yfir brúna til hægri, því að Jakob gamli heldur víst vörð við hina. Hann er haltur og hefir þvf áreiðanlega ekki farið inn í danssalinn.« »Jeg skal gæta þess,» svaraði jeg. »Er mjög dimt?« »Já, og regnið lemur mann í andlitið.« »Pað gerir ekkert til.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.