Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 53 en þó ekki nógu skjótur til þess að aftra mjer frá, að stökkva niður úr gluggakistunni. Aróra þaut í faðm mjer og jeg þrýsti henni að brjósti mjer, þar sem hún hvíldi nokkur augnablik. Hún hallaði örugg höfðinu að öxl mjer og hvíslaði: »Jeg viss: að þú mundir koma.« »Já, elskan mín,« mælti jeg lágt. »Jeg vissi líka, að jeg mundi finna þig.« En nú var ekki tími til að tala máli hjartans og ástarinnar. Fyrst af öllu varð jeg að sjá fyrir fjandmanni okkar. Jeg lei’ddi Aróru til sætis á bekk og bað hana að vera rólega með- an jeg fengist við fjandmann okkar. Hann hafði nú tekið sjer stöðu og brugðið sverði og beið þess, að jeg mætti honum. Mjer virtist hann vera af lágum stigum og ómentaður. Klæðnaður hans var hinn ömur- legasti og var auðsjeð, að hann hafði ekki verið sniðinn á hann. Hann var stór vexti og fötin svo þröng, að Iítið vantaði á, að þau spryttu sundur utan af honum. Hann var ber- fættur í slitnum skóm og eftir þessu var annar klæðnaður hans. Við fyrstu atlöguna, sem hann gerði, komst jeg að raun um, að hann var óvanur og ófim- ur með sverðið. í stað þess að fara stillilega af stað og bíða tækifæris á mjer, gerði hann eina atlöguna eftir aðra að mjer, og virtist ekki hafa annað að markmiði en höggva sem tíðast og fastast og skeyta því minstu, hvort lögin hittu eða ekki. Eins og gefur að skilja, drógst ekki lengi, að jeg næði Iagi á honum, svo að hann fjell mjög særður til jarðar. Pað sem hjer fór á eftir, vil jeg ekki reyna að skýra. Hvernig Aróra opinberaði mjer ást sína og hversu fyrsti kossinn hennar brann á vörum mjer. Reir einir, sem einhvern tíma hafa notið fyrsta, heiia ástmeyjarkossins, þeir einir fá skilið tilfinningar mínar. »Astvinurinn minn,« sagði Aróra og brostl gegnum tárin. »Pegar jeg er hjá þjer aftur, óttast jeg ekkert.« Hjarta mitt var svo þrungið af sælutilfinn- ingu, að jeg gat engu svarað, aðeins þrýst henni fastar að brjósti mjer. »Þú spyrð mig ekki til hvers jeg sje komin til Múnchen?« spurði hún um leið og hún roðnaði. »Grjeta gamla sagði mjer, að þú hefðir komið hingað til þess að leita ásjár hjá drotn- ingunni. Er ekki svo?« »Vondi karl! Skilurðu það ekki, að jeg átti brýnna erindi hingað?« Jeg skildi vel, hvað hún fór. En jeg gat ekki stilt mig um, að knýja játningu hennar fram af eigin vörum hennar. »Nei, jeg skil það ekki, að mjer heilum og lifandi, hafir þú átt annað erindi en að tryggja þig fyrir ofsóknum.* »F*á verð jeg víst að segja þjer það, þótt mig á hinn bóginn gruni, að þú vitir meira en þú vilt láta uppi. í her Gústafs Aðólfs er ungur hermaður — merkisberi — sem með öllu hefir tekið hug minn og hjarta fangið. Hjá honum ætlaði jeg fyrst og fremst að leita ásjár.« »Og fanstu þá þennan mikla mann, sem þú leitaðir að?« »Já, jeg fann hann. Jeg er hamingjusöm!« Svona leið tíminn með viðræðum okkar án þess að við vissum af. Jeg vil ekki þreyta les- arann með því að tilfæra alt, sem okkur fór á milli í viðræðunum, því að oftast hefir fyrsta ástahjal elskenda aðeins gildi fyrir þau tvö ein, en áheyrandi eða lesandi finnur ekki annað í þeim en ómerkt hjal. Jeg vil þó ekki láta hjá líða að fræða lesarann um það, að þetta voru indælustu augnablik æfi minnar. Okkur kom saman um, að ekki væri ráðlegt að dvelja hjer lengur, enda sáum við þess skjótt merki. Jeg þreif hugann úr draumsæl- unni, sem hann hafði baðað sig í, og mælti: »Elskan mín! Nú verðum við að flýta okk- ur hjeðan. Heldurðu að hjer sjeu fleiri menn í húsinu?« »Já, hjer hljóta að vera þrfr menn aðrir en sá, sem liggur þarna. Reir hafa haldið vörð um mig, einn í einu, nótt og dag,«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.