Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 63 Percy hafði aldrei komið á þessar slóðir. Hann kallaði nú til mín og spurði: »Pekkir þú þessa sveit? — Eigum við langa leið ófarna enn?« »Percy,« svaraði jeg, »sjerðu Iitla húsið þarna fyrir neðan hæðina?« »Já«. »Hún er þarna,« mælti jeg rólega. Hann rak upp fagnaðaróp. Svo steig hann af baki, kraup á knje og þakkaði guði. í þessu varð mjer litið niður í brekkuna. — Sá jeg þar þá pilt einn og stóð stór hundur við hlið hans. Philips hafði sjeð það sama og hrópaði nú: »Petta er Bob, drengurinn minn, og OthellóU Pegar Percy heyrði þetta, stóð hann á fætur. »Jeg ætla að vita, hvort hann þekkir mig,« mælti hann svo. Því næst blístraði hann ^hátt og hvelt, svo það bergmálaði í skóginum. Og sáum við þá, sð hundurinn þaut af stað og eftir nokkur augnablik var hann kominn upp á hæðina til okkar. »Halló! Othelló! Halló!« hrópaði Percy. Eitt augnablik staðnæmdist hunduriHn og horfði spyrjandi á Percy. Svo hóf hann sig á Ioft með hvellu gleði-ýlfri og lagði framlapp- irnar upp á axlirnar á Percy um leið og hann reyndi að sleikja hann í framan. »Othelló! Othelló minn!« mælti Percy og klappaði honum. Svo s!epti hann honum, og Othelló þaut með óviðráðanlegum fagnaðarlát- um utan um húsbónda sinn, sem hann hafði þekt eftir fjögur ár. Jeg sá að tárin komu fram í augu Percy. »Ertu nú ánægður?* spurði jeg brosandi. Hann svaraði eigi, en leit á mig og í augum hans leiftraði svo djúp og ósegjanleg gleði, að jeg gat tæplega tára bundist. í þessu kotn Bob til okkar og heilsaði okk- ur með fögnuði; svo gekk hann til föður síns. Við hjeldum nú allir af stað niður hæðina og leyndum hestunum. Við Percy leiddumst °g gengum á undan, en Bob og faðir hans gengu f hægðum sínutn á eftir og höfðu auð- sæilega um margt að tala, meðan við Percy gengum hljóðir. Við komum nú heim að húsinu. Garðshlið- ið var opið, því að Bob hafði skiiið það eftir opið, er hann fór að heiman. Við gengum svo heim að dyrunum. Jeg opnaði þær hljóð- lega og mælti: »Dyrnar eru opnar.« Svo bætti jeg við lágt, og jeg fann að rödd mín skalf: »í þessu húsi á Ellinor heima.« Fræðakorn. (Framhald). Jens Peter Jacobsen er danskt skáld, fædd- ur 1847, dáinn 1885. Hann er fæddur í Thisbeet og var faðir hans kaupmaður. Las hann grasa- fræði við háskólann. Byrjaði hann snemma að fást við skáldskap. Hann var. fylgjandi fratn- þróunarkenningu Darwins og þýddi á fagurt mál höfuðverk þessa spekings. Sömuleiðis skrifaði hann bók um kenningu og líf Datwins. Pegar hann kyntist Georg Brandes, fylkti hann sjer óðara i flokk hans. Hóf hann nú rithöf- undarbraut sína og skapaði verk þau, sem Danir nefna »J. P. Jakobsens bókmentir«, einhverjar einkennilegustu fagurfræðibókmentir, sem Danir eiga. — Byrjaði hann ferð sína með sögunni »Mogens«, setn biitist í tímaritinu »Nyt dansk Maanedsskrift« (Nýtt danskt mánaðarrit). Sýndi það sig þegar, að hann var sálarfræðingur og formsnillingur með afbrigðum. Aðalverk hans eru: »Marie Grubbe«, sem þýdd hefir verið á íslensku af Jónasi Guð- laugssyni, og »Niels Lyhne«. Auk þess hefir hann skrifað eina bók með smásögum og Ijóða- safn, sem gefið var út eflir lát hans. Eru þá talin öll verk hans. Hin dæmafáa vandvirkni og þær miklu kröfur, er hann gerði til sín, hafa verið orsök þess, að hann hefir eigi afkastað meiru. Sagt er, að hann gæti setið dögum saman við að skapa og hefla eina setn- ingu, þar til honum líkaði hún. Einnig var hann brjóstveikur og dró það úr starfsþreki hans; hafði það í för með sér hinn sjúka von- leysisblæ, sem oftast hvílir yfir verkum hans. Málið á bókum hans og stíllinn er afar einkennilegt og fagurt, og hið annarlega, er andar frá öllu því, sem hann hefir ritað, gerir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.