Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1924, Blaðsíða 10
56 NÝJAR KVÖLDVÓKUR. koma heitmey minni fytir hjá drotningunni, orðinn að engu. Jeg hjelt því heim til gisti- hússins aftur f þungu skapi. En gleðin yfir samfundunum við Aróru heima í gistihúsinu dró um stund úr vonbrigðum mínum. En þegar að því kom, að jeg þurfti að segja henni frá, hversu farið hafði um er- indi mitt við konung, kom dapurleiki minn aftur. íHvilika gleði ást þín og umhyggja veldur mjer,* mælti hún. »Hve það er unaðslegt, að finna ástina og umhyggjuna anda um sig! En vertu ekki dapur í bragði, elskan mín, og láttu ekki kvíðann fyrir framtíðinni skyggja á þessa gleði okkar.c »En líf þitt og hamingja er fest á veikan þráð. Hvernig get jeg þá verið glaður og ör- uggnr? Spurningin um það, hvernig jeg geti verndað þig, kemur aftur og aftur í hug minn.c »Á jeg að reyna að svara henni?« »Veist þú um óhultan stað fyrir þig?« Hún hugsaði sig um stundarkorn. Svo mælti hún: ^Pað er skamt hjeðan til Tyrolar. Rar er Inrisbruck-bær, eða er ekki svo?c »Jú, þetta er alveg rjett.c »Jeg held að hörmungar striðsins hafi enn ekki náð þangað.c »Dettur þjer í hug að leita þangað? Auð- vitað getur þetta vel komið til mála, ekki síð- ur en eitthvað annað. Jeg veit, að í Innsbruck er friður og ró, eins og best má verða í bæ. En þekkirðu þar nokkurn, sem mundi vilja taka við þjer?c »Föðurbróðir minn hefir átt þar heima í mörg ár. Jeg veit með vissu, að hann mundi taka við mjer og veita mjer alla ásjá.c Jeg skoðaði f huga mjer litla stund þessa Uppástungu. Til þess að ná til Innsbruck, urðum við að fara yfir víðáttumiklar sveitir, sem allar voru fjandsamlegar okkur og mundu því margvíilegar hæltur bíða okkar þar af þeim orsökum. Jég Ijet þetta f ljós við hana. »Pað hyggilegasta, sem við gætum gert, væri að koma þjer til Svíþjóðar til ættingja minna, og þú biðir mín þar þangað til stríðinu væri lokið.c »Nei, nei, vinur minn! Jeg vil ekki vera í slíkri fjarlægð frá þjer. Jeg get ekki hugsað til þess, að fá ekki að sjá þig einstöku sinn- um og finna ástaratlot þín. Jeg verð að anda að mjer sama blænum og þú. Pú gætir særst og þá er enginn til að annast um þig. En svo þegar stríðinu er lokið og konungur þinn legg- ur af stað með hrausta herinn sinn heim til Svíþjóðar, þá — en ekki fyr — fylgi jeg þjer þangað. Retla er ófrávíkjanlegur vilji minn og þú verður að venja þig við, að lúta honum; því fyr, því betra.« Hvernig hún í upphafi máls síns bar fram skoðun sína með alvarlegum orðum og síðan sló upp í gaman, kollvarpaði á einu augna- bliki öllum mótbárum mínum. Konan er mátt- ug, þegar hún í fyrsta skifti opinberar manni ást sína. »Jæja, kæra Aróra! Látum það vera eins og þú vilt. En við verðum að útbúa okkur í þessa för með sjerstakri nákvæmni. Jeg ætla að dul- búast eins og bóndi og fela vopn mín undir skykkju minni, og þú verður líka að skifta um búning. Þjónninn og Qrjeta gamla þurfa aftur á móti ekki að breyta sjer neitt. A þennan hátt munum við helst komast klaklaust leiðar okkar fyrir njósnurum, sem gætu ef til vill verið á hnotskóg eftir okkur, og lands- búar munu ímynda sjer, að við sjeum ung bændahjón á skemtiferð.c Við töluðum nú enn fram og aftur um ferða- lagið og um þau úrræði, sem fyrir hendi voru. Við ákváðum að léggja af stað að næturlagi, til þess að enginn yrði var við ferð okkar. Svo kvaddi jeg Aróru og hjelt af stað til þess að kaupa það, sem við þurftum til fararinnar, svo sem fatnað, nesti o. s. frv. Jeg fór á fund konungs til þess að fá Ieyfi til fararinnar og veitti hann mjer það tafarlaust og sendi Aróru kveðju sfna með mjer. (Framh.).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.