Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 4
130 NYJAR KVÖLDVÖKUR. enda. Jeg var eftirlætisbarn og illa uppalin og ávalt var það biýnt fyrir mjer, að jeg yrði að vera »vel til fara*, svo að jeg var orðin hálf- gerð daðurdrós, þegar jeg var tíu ára. Gamlir flagarar, angandi af víni og tóbaki, sóttust eftir að setja mig í knje sjer og kreista mjúkt hold mitt. Reir voru vanir að þrýsfa sínurr blóð- Iausu vörum, saurguðum af kossum vændis- kvenna, að mínum saklausu vörum. — Jeg hefi oft furðað mig á því, hvernig þessir og því líkir menn dirfast að snerta barnsmunninn, vit- andi sjálfir vel, hvílík óargadýr þeir eru. Jeg sje barnfóstru mína, útfarið lygakvendi og hræsnara, sem bar sig eins og drotning og fyrirbauð mjer að tala við hin og þessi börn, af því að þau væru »fyrir neðan mig*. Svo kom kenslukona, mesta dygðablóm á að lita, en í raun og veru gerspilt og hafði þó hin ágætustu meðmæli. Jeg komst brátt að raun um, hver hún var, því að jeg var einstaklega eftirtektasöm, þegar á barnsaldri, enda nægðu sögurnar, sem hún og franska þernan hennar móður minnar sögðu hvor annari í hálfum hljóðum og hlógu dátt að, til þess að sýna mjer hennar innri mann og meira en það. Jeg fyrirleit auðvitað þessa manneskju, jafn tvö- föld og hún var, en skifli mjer annars lítið af henni. Jeg Iifði í einhverju draumalífi, hugs- andi án þess að vera mjer þess meðvitandi og gerði mjer allskonar undarlegar hugmyr.dir um blómin, trjen og fuglana, þráði hluti, sem jeg vissi ekki, hverjir voru, og þóttist ýmist vera drotr.ing eða bóndadóttir. Jeg gleypti í mig allar bækur, sem jeg komst höndum yfir og einkum var tnjer yndi að Ijóðmælum. Jeg las hinn torskilda kveðskap Shelleys og fanst hann vera goðum líkur og aldrei — ekki einu sinni, þegar jeg hafði lært að þekkja lífsferil hans, gat jeg hugsað mjer hann sem skrækróma mann með mjög »losaIegar« skoðanir á kven- þjóðinni. En jeg er viss um, að frægð hans var það hentast, að hann druknaði á unga aldri, því að jeg hygg, að það hafi forðað hcnjm löstum og lítt sæmandi elii. Jeg tilbað Keats þangað til að jcg komst á snoðir um það, að hann hefði helgað ást sína einhverri Fanney Braun — þá hvaif dýrðarljóminn. Jeg get engar ástæður fært fyrir þessu — jeg segi það bara eins og það er. Jeg gerði Byron lávarð að hetju minni — sannast að segja ’nefir hann ávalt verið mjer fyrirmynd annara hetjuskálda. Hann var þróttmikill maður og miskunarlaus í ástamálum, enda fórst honum svo við kanur, sem þær unnu til og átlu skilið, þegar litið er til þeirra kvenræfla, sem hann var svo óhepp- inn að rekast á. Regar jeg Iss ástakvæði þess- ara manna, datt mjer það oft í hug, hvort það ætti nokkurntíma fyrir mjer að liggja, að verða ástfangin og hvílík sæla það hlyti að vera. Svo vaknaði jeg alt í einu af þessum draumum — jeg hafði verið barn og var nú orðin fullvaxta stúlka. Foreldrar mínir höfðu mig með sjer til borgarinnar, þegar jeg var sextán ára, til þess að kynna mjer samkvæmis- lífið að einhverju leyti, áður en jeg kæmi fyrir alvöru út í veröldina. Já, það líf! Jeg kyntist því til fullnustu og undraðist fyrst, en varð svo utan við mig, en jeg fjekk aldrei tíma til að mynda mjer ákveðna skoðun á því, sem fyrir augun bar. Á meðan jeg var heilluð af þess- ari undrun og ávalt samvislum við aðrar ungar stúlkur á sama reki og í sömu stöðu sem jeg, en voru þó miklu fremri að lífsreynslu, þá sagði faðir minn mjer, að Willowsmere væri gengið úr greipum okkar, að við hefðum ekki efni á að búa þar og að við færum þangað aldrei aftur. Jeg varð yfirkomin af harmi og grjet sáran og skildi þá ekki nje þekti alt það andslreymi, sem bæði fátækt og auðlegð á við að stríða. Rað eina, sem jeg skildi, var það, að mitt kæra, gamla heimili var lokað fyrir mjer alla tíð hjeðan af og upp frá þessu held jeg, að jeg hafi orðið kaldlynd og tilfinninga- laus. Jeg hafði aldrei verið samrýnd móður minni og lítið umgengist hana, því að hún var í sífeldum heimboðum og fjekk jeg sjaldn- ast að fylgja henni eftir. Jeg tók mjer það því ekki mjög nærri, þegar hún varð farlama, Hún hafði nóg af læknum og hjúkrunarkonum — og jeg hafði kenstukonuna. Svo kom

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.