Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 32
158 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Helga — Helga? Hver gat hún verið þessi kona, sem manninn hennar var að dreyma? Hún þekti enga með þessu nafni. Hvar hafði hann kynst henni og hversu lengi — hversu lengi — ? Frú Gerða Ijet fallast aftur ofan í rúmið og grúíði andlitið í koddann, til þess að grátur hennar vekti eigi þann, sem svaf. Nú mátti hann íyrir aila muni ekki vakna. Hún g a t ekki talað við hann samstundis og hún hafði gert þessa hræðilegu uppgötvun, sem henni virtist að mundi verða til þess, að alt umhverfis hana mundi hrynja saman. II. Næstu daga gat frú Gerða varla á heilli sjer tekið. Að vísu var alt að ytra útliti eins og fyr. Maðurinn hennar kendi í skólanum fyrri hluta dagsins, hann leiðrjetti stíla og bjó sig undir morgundaginn síðari hluta dagsins og á kvöld- in vann hann trúlega að aukastörfum sínum. Pau fáu augnablik, sem hjónin voru saman í raun og veru, var hann eins og hann átti að sjer að vera, ástúðlegur og nærgætinn við hana; — en nú vissi hún, að hann meinti ekkert með þvi. Hún vissi, að það var önnur kona, sem fylti huga hans; að það var þessi Helga, sem hann ætlaði sjerhvert ástríkt orð, sem hann sagði. Sennilega g a t hún ekki hafa heyrt skakt — nje hafa fest svefn eitt augnablik og svo dreymt það, nóttina, sem ólánið skall á, — þegar nafnið hljómaði í eyrum henni. Hún hafði mörgum sinnum þar á eflir heyrt mann- inn sinn tala upp úr svefni, og eins og þá nótt var það að mestu leyti um ást og elsku, sem hann talaði — en n a f n i ð — þetta óttalega nafn, hafði hann aldrei sagt síðan. Var H e 1 g a aðeins hugarsmíði hennar, eða var hún holdi og blóði gædd kvenvera? Pegar vika var liðin tók þessi spurning fyrir alvöru að ásækja hana. Nótt eftir nótt lá hún vakandi og hlustaði, og dag eftir dag var hún á hnotskóg eft r sjerhverri bendingu, sem leilt gæti í Ijós, að hann hefði snúið baki við henni; en hún gat ekkert fundið, sem gæfi ástæðu til ne'ns slíks. Pvert á móti virtist hann hafa veitt því eftirtekt, að hún var að verða fölari í kinn- um og tekin til augna og hann hafði talað um það við hana fullur áhyggju og ótta, hvort hún fyndi til nokkurrar vatiheilsu. »Pú þarft nauðsynlega að lyfta þjer upp frá jaessum daglegu hússtörfum,* hafði hann sagt, eftir að hún hafði skýrt honum frá því, að ekkert gengi að sjer. »Og nú í ár hygg jeg, til allrar hamingju, að við fáum tækifæri til að taka okkur reglulegt sumarleyfi. Pá látum við alt þelta hjerna eiga sig — og ferðumst — ferðumst fram og aftur til eins eða annars kyrláts og skemtilegs staðar, þar sem þú, elsk- an mín, auk þess að eta, d.ekka og sofa, færð alls ekki annað að gera en njóta náttúrufeg- urðarinnar og samvista mannsins þíns.« Gat það verið, að hann tæki eftir breyting- unni, sem orðin var á henni, ef hann hugsaði sífelt um einhverja aðra? En það var líka voðalegt, ef hún að ástæðu- lausu hefði í marga daga álitið hann ótrúan henni; eða það sem rjettara var: Pað var dá- samlega yndislegt, ef það var i raun og veru að ástæðulausu, sem hún hafði gert það. Og það v a r að ástæðulausu. Vissulega h I a u t það að vera svo. Hún varð alt í einu svo róleg, og nú vissi hún, að Helga var alls ekki til, að nafnið var einungis orð, og það innantómt orð, sem hana hlaut að hafa dreymt eða hún hafði hugsmíðað sjer. Æ, nei. En að tveimur dögum liðr.um frá því að frú Gerða hafði fengið fulla vissu um þetta, sem færði henni aftur frið og hamingju og jafnframt svefnró og heilbrigði — að eins tveim dögum þar á eftir, fann hún á gólfinu í svefnstofu mannsins síns mjög lítinn pappírs- Iappa, sem bersýnilega var ræma af skrifaðri örk, er hafði verið vandlega rifinn sundur í smátt. Og á þessari litlu ræmu stóðu skrifuð þessi þrjú smáorð, sem bví miður gátu ekki staðfest grun um hugsmíði eða drauma. »Ást- kæra Helga mín !« stóð þarna, og að það var maðurinn hennar, sem hafði skrifað þetta, var ekki að efa.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.