Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 24
150 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. jeg strax af stað til Lundúna og kom brjefinu sjálfur til skila. Átjándi kafli. Við O’Brian hækkum í tigninni. Jeg hitti föðurbróður minn. Nokkrum dögum síðar fjekk jeg brjef frá ritara æðsta flotaforingjans. Var mjer þar til- kynt, að útnefning mín hefði verið afhent á skrifstofu hans fyrir nokkrum dögum. Jeg þarf varla að taka það fram, að jeg var ekki seinn á mjer að þjóta til skrifstofnnnar og sækja þetta langþráða skjal og meðan jeg greiddi ritaranum stimpilgjaldið, leyfði jeg mjer, svo sem eins og af tilviljun, að spyrja, hvort hann vissi nokkuð um heimilisfang O’Brians undir- foringja. »Ónei, en jeg vildi feginn fá að vita hvar hann á heima, því hann hefir verið útnefndur til kapteins.« Mjer lá við að stökkva í Ioft upp af gleði við þessi góðu tíðindi. Jeg Ijet ritarann fá ut- anskrift O’Brians og þaut svo út úr skrifstof- unni, og sneri samstundis heimleiðis. En þegar heim kom, var þar alt á tjá og tundri og sátu þar allir i sorgum. Móðir mín hafði skyndilega orðið afskaplega veik. Læknar, lyfsalar og hjúkrunarkonur þvældust livað fyrir öðru, faðir minn var í afar æstu skapi og elsku systir mín grjet beiskum tárum. Og hvernig sem að var farið og hvað sem til brags var tekið, þá andaðist móðir mín að kvöldi næsta dags. Jeg ætla mjer ekki þá dul, að lýsa allri þeirri sorg og eymd, er dauði móður minnar hafði í för nieð sjer. Jeg læt þá um það að geta sjer til um þetía, er líkt hafa reynt. Jeg reyndi eftir bestu getu að hugga systur mína. Svona leið og beið. Sorgin breyttist í þögular, sárklökkvar minningar og strax er O’Brian hafði fengið brjef mitt, þar sem jeg tilkynti honum lát móður minnar, hraðaði hann sjer á minn fund til þess að reyna að Ijetta af okkur sorginni, svo sem í hans valdi slæði. Hann var altaf sami tryggi vinurinn. Við ráðguðumst lengi um það, á hvern hátt við fljótast gætum fengið atvinnu á flotanum, svo sem slöðu okkar hæfði. Rví það var ekki æfinlega hlaupið að því, og ekki ætíð nægilegt að sýna þeim háu he.rrum út- nefningarskjölin. O’Briar. langaði mjög til að komast aftur á skipsfjöl, og svipað var ástalt um mig, þótt mjer hálfpartinn þætti sárt að skiija við systur mína, en skaplyndi föður míns var þann veg nú, eftir lát móður minnar, að það bar enn þá meira á þunglyndi hans og svo var hann afundinn við mig, að helst Ieit út fyrir, að honum væri skapraun í að hafa mig nálægt sjer. Urðum við systkinin því ásátt um það, að best væri að jeg reyndi á ný að fá mjer skiprúm. Ressu var O’Brian líka sam- þykkur, því altaf vorum við öll þrjú í ráðum þessum. »Mjer finst jeg ráði mikið betur yfir skap- lyndi föður okkar, þegar þú ert hvergi nærri,« sagði systir mín. »Og þó mjer þyki sárara að skilja við þig en jeg fæ með orðum lýst, þá vil jeg þó Ieggja það á mig vegna pabba. Það væri því best að þú færir hið fyrsta og reynd- ir að koma þjer í skiprúm.« *Pjer talið eins og sönn kvenhetja — og það eruð þjer í sannleika, þrátt fyrir blíðan svipinn og bljúg augun. En með hverjum hætti gætum við best náð þessurn tilgangi okkar? Fengi jeg skip til umráða, þyrftir þú auðvitað engu að kvíða, því þá tæki jeg þig fyrir undirforingja. En það er ekki auðhlaupið að þessu. Heldurðu að nokkur leið væri að því, að fá gamla manninn í Eagle Park til að útvega okkur p!áss?« »Að minsta kosti ætla jeg að reyna það,« svaraði jeg. »Viðtökurnar verða aldrei verri en það, að jeg verð rekinn út.« Og daginn eftir lagði jeg snemma af stað og kom utn 11 leytið heim á búgarðinn. Jeg kvaddi til dyra; þær voru opnaðar og jeg varð var við eitthyert seinlæti og uppgerðarsvip á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.