Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 147 Jeg tók mig svo sjálfur til og labbaði til Ballycleugh, og þegar jeg er þar að njósna í kringum húsið hans föðurbróður þíns, þar sem hann bjó, heldurðu þá að hún Ella litla Flangon hafi ekki komið þar í flasið á mjer, en hún hafði einm tt verið viunukona hjá karlinum. Rá segi jeg svona við sjálfan mig: »A tvennan hátt er hægt að sigrasl á öllum örðugleikum í þessu lífi: þ. e. með ást eða peningum.* En meður því, að við O’Brianar eigum jafnmikið af því fyrnefnda, eins og við erum snauðir af hinu síðar- nefnda, þá tók jeg mig til og »spandéraði« óspart ástinni þjer til hagsmuna. »Rjer eruð líklega stúlkan,® sagði jeg, »sem jeg gat aldrei haft augun af, þegar jeg var hjer seinast?* »Og hvaða maður eruð þjer?« spurði hún. »0’Brian, sjóliðsforingi, í þjónustu Hans Hátignar, og fjekk jeg leyfi til að skreppa heim stundarkorn tll að líta mjer eftir konu- efni,« sagði jeg. »Og tækist mjer að hitta á einhverja, sem væri yðar jafningi, bæði til sálar og líkama, þættist jeg góðu bættur.« Rá fór jeg að hrósa augum hennar, nefii etini og fikaði mig svo niður eítir líkam.an- um, þangað til jeg var kominn undir iljarn- ar. Svo fór jeg að biðja hana um leyfi til að heimsækja hana aítur og spurði hana, hvenær hún vildi hitta mig úti í skóginum til þess að gefa mjer ákveðið svar. Fyrst hjelt hún (eins og líka var), að mjer væri ekki alvara, en þegar jeg hafði svarið það við alla dýrlinga, að hún væri hin yndisleg- asta vera á guðs grænni jörðu, þá fór hún að leggja við hlustitnar. En það forðaðist jeg eins og fjandann sjálfan, að nefna á nafn föðurbróður þinn eða prestana, því að ]eg var ekki ugglaus um, að hana færi þá að gruna erindið, því það hygg jeg, að öll þessi hjú sjeu við söguna riðin, en því meira Ijet jeg móðan mása um fegurð henn- ar og yndisleik, og það blindaði hana á báðum augum, eins og gengur með kven- fólkið — það má einu gilda, hversu kænar og staðfastar þær eru — þær skulu samt allar gefa sig á endanum. A sunnudaginti var voru þrjár vikur liðnar síðan að jeg taldi telpuskinninu hughvarf þín vegna, ó, Pjetur! Og samviska mín segir mjer, að það hafi verið rangt gert af mjer, að gera veslinginn ástfanginn f tnjer, því það veit guð, að jeg vil ekkert með hana hafa sem eiginkonu, en annarskonar samlíf mundi verða henni til toitímingar siðferðislega. Jeg hefi ráðgast um þetta við sjera M’Grath og kveður hann það rjettmætt að beita óvönum brögðum í góðum til- gangi, og sje hún flækt í svikum föður- bróður þíns, þá sje þetta ekki nema það, sem hún eigi skilið, — hún tæki einungis út dálílið af refsingunni í þessu lífi og gæti það komið henni vel í hinu lífinu. En mjer geðjast þetta bölvanlega, Pjetur; og það segi jeg þjer satt, að þenna leik hefði jeg ekki le'kið fyrir neinn nema þig, því vesa- lings bjálfinn elskar mig nú orðið svo ákaf- Iega, að hún er farin að ákveða brúðkaups- daginn. Pegar við sátum saman í skóginum í gær, og hún bjelt utan um mig dauða- haldi, sagði jeg upp úr eins manns hljóði: »Heyrðu, Ella, hverfkonar fólk er þetta, sem þú ert hjá?« Og þá fór hún að leysa frá skjóðunni. Hún sagði mjer alt sem hún vissi og það með, að Mary Sullivan væri fóstra barnsins. »Er það drengur eða stúlka?« spurði jeg. »Pað er drengur,« svaraði hún. »En barn Sullivans?« »Pað er stúlka.« »Er Mary Sullivan enn þá hjá ykkur?« »Nei,« sagði hún. »Hún lagði af stað í gær með manni sínum og barni, til að ná í hermannaflokk, er maður hentiar tilheyrði, og átti að fara til Indlands.« »Fór hún í gær?« spurði jeg og spratt á fætur. »Já,« svaraði hún, »en hvað kemur þjer það við ?« »Já — mjer kemur það mikið viði 19*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.