Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 34
160 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. skrifað annað en þessa bók inni á staifsstofu sinni? Og alt í einu varð henni á, að hvarfla huganum til pappírsræmunnar með þessum þremur þýðingarmilclu smáorðum: »Elsku Helga mín.« Óg þá um leið þurkaðist brosið út, og sá lífsljómi, sem fyrir augnabliki síðan kom í augu henni, slokknaði aftur samstundis. Pví að hvað giltu hin ástríku orð innan á titilblaðinu, ef eigi að síður — —? En hún hafði þó loíað að lesa bókina, og með djúpu andvarpi fletti hún við blaðinu og byrjaðí á fyrsta kapítulanum. Eftir að liafa farið yfir fyrstu síðuna, mundi hún ekkert, hvað hún hafði lesið. Hugsanir hennar leituðu allar aftur í tímann, að því at- viki, þegar ólánið steyptist yfir hana, og að þessari skelfilegu spurningu: Hver er konan, sem hefir rænt frá mjer ást mannsins míns? Hver er þessi Helga? En þegar hún var komin yfir á aðra síðuna, rak hún sig á nokkrar línur, sem hrifu alla athygli hennar með sjer, svo að hún gat ekki að sjer gerf, nema að lesa alt affur frá byrjun- inni. Bókin hófst með lýsingu á blómagarði — og þann blómagarð kannaðist hún við. Pað var enginn annar garður en gamli jurta- garðurinn á prestssetrinu, þar sem hún var al- in upp. — Garðurinn, sem hún hafði leikið sjer í, þegar hún var barn; — þar hafði hún notið margra æskudrauma sinna — og þar hafði hún trúlofast Knúti. Parna voru trjág'öngin og rauð-þyrnitrjeð stóra, og þarna var trjeð með yndislegu sumar- eplunum, og jafnvel raufin í þyrnigerðinu, þar sem Tryggur fór út og inn um; — alt var þetta þarna. Og nú las hún áfram af kappi. Henni vökn- aði um augu, og hjarta hennar herti á slæft- inum eftir því, sem fleiri og fleiri Ijúfar og kærar endurminningar frá æskuheimilinu þyrpt- ust umhverfis hana. Alt í einu rakst hún á orð, sem gerði henni bylt við. Stóð ekki einmitt þarna nafnið, sem mest hafði kvalið hana undanfarið. Unga stúlkan, sem gekk um og vökvaði blómin, hjet Helga. Og yngsta dóttir prestsins hjet líka Helga. En svo sannarlega, sem þetta var garðurinn heima hjá henni og þetta Tryggur, hur.durinn hennar gamli, þá var — þá var þetta — — Frú Gerða las og las, og brátt var hún í engum vafa frekara. Og þegar hún kom að þessum orðum: »Pú hefir ekki hugmynd um, hversu heitt jeg elska þig. Eða hefir þú þeg- ar getið þjer þe?s lil? Daga og nætur hugsa jeg einungis um þig,« — og þegar hún nokkru síðar kom að brjefi, sem byrjaði þannig: »Ástkæra Helga mín,« þá grjet hún af gleði og hamingju vegna þess, að henni fanst hún hafa lifað yndislegasta æfintýrið, sem þessi heim- ur ætti til. Petta var þá bókin, sem hafði legið svo ríkt í huga mannsins hennar; þetta voru þá ein- ungis tilvitnanir úr henni, sem hann tiafði taut- að upp úr sveíninum! I fyrsta sinni í hjúskap “sinum,rgleymdi frú Gerða nú, að hún átti fyrir heimili að sjá. Hún einungis las og las, og suma kafla las hún tvisvar og þrisvar sinnum, svo fagrir og yndislegir þóttu henni þeir. Og þegar hún heyrði manninn sinn koma inn í anddyrið og lolca því, þá fyrst rann það upp fyrir henni, hvernig tíminn hafði liðið. En að hún hugs- aði um það, að maturinn væri ekki til handa manninum hennar, eins og vant var, eða að hún sjálf hafði ekki neytt morgunverðar, því fór svo fjarri. Hún þaut á fæíur og ílýtti sjer á móti honum og þrýsti'sjer upp að hon- um í óumræðilegtim fögnuði, og bæði hló og grjet í einu. »Ó, ó, þakka þjer fyiir, elskulegi maðurinn minn! Er ekki 15. mars í dag? Þeim degi mun jeg aldrei gleyma.« »Nei, þó væri — liflátidegi Cesars,* svar- aði Hólm skólakermari í spaugi, um leið og hann strauk hendi sinni ástúðlega niður tár- vota vanga hennar. »Ó, um hann hugsaði jeg alls ekki,« sagði frú Gerða. »En í dag hefi jeg fengið að vita, hver hún er þessi HelgaN Og um leið huldi hún ásjónu sína upp v.ð barm hans, því að henni duldist pað ekki, að hann myndi annars geta sjeð, hversu hún fyrirvarð sig fyrir allar þær hugsanir, sem nafn þetta hafði framleitt í huga hennar — fyrirvarð sig fyrir, að hún eitt einasta augnablik hafði getað efast um, að þegar maðurinn hennar sagði: »Ó, kæra Helga mín,<t þá ætti hann auðvitað við enga aðra en Gerðu sína.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.