Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 33
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 159 Pað var sama skriflin, sem húti þekti betur en nokkuð annað; — sama skriftin og sú, sem var á brjefunum, sem hún varðveitti eins og einhvern helgan dóm í einkahirslu sinni. En næstu nótt lá frú Gerða vakandi í rúmi sínu enn á ný, á meðan spurningin: »Hver er Helga?« aftur og aítur ásótti hennar þreytta heila, án þess að fá nokkura úrlausn. III. jRetta getur ekki gengið svona lengur,* sagði skólakennari Hólm eift sinn, þegar þau sátu saman að miðdegisverði. sRjer hnignar æ meir og meir. Jeg er viss um, að þú kemur altof lítið út undir bert loít. En sjáðu nú til, nú hefí jeg lokið við aukaverkið mitt, heilla- dísin mín, og þess vegna skaltu ekki komast undan því, að fara daglega gönguspölinn þinn, sem þú hefir auðvitað hummað fram af þjer þá mánuði, sem jeg hefi ekki fylgst með þjer eins og skyldi.« Frú Gerða svaraði ekki. Hún hafði næstum því vanið sig af að tala, því þótt hún að eins bærði varirnar til þess að segja já eða nei, þá lá henni við að gráta — svo hamingjusnautt var líf hennar. Rrátt fyrir það hjelt maðurinnar nennar áfram máli sínu: »A morguu höfum við mánaðar- leyfi í skólanum, vina mín. Rað ættum við að geta notað til þess, að fá okkur bressingu undir beru lolti, allan daginn. Að vísu er skógurinn ekki grænn í febrúar, en hreint loft og holl hreyfing er í íuilu gildi alt árið.« En hvað hann gat talað glaðlega og inni- lega, alveg eins og fyr meir — en hún vissi það — hún vissi —« Hólm skólakennari var ekki alls kosfar á- nægður tneð árangurinn af gönguförinni dag- inn eftir. Hann liafði búist við, að ferðalagið mundi hafa meiri fjörgandi áhrif á konuna sína, og hleypa meiri roða í kinnar hennar, en raun varð á. Næstu daga leitaðist hann við að fara með henni gönguspölinn á hverjum degi, og hann reyndi auk þess að Ijetta henni lífiö með því að bjóða henni við og við í leikhúsið. Á gönguferðunum fylgdist hún með honum svona til málamynda, en leikhúskvöldin bað hún afsökunar á, þótt hún gæti ekki orð- ið við ósk hans, og bar það oflast fyrir sig, að hún væri eklci vel fyrir það kölluð, í það og það skiftið. Pannig liðu nokkrar vikur. Frú Gerða braut stöðugt heilann um það sama, og maðurinn hennar varð hugsjúkari með hverjum deginum um, að eitthvað meira en Iítið væri athugavert við heilsu hennar. Hún sem áður fyr hafði verið svo fjörug og glaðsinna, var nú orðin föl og fálát og að því er sjeð varð, hafði ekki yndi eða ánægju af nokkrum sköpuðum hlut. Hún hirti að vísu um heimilið þeirra eins og hún var vön, en þegar hann veitti henni athygli, duldist honum ekki, hversu hún gerði alt eins og utan við sig — alveg eins og sveínganga, hugsaði hann. »F*ú lest aldrei neitt framar,« sagði hann eitt sinn að morgni til í miðjun marsmánuði, rjett um leið og hann kvaddi hana, áður en hann fór í skóiann. »Jeg hefi enga löngun til þess,« svaraði hún með hægð. Hann rjetti henni lítinn böggul. »Hjerna er ný bók, sem mjer þætti vænt um að heyra álit þitt á,« sagði hann. »Heldurðu ekki, að þú hafir tíma til að lesa ofurlítið í henni núna fyrri hluta dagsins?« »Jú, ef þú æskir þess,« svaraði hún í sama hljómvana og hirðu'eysislega málrómi sem fyr. Hann leit eitt andartak á hana, eins og hann ætíaði að segja eitthvað frekara — en það varð einungis að þungu andvarpi, og svo flýtti hann sjer á burt. Þegar frú Gerða var orðin ein, tók hún, eins og í einhverri leiðslu sundur böggulinn og opnaði bókina: »Maður og kona«, stóð á titilblaðinu. »Saga eftir —«, en hvað var þetta? Stóð ekki þarna eftir Knúl Hólm — og var það ekki maðurinn hennar. Hafði hann skrifað sögu, 200 blaðsíða bók? Hvenær hafði hann getað komið því vió að skrifa þetta, eins önnum kafinn og hann alla- jafna hafði verið? Hún varð svo hissa, að hún um stundar- sakir gleymdi öllu því, sem þjáði hana og * |: j ikaði. Og þegar hún hafði lesið það, sem maðurinn hennar hafði skrifað innan á titil- blaðið: »Fyrsta eintak afritunar iðju minnar. Til minnar hugprúðu, góðu konu, sem ef til vill mun kannast við söguhetjurnar í þessari bók.« — Og á meðan hún las þessar línur, brá fyrir brosi í ásjóuu hennar, sem ekki hafði látið á sjer bæra svo óralengi. Pað var einmitt þ e 11 a, sem hann hafði unnið að kvöld eftir kvöld mestallan veturinn. Pað var þetta, sem hann hafði kallað »afritanir«, svo að bókin kæmi henni á óvart. En, æ, hafði hann ekki líka

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.