Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 12
NÝJAR KVÖLDVÖKOR.
138
hljóti að formæla þessum skáldum, alveg eins
og jeg! - -- -- -- -- --
Nú hefi jeg lokið máli mínu, að jeg held.
Pað er ekkert frekara um þetta að segja. Jeg
er ekki að bera í bætilláka fyrir mig. Jeg er
það, sem jeg var, þegar jeg kom í þennan
heim — drembin og ófyrirlátsöm kona, ein-
þykk og munaðargjörn, en ekki fæ jeg skilið,
að neitt sje athugavert við óhindraða ást eða
saknæmt við hjúskaparbrot — og þó að jeg
kunni að vera löstunum hlaðin, þá get jeg
sagt það fyrir satt, að þeim löstum mínum
hefir verið hampað og gefið undir fótinn af
flestum samtímamönnum mínum og bókmenta-
fræðurum. Jeg giftist vegna auðæfanna eins
og flestar konur í minni stjett, og jeg elskaði
munaðinn — sömuleiðis eins og flestar konur
í minni stjett. — Jeg dey eins og flestar kon-
ur í minni stjett, hvort sem þær deyja náttúr-
legum dauða eða fyrirfara sjer — í anda og
líking forfeðra minna — fegin því, að enginn
guð er til og ekkert annað líf! — — — —
Jeg hjelt á eiturglasinu í hendinni rjett í
þessu og var reiðubúin að taka það, en þá
fann jeg alt í einu, að einhver kom aftan að
mjer. Jeg leit strax í spegilinn og sá — móð-
ur mína! Pað voltaði fyrir andlitsdráttum
hennar í speglinum, öllum afskræmdum, eins
og þeir voru síðast í banalegu hennar, og
þarna stóð hún og gægðist yfir öxlina á mjei.
Jeg spratt á fætur og sneri mjer við, en þá
var hún hoifin! Og nú er í mjer kuldahroll-
ur og angistarsvita slær út um mig, og jeg
vætti vasaklútinn minn með ilmvatni og neri
gagnaugun til þess að losna við svitann!
Losna við hann! En sú vitleysa — jeg, sem
stend fyrir dauðans dyrum. Jeg trúi ekki á
neinar afturgöngur, og þó hefði jeg getað lagt
eið út á það, að móðir mín var stödd hjer
einmitt núna — en auðvitað var þetta missýn-
ing, orsökuð af heilabrotum mínum. Ilmurinn
af vasaklútnum mínum minnir mig á París og
jeg sje i anda búðina, sem jeg keypti þetta
ilmvatn í, og sömuleiðis uppdubbaðan búðar-
þjóninn, sem seldi mjer það. Jeg sje smurð-
an skegghýung hans og kurteisislátbragð, og
í speglinum sje jeg brosið, sem þessar endur-
minningar vekja hjá mjer — augu mín Ijóma
og spjekopparnir í kinnunum eru yndislegir.
Eftir nokkra líma er fegurð þessi horíin og
eftir nokkra daga skríða maðkarnir þar, sem
biosið var! — — — — — — — — — —
Mjer hefir dottið í hug, að jeg ætti máske að
biðjast fyrir, en það væri hræsni, þó að það
sje venjulegt. Maður á að mæla nokkur orð
til kirkjunnar, til þess að deyja ein; og vera
ber. En hvað um það — að fara að spenna
greípar og knjekrjúpa og játa það frammi fyrir
óhugðnæmu og eigingjörnu samfjelagi, sem
kallar sig kirkju, að jeg ætli að fara að stytta
mjer aldur út af ástamálefnum og örvæntingu
og að jeg biðji kirkjuna auðmjúklega fyrirgefn-
ingar á þvi, — það finst mjer heimskulegt,
jafnheimskulegt og að fara að tjá það guði,
sem enginn er til. Jeg býst við, að vísinda-
mennirnir hugsi ekki út í það, hvaða vandræð-
um hinar hálærðu kenningar þeirra valda mönn-
um á dauðastundinni. Peir gleyma því, að á
grafarbakkanum grípa mann hugsanir, sem ekki
verða hraktar og ekki fullnægt með sprenglærð-
um kenningum. — — En jeg ætla nú samt
ekki að biðjast fyrir — mjer mundi sjálfri
finnast það löðurmannlegt, þar sem jeg hefi
ekki beðið nokkra bæn, síðan jeg var lítill
krakki — og nú ætti jeg að fara að þylja
bænir mínar til þess, að friðmælast við einhver
ósýnileg goðmögn. Jeg get ekki snúið mjer
að »hinu krossfesta hræi« herra Swinburnes.
Auk þess trúi jeg ekki á nein ósýnileg goð-
mögn og jeg finn, að þegar þessu lífi er lok-
ið, þá tekur ekkert nema gleymskan við eins
og Hamlet segir. — — — — — — — —
Jeg hefi starað dreymandi og eins og í leiðslu
á litla eiturglasið í hendi mjer. Nú er það
tómt — jeg drakk hvern einasla diopa, sem í
því var, fljótt og hiklausl, eins og maður gleyp-
ir bragðvont meðal. Pað var beiskt á biagðið
og sveið á tungunni, en ekkert finn jeg samt
til enn sem komið er. Jeg ætla að alhuga
andlit mitt í speglinum og komu dauðans, —