Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 28
154 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. þeir komu inn með því að benda með hend- inni á hina auðu slóla, en ekki maelti hann orð frá munni að öðru leyti en því, að ein- staka sinnum hvíslaði hann einhverju að lög- mönnunum og þeir að honum. Er allir ætt- ingjar hins látna, alt til frænda í fjórða og fimta lið, voru sestir, setti lögmaður sá upp gleraugun, er sat til hægri handar Iávarðinum, tók upp skjal mikið og hóf að lesa erfðaskrána. Jég hlustaði fyrst á með mestu athygli, en brátt fór jeg að þreytast á torfyrðum lögfræð- innar, og hvarflaði þá hugurinn brátt að öðru. En er lögmaðurinn hafði lengi lesið, hrökk jeg upp við það, að nefnt var nafn m tt. Var það viðauki við erfðaskrána, þar sem mjer var ánafnað tíu þúsund sterlingspund. Faðir minn, sem sat hjá mjer, gaf mjer ofurlítð oluboga- skot, til að vekja eftirtekt mína, og sá jeg að glaðnaði heldur yfir honum, og verð jeg að játa, að jeg varð í sjöunda himni yfir þess- ari hugulsemi, sem kom mjer mjög á óvait, En gleðin varð skammvinn, því rjett á eftir var nafn mitt aftur nefnt. Rað var nýr viðauki, sem dagsettur var fyrir viku síðan. Afturkallaði þar afi minn hinn fyrri viðauka, að því er sagt var, sakir þtss, að jeg hefði ekki hegðað mjer eíns vel og skyldi, og jeg fjekk ekki einn ein- asta eyri. Jeg vissi fullvel, hvaðan þessi alda var runnin og leit beint framan í föðurbróður minn. Jeg sá illgirnislega ánægjuna skína út úr augum hans, því hann horfði beint á mig, en jeg brosti beint ftaman í hann með dýpstu fyrirlitningu, og leit svo til föður míns, sem virtist vera alveg bugaður, Hann laut höfði og krepti hnefana. Jafnvel þótt mjer fjelli þetta mjög þungt, því jeg vissi best, hve vel þessir peningar hefðu komið okkur, þá var jeg þó ncgu kjark- mikill og stoltur til þess að láta engan sjá, að þetta hefði hin minstu áhrif á mig. En þessu var annan veg farið með föður minn. Viðauki sá, er rændi mig öllu því, er mjer hafði áður ánafnað verið, var hinn síð- asti í erfðaskránm, og lögmaðurinn vafði skjal- ið saman og tók af sjer gleraugun. Allir stóðu á fætur. Faðir minn hrifsaði hatt sinn og skipaði mjer að fylgja sjer og var hastur f rómnum. Reif hann af sjer sorgarslæðuna og fleygði henni á gólfið um ieið og hann gekk út. Jeg tók einnig af mjer slæðuna og lagði hana á borðið um leið og jeg gekk út. Hanri heimtaði vagn sinn, er út kom í andyrið, og beið þar meðan ekillinn var að beita fyrir hann hestunum. Pegar það var búið, snaraðist hann upp í vagninn og fyigdi jeg honum fast á eftir. »Ekki grænan eyri!« hrópaði hann, er hann var sestur í vagninn. »Ekki einn e'nasti tú- skildingur! Guð minn góður! Og nafn mitt hvergi nokkursstaðar nefnt, nema í sainbandi við einn einasta sorgarhring! Og þú — hvað hefir hú aðhafst? Hvað kemur til, að afi þinn hefir breytt svona áliti sínu á þjer á síðustu stundu? Svaraðu því, karl miiin! Svaraðu straxU Hann var fokvondur. »Pað hefi jeg enga hugmynd um, faðir minn. En hann föðurbróðir minn er auðsjáan- lega mesti fjandmaður minn.t »Hvers vegna? Einhver hlýtur áslæðan að vera! Svaraðu því strax! liver er hún?< »Pegar þjer eruð orðinn rórri í skapi, kæri faðir, skulum við talast við um þetta. Og jeg ætla að biðja yður að álíta það ekki virðingar- skort, þótt jeg minni yður á, að þjer sem prestur hinnar ensku kirkju.........« »Fari enska kirkjan tl fjandans og allir þeir, er mig gerðu að prcsti,« hrópaði faðir minn. Mjer hnykti við og þagnaði, og faðir minn virt- ist iðrast eftir því, að hafa fleiprað út úr sjer þessum orðuro. Hann hallaði sjer aftur í vagn- sætið, og mælti ekki orð frá munni það, er eftir var leiðarinnar. Þegar heim kom, fór faðir minn beina leið inn í herbergi sitt, en jeg flýtti mjer upp til systur mintiar. Jeg sagði henni upp alla söguna og ræddum við um málið fram og afiur. Loks urðum við ásátt um það, að nauðsyn bæri til, að segja föður okkar frá öllu saman eins og málið lá nú fyrir. Er búið var að taka af borðinu, fór systir mín út, en við faðir minn urðum einir eftir. Jeg sætti þá færi og sagði honum alt af Ijelta

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.