Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 22
148
NÝJAR KVÖLDVÖKUR,
það var eins og dálitlu hefði verið hvíslað
að mjer.«
»Og hvað er nú það?«
»Pað er það, að skift hefir verið um
börnin, og þetta hlýtur þú að vita jafnvel
og jeg.« En hún sór og sárt við lagði, að
um þetta væri sjer alsendis ókunnugt, því
að hún hefði ekki verið komin þangað, þeg-
ar börnin fæddust. Og jeg held, að hún
hafi sagt það satt.
»Nú, jæja,« segi jeg. »Hver var Ijósmóðir
hjá frúnni?*
»Það var móðir mín, og hún hlýtur að
vita betur um þetta en nokkur annar.«
»Heyrðu nú, elsku Ella mín!« sagði jeg.
»Jeg hefi strengt þess heilagt heit, að gifta
mig ekki fyr en jeg hefi fengið fulla vitn-
eskju um þetta mál. Og því fyr því betra,
sem þú getur »pumpað« sannleikann uppúr
móður þinni og sagt mjer,« Hún fór að
gráta við þessa fregn, og nærri lá, lagsmaður,
að jeg færi Iíka að vatna músum, þegar jeg
sá, hversu mjög veslinginn langaði til að
giftast mjer. En eftir stundarkorn harkaði
hún af sjer, þerraði af sjer tárin og kysti
mig. Sór hún svo við alla heilaga, að hún
skyldi ekki láta sitt eftir liggja, til þess að
leiða sannleikann í Ijós.
í morgun fann jeg hana aftur. Hún var
öll útgrátin og kvað hún hafa komið mesta
fát á móður sína, er hún spurði hana að
þessu. Og er hún herti á kerlingunni að
segja sjer allan sannleika, hafði hún orðið
hin versta og hótað henni öllu illu, ef hún
hælti ekki slíkum spurningum. En þegar
Ella linti ekki á spurningunum og grátbað
móður sína að standa ekki í vegi fyrir gæfu
sinni með slíkri þversku, því að það mundi
valda sjer bráðum bana, hafði kerling eitt-
hvað farið að muldra um eið og sjera
O’Toole og látið þess viðgetið, að hún
yrði að finna hann að máli fyrst.
Jeg er þess nú fullviss, að börnunum
hefir verið skift, og fóstran send til Indlands
til þess að ryðja henni úr vegi. Pað er sagt,
að þau hafi farið til Plymouth. Mrður henn-
ar heitir auðvitað O’Sullivan, og vil jeg ráða
þjer til að fara til Plymouth með póstvagn-
inum og grenslast eftir hjúunum. Að öðru
leyti skal jeg einkis láta ófrestað til að kom-
ast fyrir sannleikann, og skal jeg strax skrifa
þjer, ef jeg verð einhvers vísari. Nú ætla
jeg að reyna til að fá sjera M’Grath til þess
að finna bölvaða kerlinguna. Trúi jeg ekki
öðru en að hann máli upp fyrir henni svo
skýra mynd af ógnum helvítis, að hún þori
ekki annað en meðganga alt. Jeg þori að
ábyrgjast það! — Guð blessi þig nú, Pjet-
ur minn, og legðu mjer liðsyrði við' skyld-
fólk þitt. — Pinn einlægur.
Terents O’Brian.*
Petta brjef O’Brians varð mjer ærið um-
hugsunarefni. Jeg var ekki í neinum vafa um
það, að þessi hjú hefðu verið þarna í her-
mannaflokknum, er fluttur var til skips í þann
mund, er jeg var að taka prófið. Ekki þorði
jeg að sýna föður mínum brjefið, því að jeg
var þess fullviss, að það mundi koma honum
í svo æst skap, að hann væri vís til að gera
einhverja vitleysu, sem ef til vill yrði þessu
málefni til hins mesta ógagns. Jeg beið þess
vegna rólegur eftir nánari upplýsingum og
ákvað að heimsækja afa minn og reyna að fá
hann til að útvega mjer stöðu í llotanum.
Tveim dögum síðar lagði jeg því af stað til
Eagle Park og kom þangað í kringum kl. 11
f. m. Jeg Ijet boða komu mína og var vísað
inn í bókasafnsherbergið. Par sat hinn gamli
lávarður í hægindastól eins og hans var vani.
»Jæja, barn!« sagði hann án þess að standa
upp — já, án þess að rjetta mjer svo mikið
sem einn fingur í kveðjuskyni. »Hvert er
erindi þitt, fyrst þú kemur hingað óboðinn?«
»Einungis það, að vita hvernig yður líður,
og svo til þess, að færa yður þakklæti mitt
fyrir það að þjer útveguðuð okkur O’Brian
stöðu á stórri og tignarlegri freigátu.*
»Ójá,« svaraði hann. »Nú man jeg það —
jeg beld líka að jeg muni það rjett, að jeg