Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 141 legu hluli, svo að jarðnesk augu geti lesið það, svo að jarðneskar sálir fái aðvörun í tíma! — — Loksins veit jeg nú, h v e r n jeg hefi e'sk- að, hvern jeg hefi kjörið mjer og hvern jeg hefi tilbeðið! Ó, guð, vertu mjer miskunsam- ur! — Jeg veit nú, hver það er, sem krefst dýrkunar minnar og dregur mig með sjer of- an í elddýkið! — — — nafn hans er — — —« Hjer endaði handritið, endaslept og ófull- gert. A seinustu setningunni var bleksletta, eins og penninn hefði verið þrifinn með valdi úr deyjandi fingrunum og fleygt á pappírinn. Klukkan í hliðarherberginu sló nú aftur. Jeg sióð upp af stólnum, stirður og skjálfandi — jeg var að missa vald yfir sjálfurn mjer og fann til taugatitrings. Jeg leit hornauga á ör- enda konu mína, er hafði lýst því yfir með yfirnáttúrlegri áreynslu, að hún væri lifandi enn þá og hafði á einhvern undarlegan og óskiljanlegan hátt bersýnilega skrifað eftir dauð- ann og ætlað sjer að gefa einhverja yfirlýsingu, er. ekki getað lokið við það. Jeg var verulega hræddur við hinn stirðnaða líkama hinnar fram- liðnu — jeg þorði ekki að snerta hann og varla að líta á hann — — jeg var mjer þess ósjálfrátt meðvitandi, að »eldrauðir vængir® væru í kringum hana, bældu niig niður og hrintu mjer áfram — mjer líka! Jeg laut titr- andi niður til þess að slökkva Ijósin og sá vasaklútinn, sem hún hafði skrifað um, á gólf- inu. Jeg tók hann upp og Ijet hann rjett hjá henni, þar sem hún sat og glotti framan í spegilmynd sína. Aftur varð mjer starsýnt á hina glitrandi gimsteinaslöngu, sem hringaði sig um miitið á henni og jeg statði stundar- korn á hana eins og töfraður. — Svo sneri jeg mjer við til þess að fara út úr herberginu. Það sló út um mig köldum svita og jeg hafði ákafan hjartslátt af hræðslu. Regar jeg kom að dyratjaldinu og dró það til hliðar, varð mjer ósjálfrátt litið aftur fyrir mig á hina hræðilegu mynd þessarar framúrskarandí kvenfegurðar, þar sem hún sat stirðnuð og nábleik frammi fyrir sinni eigin stirðnuðu og nábleiku spegil- mynd. »Pú segist ekki vera dauð, Síbyl!« tautaði jeg upphátt. »Ekki dauð, heldur lifandi! Jeg spyr því, ef þú ert lifandi, hvar ertu þá, Síbyl? — — Hvar ertu?« Hin djúpa þögn virtist búa yfir geigvænleg- um leyndardómum — jeg kunni illa við raf- Ijósin, sem vörpuðu birtu sinni á likið og skínandi siikið, sem sveipaði það, og ilminn, sem lagði um herbergið. Pað greip mig ofsa- hræðsla. Jeg dró dyratjaldið fyrir til Jaess að sjá ekki lengur hina hræðilegu mynd þessarar konu, þó að jeg hefði elskað líkamsfegurð hennar á þann holdlega hátt, sem karlmönn- um er títt — og jeg fór frá henni án þess einu sinni að þrýsta fyrirgefningar- eða með- aumkunarkossi á hið helkalda enni hennar, því að — hver er sjálfum sjer næstur, þegar til alls kemur — og hún var dauð!« XXXVII. Jeg get ekki verið að tilgreina öll einstök atvik viðvíkjandi skelfingu þeirri, yfirdrepssorg og uppgerðarsamúð, sem hinn skyndilegi dauði konu minnar varð valdandi. Enginn syrgði hana af einlægu hjarta — karlmennirnir glentu upp skjáina, yptu öxlum, kveyktu sjer í nýjum vindlingi og fóru að tala um eitthvað antiað, af því þeim fanst þetta leiðinlegt umtalsefni og óskemilegt — konurnar hlökkuðu yfir því, að hafa losnað við helst til fallegan keppinaut, sem allir dáðust að og meiri hlutinn af heldra fólkinu varð feginn að fá svona »óskaplegt« umtalsefni. Fólk er sjaldnast svo óeigingjarnt, að það finni til verulegrar hrygðar, þó að ein- hver framúrskarandi persóna hverfi úr hóp þess — aðgangan verður þess greiðari fyrir þá, sem eftir eru. Rað má ganga að því vísu, að helmingur þjóðfjelagsins vill þann feigan, sem lofaður er fyrir íegurð, skarpleika og gáfur og að hinn helmingurinn reynir að gera hon- um alt til bölvunar meðan hann er lífs og Lf- andi. Til þess að sorg og söknuður fylgi þjer, verður þú að hafa eignast innilega og fölskva- lausa ást, en hún er vandfundnari meðal

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.