Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 9
135 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. vissi engin deili á, því að faðir hennar var jafnan talinn mesti siðprýðismaður. Nú gat hún sjálf ráðið yfir arfi sínum og tókst henni þá með alls konar »hundakúnstum< og fagur- gala að teygja til sín sumt tignasta fólk lands- ins. Hún var bæði gömul og Ijót, eins og áður er sagt, og eiginlega ekkert við hana, því að ekki var hún heldur gáfuð, skemtileg eða aðlaðandi, en nú voru peningarnir annars vegar og bauð hún þá til sín allskonar fólki með titlum og togum í miðdagsveislur sínar og hjelt því dansleiki og það þáði þetta fólk, sjer til eigin minkunar. Jeg hefi aldrei getað skilið það, hvers vegna reglulegt snyrtifólk getur gert svona lítið úr sjer. Ekki er það vegna þess, að það vanti mat eða skemtanir, því að það hefir gnægð af hvorutveggja og fyrir mitt leyti finst mjer, að það ætti að vera öðrum til fyrir- myndar með einhverju öðru en því, að þyrp- ast á skemtanir hjá ómerkilegri og afskræmis- legri kerlingarhrotu, aðeins vegna þess, að hún hefir næga peninga. Jeg kom aldrei inn fyrir hennar húsdyr og var hún þó að bjóða mjer til sín, því að ekki vantaði frekjuna. Sömuleiðis komst jeg á snoðir um það, að hún lofaði einni vinkonu minni hundrað gíne- um, ef hún gæti fengið mig til þess að þiggja heimboð sín, því að jeg, »fegurðardrotningin« sjálf, ómannblendin og þóttafull, hefði varpað meiri dýrðarljóma á samkvæmi hennar en jafn- vel konungsfólkið sjálft. Petta vissi hún vel og það vissi jeg líka og mjer datt ekki einu sinni í hug að líta við henni, þó að jeg sæi hana einhverstaðar. En þó að jeg hefði gaman af því að hefna mín svona á hjegómaskap og auðvirðileik uppskafninganna, þá varð jeg samt dauðþreytt á innihaldsleysinu og tómleikanum í því, sem heldra fólkið kallar »skemtanir«. Svo lagðist jeg í taugaveiki og þegar mjer var bötnuð hún, var jeg látin leita mjer hressingar á baðvistarstað við sjávarsíðuna, en í för með tnjer þangað var frænka mfn ein, Eva Mait- land að nafm, og geðjaðist mjer einkar vel að henni, því að hún var alls ólík mjer. Hún var alveg heilsulaus, vesalings sfúlkan, og dó tveim mánuðum áður en jeg giftist. Einu sinni, þeg- ar við sátum niðri f fjöru, spurði hún mig, hvort jeg kannaðist við skáldsöguhöfund, Sem hjeti Mavis Clare. Jeg kvað nei við því og fjekk hún mjer þá bók, sem nefndist »Vængir Psyke.« »Lestu þetta,« sagði hún alvarlega. »Pað gerir þig ánægða með lífið og sjálfa sig.« Jeg fór að hlæja. Mjer fanst það hlægileg tilhugsun að nokkur nýtískuhöfundur gæti skrifað eitthvað, sem gæti gert nokkra mann- eskju ánægða með lífið og sjálfa sig. Flestir þeirra hafa sett sjer það markmið, að vekja lífsleiða og mannhatur. Samt las jeg bókina, Evu til eftirlætis, og þó að jeg fyndi ekki beinlfnis til neinnar ánægju af lestrinum, þá vakti bókin samt undrun mina og einlæga virðingu fyrir höfundi hennar. Jeg spurðist fyrir um skáldkonuna og komst þá að raun um, að hún var ung, fríð sýnum, eðallynd og hefði gott orð á sjer og að ritdómararnir væru einu mennirnir, sem fjandsköpuðust við hana. Mjer geðjaðist svo vel að þessu síðastnefnda, að jeg keypti samstundis öll hennar rit og þau urðu mjer skjólshús og griðastaður. Lífsskoð- anir hennar eru einkennilegar, skáldlegar, hug- sjónaríkar og fagrar. Jeg hefi ekki getaö sam- þýðst þeim öllum eða heimfært þær upp á sjálfa mig, en samt hafa þær ávalt veitt mjer huggun og hugsvölun og komið mjer til að óska þess, að þær væru sannar og rjettar. Og skáldkonan likist bókum sínum. Hún er ein- kennileg, hugsjónarík og yndisleg og mjer þykir gott til þess að hugsa, að hún á heima skamt hjer frá. Jeg gæti gert henni boð og sagt henni alt af Ijetta, ef jeg vildi, en hún mundi aftra mjer frá að framkvæma ásetning minni Hún mundi faðma mig, kyssa mig, grípa um hendur mjer og segja: »Nei, nei, Síbyl, nei! Pjer eruð ekki með sjálfri yður. Pjer skuluð leggja yður fyrir og hvílastl* Mjer dettur ann- ars nokkuð í hug.-------— Jeg ætla að opna gluggann hjá mjer og kalla hægt á hana — kanske að hún sje niðri í garðinum — á leið til mín — og ef hún heyrir til mín og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.