Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 23
NÝJAR KVÖLDVÓKUR.
149
gerði það samkvæmt beiöni þinni. Einnig
minnir mig að jeg hafi heyrt um það gelið,
að þú hafir staðið vel í þinni stöðu og þín
hafi verið getið opinberlega í flotaskýrslunum.*
»Já, herra minn,« svaraði jeg. »Og síðan
hefi jeg tekið sjóliðsforingjapróf.«
»Rað gleður mig, barnið gott. Berðu föður
þínum og fjölskyldu kveðju.« Að svo mæltu
fór hann aftur að lesa í bók, sem hann hafði
verið að lesa, er jeg kom inn.
Mjer virtist sem ummæli föður míns mundi
hafa við góð og gild rök að styðjast. Jeg
ákvað þó að gera eina tilraun enn þá.
»Hefir yðar tign nokkuð frjett af föður-
bróður mínum?« spurði jeg.
»Já,« svaraði hann. »Jeg fjekk brjef frá
honum í gær. Barnið er hraust og jeg vonast
eftir þeim öllum hingað eftir hálfan mánuð
eða þrjár vikur, og vona að þau fari hjeðan
aldrei aftur. Jeg er orðinn gamall — fjarska
gamall, og þarf margt að útkljá við föður-
bróður þinn áður en jeg dey.«
»Ef jeg mætti vænta einhverrar hylli af yðar
tign, mundi jeg leyfa mjer að fara þess á leit
við yður, að þjer sýnduð mjer þá velvild, að
útvega tnjer stöðu á flotanum. Fáar línur frá
yðar tign mundu nægja til þess, að flotamála-
stjórinn gæfi út skipun þar að lútandi.*
»Jeg sje ekki neitt á móti því, barn; en —
jeg er orðinn svo gamall — of gamall til þess
að skrifa bijef.« Og r.ú fór hann aftur að lesa.
Enn þá beið jeg að minsta kosti heilan
fjórðung stundar. Rá leit hann upp úr bókinni.
»Hvað er þetta, barn? Ertu ekki farinn enn
þá? Jeg hjelt að þú værir lagður af stað heim.«
»Yðar tign sagði áðan, að þjér hefðuð ekk-
ert á móti því, að skrifa mín vegna fáeinar
línur tii flotamálastjórans. Jeg vona, að yðar
tign neiti ekki þeirri bón minni.«
»Já,« sagði hann dílítið snúðugt. »Pað er
að vísu satt, en jeg er altof gamall — altof
gamall til þess að setjast við skriftir. Jeg sje
varla hvað jeg skrifa og get varla haldið á
penna.«
»Leyfir yðar tign að jeg megi hafa þann
heiður að skrifa brjefið. Pjer gætuð þá ef til
vill skrifað undir það?«
»Jæja, barn — það er ekkert á móti því.
Skrifaðu: — Nei, skrifaðu bara það sem þjer
gott þykir. Jeg skal svo undirskrifa það. Jeg
vildi óska, að hann William föðurbróður þitin
væri kominn.*
En mig langaði nú ekki mikið til þess. Jeg
gekk að borði í herberginu og fór að skrifa
brjelið, sem var á þessa leið:
Herra minn!
Pjer munduð gera mjer stóran greiða, ef
þjer, svo fljótt sem unt er, veittuð sonar-
syni mínum, Pjetri Simple, stöðu í flotan-
um, því að jeg efast ekki um, að honum
sje ætluð góð staða við hans hæfi, þar eð
hann hefir nú int af hendi skyldupróf og
auk þess hefir hans verið getið að góðu í
skýrsluir. flotans. Sömuleiðis leyfi jeg mjer
að vænta þess, að þjer missið eigi sjónar á
O’Brian, foringja, setn hefir sýnt sjaldgæfa
hreysti oft og víða, vestur við Indíur nú ný-
lega. í þeirri von, að þjer, háttvirti herra,
neitið mjer elcki um þessa bón, hefi jeg
þann heiður að kveðja yður sem
yðar auðmjúkur þjónn.
Jeg færði lávarðinum brjef þetta og rjetti
honum pennann. Hann leit upp, er mig bar
að og starði á mig eins og hann væri búinn
að steingleyma öllu saman. Hann átlaði sig
þó fljótt og sagði: »Pað er alveg rjett, rjettu
mjer pennann.* Svo skrifaði hann undir með
skjálfandi hendi, án þess að líta á brjefið. Svo
sagði hann:
»Svona nú, barn, sjáðu mig nú í friði.
Vertu sæll og heilsaðu föður þínum.«
Jeg kvaddi og fór. Þegar heim kom, sýndi
jeg föður mínum brjefið. Hann varð steinhissa
á þessari hepni minni og kvað vafalaust, að
jeg fengi stöðu innan skamms og hana góða,
því að afi minn væri í miklutn metum hjá
hermálastjórninni. Og til þess að vera viss um,
að ekkert drægist á langinn að óþörfu, lagði