Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Blaðsíða 31
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 157 inn annar en maðurinn hennar, sem talaði — og þótt hún hefði aldrei fyr heyrt hann tala upp úr svefni, fann hún enga ásfæðu fyrir því, að það þyrfti að hafa nokkur óþægileg áhrif á hana. Með ofurlítið bros um varir lá hún grafkyr í myrkrinu og leitaðist við að nema hin ó- greinilegu orð, sem hann tautaði. Rað var alveg augljóst, að hann var að dreyma um hana; því að það mikið og hún gat numið og skilið, voru það einskærar ást- arjálningar, sem komu fram yfir varir hans. ^Rú hefir ekki huginynd um, hversu heitt jeg elska þig,c heyrði hún hann muldra. »Eða hefir þú þegar getið þjer þess til? Daga og nætur hugsa jeg einungis um þig.« Henni varð hlýtt um hjartaræturnar, og henni fanst hún veia svo óumræðilega sæl, þar sem hún Iá og hlustaði á þessi óafvitandi sögð ástarorð. Hún vissi vel, að það var satt alt saman; — viss', að allar hugsanir hans sner- ust um hana og litla heimilið þeirra. Hún vissi, að það var fyrst og fremst vegna henn- ar — miklu frekar en hans — að hann upp á síðkastið hafði Ieitast við að auka við þeirra ákveðnu launafjárhæð, með því að taka að sjer ýms aukaverk, sem tóku upp allan tíma fyrir honum á hverju kvöldi. Reyndar voru þetta einhverjar leiðinlegar afritanir, sem hann vanti að. Að hugsa sjer annað eins og það, að skólakennari, sem hafði tekið embættispróf- ið með loflegum vitnisburði, skyldi vera neydd- ur til að gefa sig við öðru eins og þessu, þegar hann vildi gera konunni sinni það sem auðveldast að láta peningana hrökkva til hús- haldsins. Tárin komu fram í augun á frú Gerðu, meðan hún hugsaði um þetta. Nú fyrst rann það upp fyrir henni, hvílík fórn þetta hlaut að vera fyrir manninn hennar, sem var eins hneigður að bókmentum og hann var, að verja öllum sínum tómstundura til þessara leiðinlegu afritana. Og hvernig hafði hún svo launað honum þessa fórnfýsi? Hafði hún Ijett undir með honum, með því að láta hann verða þess varan, að hún fæki eftir því, — að hún væri honum þakklál? Æ, nei! Pað var aðeins fyrstu vikuna! Síðan hafði henni fundist, að það væri hún, sem legði fram fórnina; að hennar kvöldum væri spilt, þegar hann lokaði sig inni í viunuslofunni og sat þar langt frain yfir háttatíma. Pótt h ú n gæti látið tímann líða við lestur góðrar bókar eða við einhverja skemtilega handavinnu — alveg eins og henni sjálfri sýndist — á meðan h a n n varð að sitja og skrifa, og skrifa, — skrifa — eins og einhver vjel — til þess að geta lokið við svo og svo margar blaðsíður á hverju kvöldi, þá hafði hún þó oft og tíðum verið afundin og uppstökk við hann. En frá því á morgun skyldi það verða öðru- vísi; því hjet hún með sjálfri sjer. Á morgun ætlaði hún að segja bonum, hvers hún hafði orðið vör og hvað hún hefði hugsað sjer. Og hún ætlaði ennfremur að biðja hann að gæta þess, að taka ekki svo mikil aukastörf að sjer, að þau yrðu honum um megn. Hann var áreiðanlega farinn að láta á sjá upp á síðkast- ið; og þar sem hann svaf nú svona óvært og var öðru hvoru að tala upp úr svefninum, var það vitanlega vegna þess, að taugakerfið var ekki í lagi og sökum þess gat hann auðvitað ekki notið þeirrar eðlilegu hvildar nje þess næðis, sem svefninn annars veitir hverjum heil- brigðum manni. Með slíkar og þvílíkar ástúðar hugsanir og góð áform í huga, var frú Gerða rjett að því komin að sofna aftur, þegar hún enn þá einu sinni reis óttaslegin upp i rúminu — glað- vakandi. Hvað var það, sem henni heyrðist? Maður- inn hennar svaf enn og tautaði ástarjátningar upp úr svefninum, en í þetta skifti var nafni bætt við — nafni, sem ekki var hennar nafn. »Ó, kæra Helga mín,« heyrði hún hann segja svo ástúðlega og svo innilega, að henni hafði aldrei til hugar komið, að sofandi maður gæti talað þannig: »Nú höfum við loksins fundist, og nú skal ekkert í heiminum skilja okkur að.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.