Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Qupperneq 22
4
KÆRLEIKUR, LÍF OG STARF
N. Kv.
tveir hugdjörfu sjáendur bundið skóþvengi
sína á vissu tímabili sögunnar, er elcki með
öllu útilokað, að kreddunnar menn hefðu í
nafni kirkju Krists fyrirmunað þeim að
ganga á jörðinni og horfa á himininn, a.m.k.
um stundarsakir. Guðmundur skáld á Sandi
ávarpaði Drottin eitt sinn á efri árunum í
kvæði á þessa leið:
„Reyndu, vaðbergs vörður,
vað að mínum stalli.“
Þetta þótti hókstafstrúarmönnum léleg
bæn. En áreiðanlega þurfti enginn að kenna
skáldinu og bóndanum á Sandi að biðja
guð sinn. Og líklegt má telja að drottinn hafi
fundið gneista í gagnteknu hjarta í ávarpi
skáldsins, þótt orðbragðið væri ekki væmið.
Þá var það Stephan G. Stephansson trú-
laus talinn af ýmsum og jafnvel illa siðað-
ur. Ymsum þótti kvæði hans um sannleik-
ann mikið guðlast, en það er ekki last held-
ur lof um guð, sé það lesið vel og rétt. Skáld-
ið lítur á sannleikann sem lögmál tilverunn-
ar allrar, lög mannlífsins í heild og guð er
höfundur þessara laga, þessa lögmáls —
sjálfur löggjafinn. Augljóslega er þá fyrst
fullt samræmi í löggjöfinni og hún fullkom-
in að eðli og gildi, að hún fullnægi öllu rétt-
læti og öllum beri að lúta henni og hlýða,
sjálfum höfundinum, löggjafanum líka.
Vatnsmikið fljót kemur frá uppsprettum
í óbyggðum og fellur um sléttur og lægðir
víðáttumikillar byggðar. En fljótið hefur
sinn farveg, á sína bakka, ef það væri ekki
svo, félli það yfir byggðina, allra fjallanna
á milli, eyddi gróðri og eyðilegði lífsmögu-
leikana. — Árstraumurinn er hin óstöðv-
andi, óstökkvandi framrás tímans, fram-
þróunin sjálf, frá guði komin með guð í
förinni, því sjálfur er hann í þróuninni
eins og hann er í dyggðinni. En bakkar
fljótsins er lögmál hans, sem heldur öllu í
skefjum. Sá, sem ann löggjöf drottins í hans
eigin tilveru um alla hluti fram, er bæði
djúpsýnn maður og framsýnn. Það er bæði
lífstrúarmaður og guðstrúarmaður, sem
segir þessi speki-orð: „Sjálfur guð má sig
fyrir honum beygja.“ „Aldrei fýkur fis né
strá fram úr alvalds hendi,“ er hliðstætt.
Menn tala mikið um trúarlærdóma, trú-
arkenningar, trúarform, trúarkerfi, trúar-
kreddur, en gæta þess ekki, að þetta á furðu
lítið skylt við trúarþelið, trúarvitundina,
sem er kjarni málsins og eitt skiptir alvar-
legu máli, því hún er aflvakinn, sem ber
allt hitt uppi, sem eru fyrst og fremst um-
búðir utanum kjarnann. Og þennan kjarna
er ógerlegt að greina, vega, eða mæla með
mælitækjum, vitsmuna, hygginda, sem í
hag koma, eða fræðilegri þekkingu. Sá eini
kvarði, sem þessi vitund, þessi kjarni er
mælanlegur á, er kærleikurinn sjálfur, djúp-
stæður algildur kærleikur, en því miður er
þessi kærleikur ekki fyrir hendi nú og hef-
ur ekki verið um langan aldur, því enginn
hefur átt hann nema Jesús Kristur einn. En
það er hægt að öðlast hlutdeild í þessum
himinshreina kærleika, ef mikilli alúð og
mikilli þjálfun er beitt. Og Jesús einn allra
sagði fyrir um, hvernig það mætti verða.
„Það sem þér viljið að mennirnir gjöri yð-
ur, það skulið þér og þeim gjöra,“ sagði
hann, og hann sagði einnig: „Biðjið fyrir
þeim, sem ofsækja yður og rógbera.“ Og
ennfremur sagði hann, og það ef til vill
djúpstæðustu og alvarlegustu orðin, sem
hann talaði til samtíðar sinnar og læri-
sveina. IJann sagði: „Það sem þér gerið
minnsta bróður mínum, það gerið þér mér.“
Hafa menn gert sér fulla grein fyrir hinu
hamingjuríka gildi þessara orða hans? Nei,
áreiðanlega ekki. Öll eigum við áreiðan-
lega eftir að nema gildi þeirra, svo himin-
há og hrein er merking þeirra — svo djúp-