Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Qupperneq 27

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Qupperneq 27
N.Kv. KÆRLEIKUR, LÍF OG STARF 9 myndu þá ekki hika við að brenna borgir og vega menn. Við, sem skynjum og viturn hve kirkjan oft er uppljómuð af sendiboð- um himnanna, þurfum ekki endilega að lesa gamlar bækur til þess að gera okkur í hugarlund, hvað muni hafa gerzt á Betle- hemsvöllum forðum, er Jesúbarnið fædd- ist. Það hafa ýmsir kornizt nær ljóma þeirr- ar dýrðar eftir öðrum leiðum en lestri bóka, þótt góðar séu og ágætar. Því verður ekki móti mælt, að sálarrann- sóknirnar hafa upplýst og staðfest ýmiss lconar lýsandi og leiftrandi andlegan veru- leika í samræmi við grundvallaratriði frum- kristninnar og lifandi kristindóm, sem lík- legur er til þess að hæta sambúð manna og þjóða. Og vafalaust hefði kirkjan verið bú- in að ná meiri og betri tökum á því mikil- væga viðfangsefni, hefði andi hennar „sem lífgar“ ekki verið um of fjötraður af bók- staf hennar, sem „deyðir“. Sá kærleiksandi' og sannleiksandi, sem Jesús kom með inn í þennan mannheim og þetta mannlíf, er langt hafinn yfir allan hókstaf og alla fræðimennsku. Það er þessi gróðrarmáttur, þessi vaxtarbroddur, sem er svo heillandi og fagnaðarríkur í boðskap Jesú — þessi vorblær og vorilmur elskunn- ?.r og ástúðarinnar, innbyrðis í lífi mann- anna, sem Jesús lagði svo mikla áherzlu á, og er undanfari allrar sannrar uppskeru í ríki andans. Við erum ennþá beðnir þess svo heitt, að vinna fyrir þetta samfélag með hæn og starfi — þetta samfélag, sem tilheyr- ir bæði jörðinni og himninum. Við höfum ekki verið beðin þess eins innilega og nú, að elska „hver annan“. Það er alltaf kjarn- inn í þeim boðskap, sem við fáum „að hand- an“. Þegar vélaskröltið er að lama tilfinn- ingarnar og setja hjartað úr skorðum, og hagsmunaátökin og hagsmunastreitan er að gera hugarástandið óbærilegt, er eitt, sem Órðsending tii kaupenda Nýrra kvöldvakna. Að þessu sinni fylgir 51. árgangi endur- gjaldslaust sérstakt jólablað til kaupenda. Mun því verða haldið áfram svo framarlega að afkoma blaðsins leyfi. Nýjar kvöldvökur óska öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og góðs komandi árs. Jafnframt þakka þœr öllum kaupendum tryggð þeirra við ritið og skilvísar greiðsl- ur. — Sérstaklega vill ritið þakka umboðsmönn- um um land allt ágœt störf í þágu þess og vonast til að njóta þeirra sem lengst. Að gefnu tilefni viljum vér taka fram, að aðeins þeim áskrifendum, sem skipta beint við útgáfuna voru sendár póstkröfur, þeim að kostnaðarlausu, fyrir áskriftargjöldun- um. Að sjálfsögðu ber öllum þeim kaupend- um sem skipta við umboðsmenn, að greiða þeim árgjaldið eins og verið hefur. r Utgefendur vilja vinsamlegast beina þeim tilmælum til áskrifenda, að greiða um- boðsmönnum sem fyrst og létta þannig störf þeirra. getur bjargað og aðeins eitt: fagurfræði ljóðsins, fagurfræði guðstrúarinnar •— guð leyndardómanna í himnunum.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.