Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Síða 28
10
N.Kv.
Ingólfur Krisfjónsson:
Björgun úr sjávArbúsb
n jölnkvöM
Eftir frósögn Eiríks Kri stóferssonar, skipherra.
1.
Störf og skyldur íslenzku varðskipsmann-
anna eru tíðum með nokkuð öðrum hætti en
annarra sjómanna. Oft verða þeir að vera á
hafi úti, þegar önnur skip leita hafna; það
fellur í þeirra hlut að vera úti í hörðustu
veðrunum til eftirlits og bjargar, ef eitthvað
bjátar á. Hlutverk varðskipanna er tvíþætt.
Annars vegar varðstaðan um landhelgina og
hins vegar björgunarstörf og aðstoð við
bátaflotann og önnur skip, sem á skyndiað-
stoð þurfa að halda. Þannig eru varðskip-
in nátengd slysavarnastarfseminni ■— þau
íækja slysavarnirnar á sjónum.
Elzti starfandi skipstjóri landhelgisgæzl-
unnar er Eiríkur Kristófersson, skipherra á
„Þór“, hinn reyndi og trausti sævíkingur,
sem svo mjög hefur komið við sögu'undan-
farna mánuði í landhelgisstríðinu við
Breta, en frá 1. september er hann búinn að
birta um 90 brezkum togurum kærur fyrir
veiðar í landhelgi — sumum allt upp í 20
sinnum, og margar af aðgerðum hans gegn
landhelgisbrotunum hafa orðið fréttaefni í
stærstu heimsblöðunum.
En þó að Eiríkur Kristófersson sé ef til
vill þekktastur fyrir ötula framgöngu við
vörn landhelginnar, þá er ekki minna um
vert það starf, sem hann hefur leyst af
hendi við bjarganir þau nálega 35, ár, sem
Þessi mynd er tekin urn borð í „Þór“ á Húsavík,
er jorseti íslends, hr. Ásgeir Ásgeirsson, kom
jjangað í opinbera heimsókn. A myndinni eru, tal-
ið jrá vinstri: Júlíus Havsteen, jyrrv. sýslumaður,
Hendrik Sv. Björnsson, þáverandi forsetaritari og
Eiríkur Kristófersson, skipherra.
hann hefur starfað á vegum landhelgisgæzl-
unnar. Alls hefur Eiríkur verið við björg-
un og aðstoð 540 skipa á þessu tímabili, og
hefur þar verið um að ræða skip af ýmsum