Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Side 31

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Side 31
N. Kv. BJÖRGUN Á JÓLÁKVÖLD 13 þetta nú út um allan sjó, og var „Gautur“ í mikilli hættu fyrir því, að fá netin í skrúf- una. Það var því mjög áhættusamt fyrir hann að fara að bátnum eða halda lengi kyrru fyrir á þessum slóðum. Hins vegar þótti illt að þurfa að ganga frá því að hjarga bátnum, sem enn var ofansjávar, með því líka að hann var óvátryggður. Lét Eiríkur því freista þess að leggja að hon- uin og reyndi að koma í hann dráttartaug á ný, og tókst það um síðir. Því næst var siglt áfram upp í Njarðvík- ur og lagzt þar við akkeri og legið þar á jólanóttina. Þarna inn frá var suðaustan rok og svo mikið brim, að ekki þótti á það hættandi að i-eyna að koma mönnunum af bátunum í land. En öllum leið vel um borð í „Gaut“ eftir því sem um var að gera, en engar aðstæður voru til neins jólahalds, enda komið fram á nótt og menn orðnir þreyttir eftir volkið og erfiðið. Á jóladaginn hafði veðrið lægt nokkuð og dregið hafði úr briminu. Var þá hægt að koma skipsbrotsmönnum í land, en að því húnu hélt „Gautur“ áleiðis til Reykjavíkur, og kom þangað á jóladagskvöldið réttum sólarhring síðar, en ráð hafði verið fyrir gert. Þegar þeir á „Gaut“ sigldu inn flóann var aftur komið myrkur, og þá er þeir nálguðust Gróttu sáu þeir á ný bjarma af ljósunum í Reykjavík, sama bjarmann og þeir höfðu orðið að sigla frá kvöldinu áð- ur. Jólakvöldið hafði liðið í þrotlausu starfi við björgun tveggja skipshafna úti á úfnum sæ, og nú voru þeir aftur á heimleið glaðir í huga yfir unnu afreki. Stundir, sem þessar eru ekki eftirtaldar, jafnvel þó á jólum sé. Þvert á móti er gleðin yfir farsælli björgun manna úr sjávarháska uppbót á erfiðið og áhættuna, og ef til vill er það einlægari og ríkari gleði, en sjálf jólagleðin sumum. Þó að Eiríkur Kristófersson og félagar hans á „Gaut“ liafi tapað af jólagæsinni þetta aðfangadagskvöld, vildu þeir glaðir fórna henni fyrir þá fullvissu, að fáir liafi komið færandi hendi með jafngóðar og dýr- mætar jólagjafir og þeir, er þeir skiluðu sjómönnunum úr Höfnum heilum á húfi lieim til ástvinanna á jóladagsmorguninn ár- ið 1937. Sonur eigandans. Forstjóri fyrir miklu fyrirtæki átti að taka þátt í ráðstefnu og var kynntur þing- heimi með feikilegum lofsyrðum og tekinn sem dæmi um hinn mikla viðskiptasnilling nútímans. Maðurinn sat álútur og hlustaði á lofsyrðarununa, svo reis hann úr sæti og tók til máls: — Það er öldungis rétt, að ég hef kom- izt til frama á óvenjulega skömmum tírna, það viðurkenni ég. Eg byrjaði sem lærling- ur í sendladeild fyrirtækisins, og síðan vann ég mig áfram skref fyrir skref upp í gegn- um hinar ýmsu deildir, þangað til ég var orðinn aðalforstjóri aðeins 32 ára. Það er hins vegar eitt smáatriði, sem ræðumaður- inn áðan gleymdi að taka fram. Honum láð- ist að geta þess, að það er faðir minn, sem er eigandi fyrirtækisins! Ung og nýgift frú á Akureyri ætlaði að sá rófum og næpum í garðholu við hús sitt. Þegar að því kom, hringdi hún til garðyrkju- manns, sem hún þekkti, og spurði: „Þarf ekki að sá tveimur fræjum í hverja holu?“

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.