Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Page 32

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Page 32
14 HULDULJÓS N.Kv. VIKAN BLAÐ FJÖLSKYLDUNNAR Hefir gjörbreytzt að efni og útliti. Nú er því rétfri tíminn til þess að gerast fastur áskrifandi. Það verður auðveldast með því að útfylla eyðublað þetta og senda sem fyrst í pósti og má það sendast ófrímerkt. UndirritaSur óskar að gerast fastur áskrifandi að VIKUNNI. Greiðslu fyrir 6 mán. áskrift kr. 216.00. a) Sendi ég hérmeð í banka/póstávísun. b) lnni ég af hendi við móttöku póstkröfu frá yður. Nafn .., Heimili Póststöð Magnús Kristjánsson frá Sandhólum. Hulduljös? Árið 1926 vorum við Jónas læknir Rafn- ar og ég á ferð frá Saurbæ til Akureyrar. Hafði hann verið sóttur til sjúklings fram í fjörðinn, og var ég fenginn til að flytja hann til baka. Ekki man ég mánaðardag- inn, þegar þetta var, en mig minnir, að það væri í október. Lögðum við af stað frá Saurbæ seint að kvöldi, og getur verið, að við höfum átt eftir að koma við á einhverj- um bæ á leiðinni. Við höfðum sinn hestinn hvor, og voru það víst engir fjörgarpar; að minnsta kosti fórum við hægt, oftast fót fyrir fót. Veður var yndislegt, stafalogn, jörð alauð og þíð, en kafþykkur himinn og niðamyrkur, svo að ekki sá út yfir vegarbrún. Ferðin gekk slysalaust. — Þegar við vorum komnir nokkuð út fyrir túnið á Stokkahlöðum, fór- um við af baki til að lofa hestunum að grípa niður og höfðurn við dálitla viðdvöl. Klukkan var þá að verða þrjú. Allt í einu kallar Jónas til mín og segir: „Hvernig stendur á því, Magnús, að það er ljós í Brúnhúsunum hér á móti?“ Brúnhúsin eru kippkorn norðan við bæinn Grýtu í Onguls- staðahreppi, og var þar öðru hvoru byggt ból fram um 1880, en þá voru þar aðeins torftættur. Ég fór að horfa þangað, en sá ekkert. Skildi Jónas ekkert í því, enda kvað hann ljósið svo skært, að það væri alveg eins og rafljós. Við settumst þá niður hlið við hlið og horfðum á staðinn, sem Jónas benti til. „Eg trúi því ekki, að þú sjáir ekki svona stórt og skært ljós,“ sagði Jónas, og rétt í því sá ég svolítinn daufan geisla, sem smáskýrðist, og eftir dálitla stund sá ég það

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.