Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Page 33

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1958, Page 33
N. Kv. HULDULJÓS 15 skýrt og greinilega; virtist mér það líkast rafljósi. Nú var læknirinn ánægður; við tókum hestana, stigum á bak og héldum á- fram. Ekki vorum við langt komnir, þegar við sáum annað ljós, að okkur virtist ofan við alla bæi, eitthvað í stefnu á Klauf. Þeg- ar við komum að Reykánni hjá Hrafnagili, sáum við tvö ljós hér um bil fast saman; voru þau nokkru norðan við Laugaland og líkust því, að þarna væri hús með ljósi í tveim gluggum. Gátum við þess til, að þau væru í stórum steini, sem stendur þar við veginn og er kallaður Grásteinn. Eftir þetta fórum við að sjá ljós víða og það langt frá hæjum uppi í Vaðlaheiði. Þegar við vorum kómnir niður að gróðr- arstöðinni sunnan við Akureyri, blasti við okkur mikil ljósadýrð víðs vegar um Vaðla- heiði fram með öllum ldettaböndunum þar, og sum þeirra færðust úr stað. Eitt þessara ljósa var norðan við Bíldsárgilið, færðist suður með klettabandi niður í gilið, kom upp úr því að sunnan og hélt síðan áfram. — Annað ljós sáum við norðar í heiðinni á hreyfingu með fram klettahelti; var það mjög skært og ekki ósvipað því, að bíll væri þar á ferð, en þar hefur aldrei neinn bíl- vegur verið. Ljósadýrðin á móti Akureyri \ar líkust því, að þ.ar væri kaupstaður og það vel skipulagður. Mér virtist kaupstað- urinn byrja í gilinu sunnan við Litla-Eyr- arland, en ljósin þéttast eftir því sem norð- ar dró. Á móti Oddeyrinni var Ijósadýrðin þéttust að sjá og náði langt upp fyrir efstu bæi, en hún strjálaðist eftir því sem lengra dró út eftir ströndinni. Nú vorum við Jónas læknir komnir að Carolíne Rest. Við létum hestana inn og gáfum þeim hey. Gekk dálítill tími í það, en þegar við komum út aftur, sáum við þessa sömu sýn jafnglöggt og áður. Þá var klukkan orðin sex. Jónas kvaddi mig þá og fór heim til sín, en ég gekk fram á Torfu- nefsbryggjuna og settist þar á síldartunnu, svo að ég gæti í næði athugað þessi undra- verðu ljós. Þá sá ég þau spegla sig í sjónum og það langt fram á Poll. — Þarna sat ég þar til birti af degi. Eftir því sem meir birti, dofnuðu ljósin eins og stjörnur á himin- hvolfinu. Fannst mér sýn þessi dásamleg. Ég hef lýst þessu fyrir konu, sem er vel skyggn, og kvaðst hún sjá þetta á hverjum degi. Óvíst er, að lesandinn trúi þessari frá- sögn minni. Ég er ekki skyggn, en hins veg- ar get ég ekki neitað því, að ég hef stöku sinnum áður séð ljósfyrirbrigði, sem ég hef ekki skilið — en sleppum því. Smælki Svo sem kunnugt er, bendir margt til þess, að sígarettureykingar valdi lungnakrabba. Virðulegur borgari í Reykjavík, sem átti þrjú börn, 17 ára dóttur og tvo syni, 15 og 12 ára, sagði við þau: „Ef þið reykið ekki sígarettur til tvítugsaldurs, skal ég gefa ykkur hverju um sig 500 krónur á tvítugasta afmælisdaginn ykkar. Hvað segið þið um það?“ „Eg geng að því,“ svaraði dóttirin. „Eg skal hugsa um það,“ svaraði eldri sonurinn. „Því bauðstu þetta ekki fyrr?“ svaraði sá yngri. .a. Það hlálega við hin auknu frí, sem ég hef smátt og smátt fengið, er það, að ég verð að taka aukavinnu til þess að borga fyrir þær skemmtanir, sem ég stunda í fríinu.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.