Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 21
N. Kv. TÝNDU HLUTABRÉFIN 7 Popp brosti hlýtt og innilega eins og hann væri að auðga skemmtisögusafn sitt um eina iyrsta flokks sögu. — Hvað gerir þetta til, dömur góðar? sagði hann. Hvað gerir þetta til? Ég per- sónulega er mjög hlynntur allri varfærni í íjárhagsmálefnum. Og faðir yðar hefur á réttu að standa. Það eru vissulega til lög- menn, sem beita skjólstæðinga sína svikum. Einnig eru til innbrotsþjófar, sem opna pen- ingaskápa, og bankar, sem verða gjaldþrota. Eg er ekki móðgaður, alls ekki! Ef hr. Seidelin ber ekki traust til mín, ekiljum við að skiptum í mesta bróðerni. — Við Mattea vorum að sjálfsögðu fylli- lega sammála um að afhenda verðbréfin aftur yfirdómslögmanninum, sagði Frans- iska. En svo kemur það voðalega .... Kraftar frk. Fransisku voru nú á þrotum. Hún sökk aftur á bak í sófann með vasa- klútinn fyrir augunum. Popp leit á hana og vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Hún var augsýnilega í mikilli geðshræringu. — Stillið þér yður, frk. Seidelin, stillið þér yður, sagði hann. Þótt faðir yðar hefði ráðstafað fjármununum gálauslega, er ekki loku fyrir skotið að fá þá ráðstöfun ógilta. Faðir yðar er sem sé, eins og þér sjálfar minntust á, kominn á efri ár, og það gæti íarið svo fyrir okkur öllum, að verða ekki fær um að skapa okkur rétt yfirlit yfir fjár- hagslegar ráðstafanir okkar. Ég hefi fyrr rétt maklegum, gömlum skjólstæðingi hjálp- arhönd. — Já, en það skelfilega er að pening- arnir eru horfnir! kjökraði frk. Fransiska. Þeir eru gersamlega horfnir, og pabbi man ekki, hvað hann gerði við þá. Popp var furðu sleginn og sneri rér að Seidelin. Þessi fyrrverandi ritfangasali sat þarna þunglyndislegur og hugsandi, ömur- legur útlits og hjálparvana. Hann hristi höfuðið. — En, kæri Seidelin, sagði Popp. Þér bafið þó ekki getað sóað 70 þúsund krón- um án þess að muna neitt til þess. Þér sótt- uð verðbréfin hingað og fenguð blað af þykkum, brúnum umbúðapappír utan um þau hjá frökeninni í fremri skrifstofunni. Hvert fóruð þér héðan? — Það er nú það sem ég kem ekki fyrir mig. En ég held áreiðanlega, að ég hafi komið bréfunum fyrir á algerlega öruggum stað. Genginn í barndóm, hugsaði Popp, og hallaðist aftur á bak í stólnum. 70.000 kr. í göturæsið! Þessi gamli bjáni! — Hvað eigum við að gera? kveinaði frk. Mattea. Ef peningarnir finnast ekki, erum við blásnauð. Og við höfum spurt pabba í þaula, en hann man ekkert. — Peningarnir hljóta að finnast, sagði Popp. Reynið að einbeita yður, kæri Seide- lin. Fóruð þér í einhvern banka með bréf- in? Hólf? Dettur yður ekkert í hug, þegar ég nefni hólf ? Hafið. þér ekki bankahólf á leigu? Eða komið bréfunum fyrir í tæki- færisgeymslu í banka? Þetta var brúnn pakki með seglgarni utanum. Seidelin, hvert fóruð þér? — Ég átta mig ekki á því, stundi Seide- lin. Minnið mitt er farið að bila. Ég man aðeins, þegar ég var hérna uppi. — Þetta varðar framtíðarheill dætra yðar, Seidelin, sagði Popp og tók sér stöðu uppréttur fyrir framan Seidelin, sem húkti þarna á stólnum sínum, samanskroppið gamalmenni. Einbeitið nú liuga yðar! Þér genguð niður stigann með böggul undir handleggnum. Beygðuð þér til hægri eða vinstri? Fenguð þér yður sporvagn eða bíl? — Okkur datt fyrst í hug að reyna við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.