Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 42
28 ORUSTUSKIPINU BISMARK SOKKT N. kv. brosir aðeins og sýnir engin skapbrigði, hvorki vegna þess né annars í þessum 5 daga eltingaleik, sem frábær dómgreind lians og foringjahæfileikar leiddu til hins mikla lokasigurs. Þá heyrðist ógurlegur hávaði á bak- borða. Rodney hafði hafið skothríð með 16 þumlunga fallbyssum sínum, og augna- bliki síðar sendir King Georg V. frá sér skothríð úr sínum 14 þumlunga fallhyss- um. Áttavitinn fer aftur af stað, blaðabunki rýkur út í loftið, og allt eru þetta áhrif frá hinum gífurlega loftþrýstingi, sem fallbyss- urnar valda. Eg beini sjónauka mínum að Bismark. Það er skotið úr öllum fjórum fallbyssum bans. Þjóðverjar hafa orð fyrir að hitta vel í mark fyrstu skotunum. Spenningurinn, hvar skot þessi lendi, er gífurlegur, og þótt maður dragi varla and- ann á meðan, er eins og heil eilífð líði, þar til þau falla fyrir framan stjórnturn Rod- neys, en hinum megin við skipið. Mér þykir leitt að segja það, en við hugs- um allir það sama: Guð sé oss næstur. Ætl- ar hann virkilega að hitta Rodney? En næsta hugsun mín er sú, að ég mundi sjálfur hreint ekki kæra mig um að standa andspænis níu 16 þumlunga fallbyssum og 10 14 þumlungum eins og Bismark. Sjón- auki minn er sem límdur við Bismark. Fyrsta skothríðin frá Rodney kom í sjóinn fyrir framan Bismark, og gaus upp 120 feta hár vatnsstrókur, sem hæglega hefði getað sökkt heilum tundurspilli, ef hann hefði verið þar staddur. Næstu skothríð sá ég ekki, nema eitt skot, sem mér virtist koma frá King Georg V. Síðan leit ég til Rodney til að vita, hvort skipið hefði orðið fyrir skoti, en svo var ekki, heldur lá skipið þarna á haffletinum eins og rammgerð klettaborg og sendi nú frá sér ógurlega skothríð. Mér virtist ég sjá þessi fallstykki þjóta í gegnum loftið, eins og bolta, sem sveigðu upp á við hátt í loft. Og ég er viss um, að 4 eða 5 kúlur hæfðu skipið. Það kom að- eins einn strókur upp úr sjónum, og gusu- gangurinn sýndi, að kúlurnar höfðu hitt skipið undir vatnsfleti, og sennilega hafa sumar borað sér leið gegnum brynjuna frá Krupp, eins og hún væri ostur, en til allrar hamingju vissi ég ekki, hverju þær hefðu valdið, um leið og þær sprungu inn í skip- inu. Bismark snéri í norðurátt og sigldi með hægri ferð. Við sigldum ýmist í norður eða suður, til að rugla miðunarmennina á þýzka skipinu, og nálguðumst það óðum. Aðmírállinn sagði stöðugt: Siglið þið nær, ennþá nær, ég sé ekki nógu mörg skot okkar hæfa í mark. Og svo færðum við okk- ur nær óvinaskipinu. En þótt við gætum ekki séð, þegar kúl- urnar liæfðu, þá hæfðu þær skipið engu að síður. Einhverntíma eftir áttundu skothríð- ina sást eldur fram í skipinu, sem virtist stíga upp í turninn, og einn sjónarvottur sagði mér, að hann hefði séð stóra stálplötu þeytast aftur úr turninum. Skipið stakkst á endann af völdum skothríðarinnar, sem ég liugsa, að hafi verið sú mesta, sem nokkurt skip hefur orðið fyrir. Það var ekki um nokkra undankomu að íæða fyrir skipið. Reykjarmökkur gaus upp, og var þá ef til vill verið að reyna að hylja skipið, en blés fljótlega frá, og tók ég þá eftir því, að tveir aftari skotturnar skipsins héldu enn áfram að skjóta á okk- ur. Mér fannst eins og titringur færi um skut skips okkar. Ég leit í þá átt til að sjá, hvort kúla hefði hæft skipið, en ekki var það sjáanlegt. Stuttu síðar heyrði ég hvin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.