Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 58

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 58
44 DALURINN OG ÞORPIÐ N. Kv. skin, og Sigga litla sat í hlaðvarpanum og var að búa til fíflafesti. Hún leit upp björt- um augum og skildi ekki stóra bróður, sem kreppti hnefann og var myrkur á svip. Sigga hefir gleymt fötum móður sinnar. Hún sá bróður sinn ganga upp túnið og til fjalls, Nú stökk hann yfir túngarðinn og sneiddi hjá græna dýinu. Sigga sat kyrr í sólskininu, hvít á vangann. Hún varð aldrei útitekin, hversu mikið sem hún var liti. Drengurinn stefndi til fjalls. Honum var ekki ljóst, livert ferðinni var heitið, en hann vildi vera eirin, flýja. Hann gekk hart, þar til að hann var kominn í hvarf. Þá kastaði hann sér niður, lagði vangann ofan að jörð- inni og lá hugsandi með opin augun. Öðru hvoru sparkaði hann í stein, sem lá fyrir fótum hans. Svo þetta leyfði faðir hans. Tarna var valdið, sem stjúpan, þessi andstyggð allrar andstyggðar hafði yfir honum. Jafnvel föt móður hans, sem var dáin, fá ekki að vera í friði fyrir honum og henni. Þau voru sam- valin. En þeim skal ekki takast þetta. Hann skal með einhverju móti ræna þessum kjól og eyðileggja hann, klippa hann í smátætl- ur, ögn fyrir ögn, svo að enginn hafi gaman af honum. Eg skal, enda þótt hún drepi mig fyrir það. Steindepillinn sat á steini þar skaimnt frá og skellti í góm. Lindin niðaði. En sá ilmur úr grasinu. Það óx blóm á ár- bakkanum, sem minnir á mömmu, lítil blá- depla, sem óx í sandi. Hann var viss um, að hún muni fölna, um leið og hún væri slitin upp. Hann lá þarna lengi, ýmist heitur eða k. aldur, vísaði viðkvæmninni á bug og rifj- aði upp allar móðganir stjúpunnar frá fyrstu stund. Hún hefir slegið hann utan undir með blautum sokk, þegar henni fannst l. 'ann vaða að óþörfu. Hún hefir enn ekki hýtt hann með vendi, en margsinnis hótað því. Hún slær hann með stórri krumlunni, tröllkonukló, kallar hann hana. Faðir hans er kvæntur Vörtu tröllkonu, ljótustu konu heimsins. Hann er sonur góðu drottningarinnar og ætlar að flýja land. Það var hara, þegar hann lá í svölu gras- inu í námunda við fossinn, að hann gat dreymt slíka drauma um kóngsson, ríki og lönd. Það voru mógul sandflög uppi undir hamrabeltunum, svo féll fossinn af sléttri brún, hvítur foss í kyrrð og birtu, regnboga- íoss þegar kvöldsólin skein. Vonda stjúpan, Varta tröllkona, sló hann fyrir það, að hann væri skófrekur, þegar hann var að kanna ókunn lönd. Hvernig átti hann að hugsa um vesæla skó, sem bundnir voru að fótum hans með hörðum og vondum þvengjum, meðan þrá- in til að vita stjórnaði ferðinni um ókunnu löndin. Stjúpan hataði frjálsræðið og þekk- inguna. Hún var oft búin að segja, að þeir, senr sæktust eftir slíku, væru einskis nýtir. Hann sá sólina ganga til útvesturs. Hún nálgaðist fjallið, og hann var orðinn svang- ur. Þá var ekki um annað að ræða en leita heim. Hann þoldi illa að vera svangur. Hann dokaði enn við, vildi ekki játa upp- gjöf sína, reyndi að hugsa ekki um mat, en rifjaði í þess stað upp minningar, sem gam- an var að. Einu sinni sá hann alla leið til hafs, þang- að sem skipin lágu við akkeri og fuglar ílugu að hausti. Móðir hans tók í hönd hon- um og sýndi honum hafið. Hún átti hörn í Ameríku og þráði bréf. Það er dálítið skrít- ið að eiga hálfsystkini í Ameríku. Heimurinn hlýtur að vera stór. Og svo er annarslífs heimurinn, þar sem mamma er nú. Augu hans fylltust tárum, en hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.