Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 57

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 57
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 43 um, sem láta skrökva að sér. Drengurinn stappaði niður fætinum og undraðist tóm- hljóðið. Það var holt undir bakkann. Svo íölti hann heim. Það var dálítil burnirót að springa út í bæjarveggnum. Helga gamla sagði honum einhvern tíma, að burnirót væri hamingjugras. Um kvöldið var kýrin komin á básinn sinn. Hreppstjórinn hafði lofað að láta með henni nokkra töðuhesta, en þeir voru ó- komnir enn. Finna sagði við mann sinn: Eg er ekki mikið hrædd um, að heytuggan komi ekki frá hreppstjóranum. Hann hefir löng- um verið fátæku fólki vel, enda hefir drott- inn blessað efni hans. Þegar börnin voru háttuð, lásu þau kvöld- bænir. Vertu yfir og allt um kring, og bless- unarorðin á eftir. En er röðin var komin að Bjössa, neitaði hann að lesa. Þú ræður ekki yfir mér. Ég ræð, hvað ég les, og ég les ekki neitt, sagði hann og hvessti á hana augun. Hann var háttaður og lá með hendurnar undir hnakkanum, eins og fullorðinn mað- ur. Stjúpan kastaði nærpilsinu sínu á rúm- gaflinn og svaraði: Vertu þá hundheiðinn fyrir mér. Ég vil heldur vera heiðinn heldur en vera eins og þú. Drengurinn kallaði á hvolpinn og tók hann upp í til sín. En þá var henni nóg boðið. Hún lét sér ekki nægja að hafa hendur í hári hvolpsins, heldur sló hún drenginn utanundir, svo að hann fór að skæla. Þetta skaltu hafa og annað verra, ef þú hreyfir þig, sagði hún og steig svo upp í sitt hjónarúm. Þetta voru hennar hveitibrauðs- dagar. Eiginmaðurinn sagði ekki orð. Þetta kvöld sofnaði drengurinn líka grát- andi. Hann borðaði vatnsgraut og slátur, áður en hann háttaÖi, svo að sulturinn píndi hann ekki þessa stundina. Idann sór að hefna sín, þegar hann væri orðinn stór. Hann kvaddi föður sinn eiiin morgun snennna. Steini ætlaði ofan í sveit að sækja ærnar. Hann var þrjá daga í burtu. Ærnar. voru óhagvanar og tolldu illa í högunum. Þær kunnu ekki að meta liinn kjarngóða gróður, en sátu um færi til að strjúka. Þeir feðgar sváfu ekki öll augu úr höfði sér þetta vorið. Bjössa þótti gaman að vera úti við lambféÖ með föður sínum. Þeir komu oft ekki heim fyrr en um miðja nótt. Drengurinn hafði ekki lengur gaman af hornum sínum og leggjunum. Hvað var þetta hornadrasl hjá lifandi blómum? Hvað var það samanborið við gljúfur og regn- bogalita fossa, uppsprettur, sem komu ein- hvers staðar langt neðan úr jörðunni, renna dálítinn spöl og hverfa svo í jörðina aftur? Það standa reynitré í gilinu, lengst uppfrá og þar er líka heill bjarkaskógur. Drengur- inn stóð á gilbarminum, ásamt föður sín- um, bjarta sumarnótt og spurði um skóginn í fornöld. Og nú var baldursbráin sprottin í hlaðvarpanum, gul og hvít. Hann gaf Siggu og Valda hornin og legg- ina. ASeins spádómsvölunni hélt hann eftir, geymdi hana í holu í bæjarveggnum, svo hátt uppi, að krakkarnir næðu ekki í hana. Einstöku sinnum varð hann að láta hana spá. Hann tók eftir því einn sunnudagsmorg- un, að Finna var farin að ganga í fötum móður hans. Hún var komin í kjólinn henn- ar með grænu röndunum, sem honum þótti svo fallegur. Þessi kjóll vakti svo margar minningar í huga drengsins, að hann gat ekki verið inni. Hann þaut út. Það var sól-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.