Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 53

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 53
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 39 sultar, fann að hann var hungraður. Hann beit í brauðsneiðina, og það var eins og lifnaði svolítið yfir lífinu, við að finna aftur bragð af brauði. Það birti yfir, og það var kennske ekki vert að deyja alveg strax, — verða stór fyrst. Síðan drengurinn man fyrst eftir sér hefir hann langað í brauð, meira brauð en honum hefir staðið til boða. Nú vaknaði hvolpurinn og var einnig svangur. Hann fékk að bíta í annan enda brauðsneið- arinnar, sakir vináttunnar við drenginn. Hérna, auminginn minn, sagði hann og klappaði hvolpinum hlýlega. Tárin voru ekki þornuð á hvörmum drengsins. Hann beit enn í sneiðina og horfði í sárið. Lof og dýrð sé þeim, sem skar hana svo þykka og sparaði ekki kjötið á milli, því að annars hefðu vinirnir sofnað svangir. Sigga litla vissi ekki, að verið var að borða brauðið hennar. Hún svaf vært. Var ekki farið að birta af nýjum degi? Drengurinn reis upp til hálfs og horfði út í gluggann, .... Jú, áreiðanlega var bjart- ara og fossinn niðaði sem fyrr. Hvað skyldi klukkan vera? Hann lagðist útaf aftur og hélt handleggn- um yfir hvolpinum, eins og til verndar, og augnabliki síðar sváfu þeir báðir. II. Þau vöknuðu í sólskini og klæddu sig í hversdagsfötin. Störfin biðu þeirra. Börnin sváfu. Finna var ekki sérlega glaðleg á svip, þrátt fyrir allt. Kannske hafði hún haft erfiða drauma. Uti var fagurt veður. Það varð fyrsta verkið að bera torfið út úr eldhúsinu og hreinsa þar til. Fúna raftana úr þekjunni breiddu þau til þerris í sólskininu. Finna ætlaði að nota þá í eldinn, þegar þeir þorn- uðu. Torfinu mátti líka brenna. Steini sótti hrís upp fyrir túnið og brátt logaði eldur í hlóðum, þó að hálft þakið vantaði á eldhúsið og vel það. Finna kraup við hlóðirnar og blés í glóðina. Þau fluttu með sér poka af taði frá Mörfelli og nú sauð á katlinum von bráðar. Til allrar hamingju voru þarna bæði hóbönd og pottkrókar, svo að þau gátu þegar hengt ketilinn yfir eldinn. Og Dýrfinna hitaði kaffi. Steini var úti, þegar kaffið var tilbúið. Hún gekk fram á hlaðið og suður fyrir bæ- inn. Það var glatt sólskinið yfir heiðinni og lækirnir niðuðu. Blærinn var hlýr. Konan fór að huga að búslóðinni og sá, að trékollurnar voru orðnar stafgisnar. Hún setti þær á kaf í bæjarlækinn og stein á botninn, svo að þær flytu ekki burt. Bóndinn kom í leitirnar, og nú drukku þau kaffið, svart, bragðsterkt kaffi úr litl- um emaléruðum smákönnum, sem þau köll- uðu fanta. Þau sátu á steinum, af því að enginn var eldhússtóllinn. Hreina loftið að utan lék um þau, og vatnið hélt áfram að sjóða á katlinum. Steini leit á konuna og sagði: Við ættum ekki að deyja úr tæringu hérna. Nei, svaraði hún. Þá er nú aftur farið að rjúka hér, sagði bóndinn. Já. Konan rétti út hendina eftir sykur- mola. Hún átti erfitt með að bíta í sundur sykur, því að hún var tannlaus. Krakkarnir urðu að ln'ta sundur sinn sykur með eigin tönnum. Já. Það verður víst nóg að gera hérna í vor, sagði bóndinn þreytulega. Við þurfum víst ekkert að halda að okkur höndum. Konan svaraði: Ætli maður sé óvanur að taka þeim eitthvað til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.