Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 25
'N. Kv. TYNDU HLUTABREFIN 11 Seidelin. Það er svo langt síðan þér hafið sézt, sagði veitingamaðurinn. En, hvað ég vildi sagt hafa, það var þessi pakki, sem þér báðuð mig að geyma í peningaskápnum fyrir um hálfu ári. Hann liggur hér enn, ef þér óskið eftir að taka hann. r — Pakki, sagði Seidelin og gapti. Agætt. Ja, há. Nú mundi hann þetta allt. Hann hafði komið að hankanum lokuðum, þegar hann ætlaði að leigja sér hólf undir bréfin. Og hann hafði beðið veitingamanninn fyrir pakkann þangað til bankinn yrði opnaður aftur síðdegis. Hann hafði drukkið hálf- ílösku af portvíni og allt hafði gufað upp úr höfðinu á honum. — Já, færið mér pakkann minn, sagði hann nú. Og heyrið þér, látið mig fá hálf- flösku af portvíni, þessu á þrjár lcrónur. Seidelin þrýsti pakkann í þunnum hönd- um sínum. Hann átti aftur fjársjóð sinn. Hann helti í glasið og tæmdi það. Nú skildi hann, hver tilgangurinn hafði verið. Drott- inn hafði frelsað hann frá Popp yfirdóms- lögmanni. Ef hann hefði munað hvar bréfin \oru geymd, mundu dætur hans hafa neytt hann til að afhenda Popp þau aftur. Þess vegna hafði Drottinn slegið minni hans hulu. Seidelin renndi aftur portvíni í glas sitt. Aldrei hefir nokkur æðstiprestur tæmt kaleik náðarinnar með meiri auðmýkt en Seidelin var nú haldinn, er hann bar glasið að vörum sínum. Þetta var mesta gæfustund lífs hans, ekki eingöngu vegna fjármunanna, heldur einnig vegna þess að nú stóð ljóst fyrir honum, hvernig háttað var afstöðu hans gagnvart Drottni. Hví skyldi svo sem Drottinn áfellast barn sitt, fyrrverandi ritfangasala Seidelin, fyrir í ð fá sér portvínsglas endrum og eins. Björn Halldórsson þýddi. KÝLAR Það er sjálfsagt langt síðan þeir hafa verið hafðir til að skreyta sig með, þessir svokölluðu „kýlar“, en víst um það að þeir voru til, og höfðu karlmenn þá, en kven- fólk ekki, hvort sem þeir hafa átt að vera til einhverra lífsþæginda eða skrauts, eða þá til hvortveggja, er ekki gott að segja um, en svo mikið er víst að mjög var til þeirra lagt, svo þeim væri veitt þess meiri eftirtekt; voru það og ekki nema vel saumhagar stúlkur, sem lögðu hönd að því verki að sauma þá. Það er alls ekki gott að gefa nákvæma lýsingu af þeim, en aflangir pokar höfðu það verið hér um bil kvartils langir, dálítið uppvíðir og fram-mjóir úr mjög fínu og góðu efni, voru þeir skreyttir og alsettir röndum og rósastrengjum, og lýsti sér í því smekkvísi og fegurðar- tilfinning þeirra daga, að leysa það sem bezt af liendi. Þessa „kýla“ höfðu svo karlmenn á milli fóta sinna og létu þá lafa beint niður þegar þeir voru gangandi, en þegar riðið var lögðu þeir dingul þennan fram á hnakk- nefið, en ofan í hnakknefið var ofurlítil sýling með púða í, og þar lögðu þeir þennan fylgifisk sinn og hag- ræddu honum þar eftir því sem bezt þótti haga. Engin saga er víst til er hermi frá því að „kýlar“ þessir hafi nokkurn tíma verið til í Kelduhverfi, en lítil saga er til um það, að tveir menn voru eitt sinn á ferð að vetrarlagi, var það einhversstaðar í „Innsveitum" og var lognsnjór mikill. Sá sem á undan var, var „kýldur“, sem svo var kallað, og þar sem snjórinn var dýpstur, dróst „kýllinn" ofan í fönnina, líkt því sem maðurinn hefði haft prik og dregið það milli fóta sinna, voru þá slóð- irnar stundum þrjár, og hafði sá sem á eftir var mjög gaman að þessu. Að nokkuð hafi þótt koma til þess að bera þetta djásn á milli fótanna má marka á því að þegar gestur eða gestir komu var vanalega spurt að því, hvernig hann eða þeir væru „kýldir“. Væri „kýllinn“ mjög útsaumaður og skrautlegur, þá var ekki um að tala að sá hlaut að Vera af heldra taginu sem bar hann; því vanalega báru að- eins heldri menn hann. — Höfðu það helzt verið ungar stúlkur sem gaman höfðu að hnýsast í „kýla“-fegurðina. Svo er þessi fróðleikur á enda. Sv. Sveinungason: Ur sveitarbiaði í Kelduhverji. Grænum lauki gróa túnin, gyllir sóley hlíða syllur, færa víkur flyðru ó vori, fuglar syngja í Trölladyngjum; sauðir strjálast hvítir um heiðar, hossar laxi straumur I fossi, bella þrumur á brúnum fjalla, blár er himinn, snarpur er Kári. (Þorleifur G- Repp: Island).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.