Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 39
N.Kv. VISNAÞATTUR 25 í 3. heftinu 1957 birti þátturinn nokkrar vísur Gísla Olafssonar skálds á Sauðár- króki. Af því tilefni hefur okkur borizt eft- irfarandi bréf, sem undirritað er Skeggi Skeggjason: „Það er alltaf gaman að hitta skemmti- legan, gamlan góðkunningja, og svo þótti mér, er ég las vísur Gísla Olafssonar skáids í Nýjum kvöldvökum. Gísli var mér frá bernsku kunnur fyrir sitt Ijúfa ljóðaspjall við læk, barnagull, könguló og þá er hann kvað fastara að, svo sem: Drangey, sett í svalan mar, sífellt mettar snauða. Báran létta lagar þar ljóð um Grettis dauða, og ekki síður, er hann setti ofan í við maurapúkann, og áður en ég vissi af, var ég íarinn að rabba við Gísla: Kvaðstu þýtt um könguló, kunningjann í mónum, svo um innsta inni smó ylur í þínum tónum. Bernsku og þroska í braga glóð batztu hreinni snilli. Enn þín seytla lækjarljóð landshornanna milli. Eg í ljóðaklungur klíf, kátt skal undir taka; alltaf kveikir ljós og líf lipurt kveðin staka. Oft hún bogið bak fær rétt, blóðgar hemað undir; hún hefur margra lyndi létt, linað þrautastundir. Hún á málsins mýksta kvak, meitlað sárast getur, heflað íslenzkt tungutak, tignar ekkert betur. VísnaspWlið vinljúft hef vængjað kallað gaman, stuðlar/snjallra orða ef óvart fálla saman. Jón Pálmason alþingismaður á Akri hef- ur sýnt þættinum þá velvild að senda hon- u m nokkrar stökur eftir sig, og fara þær hér á eftir: Eftir vorharðindi. Grösum klæðast fara fjöll, fegurð svæði þekur. Veðra mæða úti öll, yndi glæðast tekur. Svarað umtali um annan mann. Lífs í ólmum öldu glaum oft á bátinn gefur. Freistinganna fyrir straum fallið margur hefur. Vísitala frá 1955. Er að verða auðnubann á okkar kæra Fróni. V ísitöluvitley san veldur mestu tjóni. Þroskaleiðin. Oðlast seggir þroska þá, þekkja hregg og rótið, ef þeir leggja leiðir á lífsins eggjagrjótið. Á norðurleið í flugvél. Glitrar á brúnum geislabæn, gyllir rúnabingi. Óskatúnin eru græn inni í Húnaþingi. Undan rennur lygi. Setjið grey og glópa í bann, grípið á meginkýli með því að segja sannleikann, svo að eigi tvíli. Ellivísa Snæbjarnar í Hergilsey. Elli á sögu einn á veg, ekki fögur sýnum, hennar dögum eyði ég. eftir högum mínum. Síðan efni í þetta hefti var sett liafa margar góðar vísur borizt í samkeppnina og munu þær birtast í næstu heftum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.