Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 39
N.Kv. VISNAÞATTUR 25 í 3. heftinu 1957 birti þátturinn nokkrar vísur Gísla Olafssonar skálds á Sauðár- króki. Af því tilefni hefur okkur borizt eft- irfarandi bréf, sem undirritað er Skeggi Skeggjason: „Það er alltaf gaman að hitta skemmti- legan, gamlan góðkunningja, og svo þótti mér, er ég las vísur Gísla Olafssonar skáids í Nýjum kvöldvökum. Gísli var mér frá bernsku kunnur fyrir sitt Ijúfa ljóðaspjall við læk, barnagull, könguló og þá er hann kvað fastara að, svo sem: Drangey, sett í svalan mar, sífellt mettar snauða. Báran létta lagar þar ljóð um Grettis dauða, og ekki síður, er hann setti ofan í við maurapúkann, og áður en ég vissi af, var ég íarinn að rabba við Gísla: Kvaðstu þýtt um könguló, kunningjann í mónum, svo um innsta inni smó ylur í þínum tónum. Bernsku og þroska í braga glóð batztu hreinni snilli. Enn þín seytla lækjarljóð landshornanna milli. Eg í ljóðaklungur klíf, kátt skal undir taka; alltaf kveikir ljós og líf lipurt kveðin staka. Oft hún bogið bak fær rétt, blóðgar hemað undir; hún hefur margra lyndi létt, linað þrautastundir. Hún á málsins mýksta kvak, meitlað sárast getur, heflað íslenzkt tungutak, tignar ekkert betur. VísnaspWlið vinljúft hef vængjað kallað gaman, stuðlar/snjallra orða ef óvart fálla saman. Jón Pálmason alþingismaður á Akri hef- ur sýnt þættinum þá velvild að senda hon- u m nokkrar stökur eftir sig, og fara þær hér á eftir: Eftir vorharðindi. Grösum klæðast fara fjöll, fegurð svæði þekur. Veðra mæða úti öll, yndi glæðast tekur. Svarað umtali um annan mann. Lífs í ólmum öldu glaum oft á bátinn gefur. Freistinganna fyrir straum fallið margur hefur. Vísitala frá 1955. Er að verða auðnubann á okkar kæra Fróni. V ísitöluvitley san veldur mestu tjóni. Þroskaleiðin. Oðlast seggir þroska þá, þekkja hregg og rótið, ef þeir leggja leiðir á lífsins eggjagrjótið. Á norðurleið í flugvél. Glitrar á brúnum geislabæn, gyllir rúnabingi. Óskatúnin eru græn inni í Húnaþingi. Undan rennur lygi. Setjið grey og glópa í bann, grípið á meginkýli með því að segja sannleikann, svo að eigi tvíli. Ellivísa Snæbjarnar í Hergilsey. Elli á sögu einn á veg, ekki fögur sýnum, hennar dögum eyði ég. eftir högum mínum. Síðan efni í þetta hefti var sett liafa margar góðar vísur borizt í samkeppnina og munu þær birtast í næstu heftum.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.