Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 23
N.Kv. TÝNDU HLUTABRÉFIN 9 yfir, hafði hann hætt þessu alveg. Sá mað- ur, sem hafði rænt fjölskyldu sína aleig- unni, mátti ekki leyfa sér slíka útsláttar- semi. Nú ráfaði hann um, lamaður af heila- brotum. Hvar voru peningarnir? Hvar í heiminum voru þessar 70.000 krónur nið- ur komnar? Þótt hann ætti lífið að leysa, gat liann ekki grafið upp í huga sínum ann- að en það, að þær væru áreiðanlega í ör- uggum stað. * Fjórum mánuðum eftir bréfahvarfið kom mágkona Seidelins, systir konunnar hans sálugu, í heimsókn. Hún var lítill þéttvax- inn kvenmaður með grátt gljákembt hár og stirðnaða andlitsdrætti, ekkja heimatrú- hoðskennara. Seidelinssystur höfðu að sjálfsögðu skrifað henni kveinstafi sína í hréfi út af þessari hræðilegu óhamingju, sem hafði lostið fjölskylduna. Seidelinssystur sóttu þessa frænku sína, að nafni Signa Back, á brautarstöðina. Þær voru báðar djúpt snortnar, en ekki hreyfð- ust hörkudrættirnir í andliti frænkunnar. Seidelin var mjög miður sín, er hann tók kveðju mágkonu sinnar. En ekki lét frú Back eitt orð falla um fjársjóðinn horfna. Hún talaði um trúboða, sem hún hefði hitt í lestinni, og var henni áður vel kunnur. Nú áiti hann í vændum Indlandsför til þess að úthreiða fagnaðarerindið samkvæmt boði drottins. Mattea hafði helt upp á könnuna og skenkti nú í bollana. Eftir fyrsta bollann tók Fransiska til máls: ■— Finnst þér þetta ekki hræðilegt með peningana okkar, Signa frænka? — Nei, svaraði frú Back, og klemmdi saman varirnar. — Er það ekki hræðilegt? hrópaði Fran- siska og Mattea í tvísöng. Aleigan okkar! — Ef þið skilduð, hvern tilgang þetta hefur, mundi þetta verða ykkur aðeins til blessunar, sagði frú Back. Nú varð nokkur þjakandi þögn, og svo í'purði Seidelin: — Hver er tilgangurinn? — Það getið þið aldrei efazt um, svar- aði frú Back. Haldið þið að slíkt geti kom- ið fyrir án vilja Herrans? Nei, án hans vilja fellur enginn spörfugl til jarðar, það hljót- um við að játa, ef við höfum heila sjón. Hann hefur sjálfsagt talið ykkur vera það íyrir beztu, að eiga eklci alla þessa peninga. — Heldurðu það? spurði Seidelin, auð- mjúkur. — Skrifað stendur, að það sé auðveld- ara fyrir úlfalda að komast gegnum nálar- auga en ríkan mann að komast inn í himna- ríkis ríki, sagði frú Back í dálítið glamur- kenndum prédikunartón. Herrann metur meira velferð sálarinnar en tímanlegan á- vinning. Hann hefur hugsað sem svo, að ykkur kæmi bezt að losna við peningana, til þess að ykkur ynnist tími til að hugsa um sálarheill ykkar. Þú ert gamall maður, Sei- delin, þú hefur áreiðanlega ekki hugsað nægilega um það. — Eftir þessu er þá varla hægt að segja, að það hafi verið mér að kenna, að pening- arnir týndust, sagði Seidelin áfjáður. — Nei, þér leyfist alls ekki að trúa því, sagði frú Back hörkulega. Ef þú hefðir not- að auðæfi þín á annan hátt, hefði þér á- reiðanlega verið leyft að halda peningun- um þínum. En þú notaðir þinn Mammon til syndsamlegra hluta. Þii ofmetnaðist af gulli þínu og beygðir þig ekki í auðmýkt fyrir Drottni .... Og þú varst ofæta og sælkeri. Seidelin drúpti höfði. Það var ekki í fyrsta sinn, sem mágkona hans álasaði hon- urn vegna ístöðuleysis hans gagnvart port- víninu. En, guð minn góður, ekki eru þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.