Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Side 13

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Side 13
N. Kv. ÚLFAR Á STÖÐINNI 91 an ágóða, að þeir sáu sér hentast að láta „karl-skrattann“ í friði, enda þótt engum gæti dulizt, að hann hafði til að bera flest þau einkenni, er sæma mundu þjóðlegasta umskiptingi. I stuttu máli: Hann var lítils virtur og lítils metinn. En ekki vissi ég til að neinum væri illa við hann, og almennt held ég að bæjarbúar hafi ekki meira en svo fylgzt með því, að hann væri til. Ég vandist því á að skoða hann í svipuðu ljósi og aðrir, en — en samt. — Hvað var það við þennan karl-durg, sem olli því, að hann var sí og æ að þvælast fyrir hugarsjón minni? — Þessi larfi, — ekki nema það þó. Nú leið rúrnt ár. Ég var orðinn heima- maður þarna í kauptúninu, og fylgdist með öllu sem þar gerðist. Þetta var, að ýmsu leyti, fyrirmyndar kauptún, en kauptún samt, með ósvikinn 20. aldar meðal- mennsku-svip, þar sem segja mátti að eng- inn skæri sig úr fjöldanum, nema þá helzt bjálfarnir, sem voru þó nokkrir, og agalaus börn og uppivöðslusöm. Setti þetta hvort tveggja þó nokkurn svip á bæinn. Bíóið var vel sótt, leikhúsið sæmilega, konsertar illa væri ekki um aðkomufólk að ræða og .kirkj- an verst, nema við fermingar og á hátíðum. Einn maður var sarnt í þorpinu, sem aldrei lét sig vanta í kirkju. Það var Ulfar gamli á stöðinni. En það voru líka þeir einu mann- fundir sem hann sótti. Sat hann ávallt í sama sæti, hægra megin á loftinu, en næði hann því ekki vegna þrengsla, var hann van- ur að tylla sér á loftsln'íkina aftast við vegg, næst dyrum. Það markverðasta, sem bar til nýlundu þetta fyrsta ár mitt þarna á kauptúninu var, að nýtt rafsveiflu-orgel var keypt í kirkjuna. Fékk það þegar hálfgert óorð á sig fyrir hranalegan og grófan tón, svo að jafnvel sumir þóttust ekki geta sótt kirkjuna af þeim ástæðum. En aðrir fullyrtu, í góðgirni sinni, að ósköp væri það nú þægilegt, að hafa „strákinn í förinni“ til að kenna honum svona hitt og annað.----- — ■— Og nú var komið aðfangadags- kvöld jóla, það eftirminnilegasta á ævi minni og er þá mikið sagt. Kirkjan var svo þéttskipuð, að Olfar garnli varð að hafast við á bríkinni. En þessi jólamessa byrjaði með skelfingu, í bókstaflegum skilningi, og varð svo óhvers- dagsleg, að hún mun engum úr minni líða, sem þar var staddur. Rétt í því, er organist- inn var að byrja á forspilinu snar-leið yfir hann. Það var raunar vitað áður, að hann átti vanda fyrir slíkum köstum, svo að í sjálfu sér vakti það ekki svo mikinn óhug, lieldur liitt, að tíminn til slíkra útúrdúra var ekki beinlínis heppilegur. Þarna voru bersýnilega fyrirbúin messuspjöll, eða jafn- vel messufall, því að enginn þekkti neitt inn á hljóðfærið. Allt virtist ætla að fara í upp- nám. Þeir sem nærstaddir voru tóku organ- istann til handargagns, lögðu hann á bekk, og stumruðu þar yfir honum. En á meðan kemur Olfar gamli aðvífandi, og þrammaði beint inn að orgeli. — Eg skal spila, sagði hann, og skákaði sér viðstöðulaust á orgelbekkinn. Hófst nú mikið írafár og málæði í söng- flokknum og öðrum nærstöddum, þar sem hver skvaldraði ofan í annan: — 0, Guð. Þarna er karlinn loksins orð- inn kol-vitlaus. ■— Það verður að stöðva þetta lmeyksli. — Jesús Pétur. — Sækið meðhjálparann. — Sækið prestinn. — Al- máttugur. — Það verður að Innda endi á þetta endemi, o. s. frv. I einhverju ofboði lagði formaður kirkju- kórsins ■— því að þetta vaf óaðfinnanlega formlegur kór, stofnaður af söngmálastjóra,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.