Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Qupperneq 19
N. Kv. ÚLFAR Á STÖÐINNI 97 skapar eða andúðar, þar sem menn eru látn- ir gjalda eða njóta jafnvel langfeðga sinna eftir dúk og disk valdhafanna, en sann- gjörnu mati á eigin verðleikum alveg stung- ið undir stól, þar sem livers konar vegtyll- ur, svo sem samkeppni-verðlaun og annað slíkt er allt ákveðið fyrirfram, en sjálfur verknaðurinn að engu hafður, í stuttu máli: þar sem persónuleg samhönd, erjur eða samkomulag skipa hvarvetna æðri sess en málsefni og athafnir. En geta má nærri, að smáþjóð með slíkan hugsunarhátt heldur á- fram að vera smáþjóð í það óendanlega, því að hún getur varla kallast þjóð, sem slík, heldur er hún eins konar vígahnatta-kerfi af smáborgaraklíkum, sem stunda það um- fram allt að granda hvor annarri. Eg varð þess fljótlega var, að hér var kominn til valda eins konar tónrænn aðall, sem ekki þoldi, að þjóðin tignaði aðra guði en þeim sjálfum þóknaðist, og að sjálfsögðu fékk þessi aðall óskoruð umráð yfir útvarp- inu, jafnskjótt og það kom til sögunnar, og beitti því á fullkomna kotborgaravísu þeg- ar frá upphafi, sem sagt: af tómlæti, skiln- ings- og ábyrgðarleysi jafnframt lævísri hlutdrægni, og ismaháðum áróðri. Þannig kom mér tónflutningur útvarpsins fyrir sjónir. I stað þeirrar hægfara og hollu þró- unar, sem þangað til hafði sett svip á tón- rænt athafnalíf, og þá einkum gegnum verk íslenzkra tónskálda og hliðstæða erlenda tónlist, buldi nú fyrirvaralaust á þjóðinni einhver handahófs flutningur allra-handa tónlistar, allt frá jazz upp í symfóníur og óperur. Islenzkt lag heyrðist varla nema þá helzt það, sem var ólíklegast til að skapa á- huga fyrir íslenzkum tónbókmenntum, og auðvitað var þetta öruggasta leiðin til að trufla þjóðina og lama áhuga hennar fyrir sinni eigin tónlist. En nú höfðu ýmis tón- skáld á að skipa ýmist lítilli hljómsveit eða kór. En til þess að koma þeirri starfsemi í hæfilega fjarlægð frá þjóðinni tók tónmála- klíka útvarpsins það ráð að lofa þeim að leika eða syngja tónverk sín inn á plötur fyrir jafnvel sæmilegt endurgjald. Síðan voru verkin flutt í útvarpið einu sinni, oft- ast í hálfgerðu pukri, og á óhentugasta tíma, en síðan ekki við söguna meir, og þar með voru þau verk komin bak við hespu og lás tónlistarklíku útvarpsins til ævinlegrar geymslu og gleymsku. Listheimskir og óþjóðhollir einsöngvarar riðu þar húsum vikulega fyrir ærið gjald, allir með sömu viðfangsefnin, lög, sem voru á hvers manns vörum og flestir orðnir leiðir á. Að læra nýtt lag virtist þeim öldungis ofvaxið, ef þeim var þá ekki óbeinlínis bannað það af útvarpsklíkunni, auk þess sem þar var rek- inn áberandi áróður fyrir erlent tilrauna- fálm afeðlaðrar kynslóðar, sem var orðin leið á öllu öðru en endemum. Annars var allur tónflutningur útvarpsins bersýnilega miðaður til að fela og þegja í hel einmitt þau af tónskáldum þjóðarinnar, sem líldeg- ust voru til að vinna hjarta hennar og metn- að. Sem þjóðhollum og áhugasömum tónlist- armanni varð mér brátt ofraun að liorfa upp á þetta fargan, án þess að hafast eitthvað að. Og mér varð þá fyrst fyrir, að ráðast gegn því, með góðu og illu, í ræðu og riti, í von um að geta knúð fram þjóðhollari starfs- háttu útvarps og annarra tónflytjenda. Hélt ég þessari baráttu uppi til margra ára, en með litlum eða engum árangri. Mér fannst jafnvel einræðisbrölt og óbilgirni tónmála- klíkunnar magnast við hverja tilraun sem ég gjörði. Enda fékk ég snemma grun um, að mér var ekki ætlað að skipa hér neinn virðingarsess, þó að oftast kæmi það fram

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.