Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Qupperneq 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Qupperneq 23
N.Kv. ÚLFAR Á STÖÐINNI 101 í dag, og ég er hræddur um að þú verðir beðinn að spila. Þá lendir þú aftur á al- mannafæri, og það má ekki ske, eins og sakir standa. Við verðurn að fá tíma til að hugsa málið. — Ætlarðu að reyna að hjálpa mér? spurði gamli maðurinn. Og ég virti hann varla svars. — Við verðum að finna eitthvert ráð. Og ég held að olckur takist það. Og ég fór. Og ég fann ráð, sem sennilega hefði dug- að. Mjög músikalskur og listrænn maður úr minni sveit hafði fyrir löngu síðan strokið til útlanda frá skuldum, og aldrei til hans spurzt. Gat hann því eins vel verið dauður nú, og hvort sem var stóðu litlar líkur til að hann gerði framar vart við sig hér um slóð- ir. Var því freistandi að nota nafn hans handa Ulfari með viðeigandi skýringum, og korna honum þannig aftur á ögn viðeigandi hillu í mannfélaginu. Þetta snjallræði datt mér í hug nóttina eftir. En um morguninn var Úlfar horfinn. Hans var lengi leitað, en það bar engan árangur. Og lengi á eftir var ekki talað eins mikið um neitt, og þennan dularfulla mann, hver hann hefði verið, en sú leit bar ekki heldur neinn árangur, og ekkert fannst í plöggum Úlfars, er gæfi minnstu vísbend- ingu í þá átt. Eg laug með þögn og þolinmæði. ■— Eg nefnilega þagði.------ — — Haustið eftir fréttist, að gangna- menn hafi fundið lík af manni í rústunum af fæðingarstað Úlfars — Eyjólfs vildi ég sagt hafa. Ég þagði.------ Bænin Þegar allt leikur í lyndi fyrir mönnum, hættir þeim stundum til að finnast þeir hvorki vera upp á Guð eða menn komnir, en ekki þarf mikið til, svo að þeir finni, hvað styrkur mannanna, þó til reiðu sé, nær skammt, og þá, og þá oft fyrst, minnast þeir þess, að hinn æðri máttur hefur aðeins af náð sinni léð lífsorkuna þessa stuttu stund, og þegar þeim finnst lánardrottiim vera að segja láninu upp jafnvel fyrirvaralítið, verður mörgum léttast að beygja kné sín og anda og biðja. Ollum hefur ekki verið kennd bæn bæn- anna „Faðirvorið“, auk ýmissa annarra, en þó finnst sumum, að þeir finni ekki raun- verulega til síns persónuhróps nema með eigin orðum, og verða þau að vonum mis- jöfn. Misjöfn bæði að efni og framsetninu, og ræður þar líka, hver persónuleiki ein- staklingsins er, og allar aðstæður. Rúmliggjandi sjúklingur orðaði bæn sína svo: Láttu, Drottinn, Ijósið þitt lýsa á vegum mínum, breið ]pú yíir bólið mitt blæju af kærleik jþínum. Þá mun heimsins hismi valt hugann ekki naga — verða í sátt við alla og allt, andann léttar draga. ■* -hái £ Ef einhver gæti fundið sína aðstöðu í þessari bæn, væri hún ekki til einskis mælt og mér því kærara. Skeggi Skeggjason.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.