Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 26
104 BJARGRÁÐ BÓNDANS í DALNUM N. Kv. maður Dalamanna um hálfa öld. Nálega allan síðari hluta 18. aldar (d. 1803), djúp- vitur hugsjónamaður, þjóðhollur, og einn hinn mesti landbúnaðarfrömuður á landi hér, annar en síra Björn í Sauðlauksdal. Magnús bjó lengst í Búðardal á Skarðs- strönd, fékk allauðugt kvonfang, en bætti stórum við þær eignir með ráðdeild, atorku og markvísri búhyggju. Af ritfestum heim- ildum má sjá, að hann hefir ekki lagzt á kodda værðarinnar, þó að hann fyrir sitt leyti kæmist í embætti og græddist fé. Magn- ús skrifáði oft á nóttunni þegar aðrir sváfu, um hag þjóðar sinnar í blað sitt „Island- ske Maanedstidender“ og skrifaði á dönsku, til þess að danska stjórnin gæti kynnzt skoðunum hans og tillögum. Talið hef- ur verið, að Magnús væri lögfróður bet- ur en í meðallagi, en hagfræðingur hefur hann verið mikill. Framúrskarandi rýninn um þjóðhagi á öllum sviðum, með eldheitan áhuga fyrir bættum hag og batnandi tínium, alls staðar á víðum vangi þeirra ömurlegu rústa fátæktar og menningarleysis, sem hvarveina blasti við. Átjánda öldin var íslendingum sannkall- aður hörmungatími. Stórahóla (1707) lagði að velli um 18000 manna, eða sem næst þriðjung þjóðarinnar. Ovenjuleg harðindi gengu hér yfir á árunum 1752—1757 eða 8, af völdum aflaleysis og ísalaga. Fénaður féll í stórhrönnum, og er svo sagt að um 90 hross féllu þau árin á sjálfu biskupssetrinu Skálholti. Hvað mundi þá hafa verið hjá bændunum í byggðum landsins? Geta má þess að fróðir menn telja, að á umræddu árabili hafi látizt af harðrétti 8—10 þús- undir manna. Móðuharðindin dundu yfir 1783. Og svo segir Páll E. Ólason um áhrif þeirra (Jón Sigurðsson I. hindi): „Svo var sem loft og láð yrði eitrað fólki öllu og fén- aði. Allt bar í senn að höndum manna, gróð- urleysi á landi, hafís á legi, óheilindi í lofti. Menn sættu sig við að leggja sér til munns hræ og alls konar hrak og óþverra. Hross lögðust hvert á annað og átu til bana, átu mykju, torf og tré, en sauðfénaður ull af r sér. A tveimur árum hrundu 9336 manns að tölu, megin allra af harðrétti. Þá féllu 28013 hross, nautgripir 11461 og 190488 sauðfjár. Þetta fall nam með öðrum orðum fimmtungi landsmanna, fullum þrem fjórð- ungum allrar hrossaeignar landsmanna, fullum helmingi nautgripa og fullum fjór- um fimmtungum alls sauðfjár“, og ennfrem- ur segir Páll: „Enn er svo talið, að veturinn 1800—1 hafi fallið fjöldi nauta og lnossa, cg um 80 þúsund sauðfjár. Síðan hófst eigi miklu síðar hin langvinna styrjöld með Dön- um og Englendingum, er olli íslendingum miklum örðugleikum, og víða kom til veg- ar hinu mesta harðrétti.“ Já, þetta segir Páll E. Ólason einn af okkar allra merkustu sagnamönnum. Þegar Magnús Ketilsson bjó í Búðardal ritaði hann með öðru fleira kver, sem kall- að var „Hrossakjötshæklingurinn“. Þar ger- ir Magnús grein fyrir þeirri skoðun sinrii, hvort ekki sé ráðlegt að nota hrossakjöt til manneldis, þar sem nægt sé þeirra í landi, en hins vegar verði þau oft til lítilla nytja, en bjargarlaust fólk hér og þar svo vítt sem byggðin nær, ef ár breytist. Tillögur Magn- úsar voru hinar viturlegustu. Komnar fi’am af rólegri íhugun og flaslausri gaumgæfni. Þá var prestur og prófastur í Hjarðar- holti Gunnar Pálsson frá Ufsum á Ufsa- strönd, og bróðir hins ágæta manns Bjarna Pálssonar landlæknis. Gunnar var stúdent héðan heimanað og háskólaguðfræðingur frá Höfn. Að allra áliti einn hinn lærðasti maður sinnar samtíðar og skáld talinn gott,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.