Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Page 27

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Page 27
N. Kv. BJARGRÁÐ BÓNDANS í DALNUM 105 cnda orti stundum fallega. Gunnar varð skólameistari á Hólum næstur eftir Sigurð Vigfússon (Islandströll) og þótti stórum batna Hólaskóli við komu lians þangað. En lítill skörungur þótti hann í prestsstöðunni, og værukær og makráður. Ekki megnaði höfuðbólið Hjarðarholt að gera hann að efnamanni, og var hann aUtaf fátækur. Hrossakjötsbæklingurinn hans Magnúsar fór ekki fram hjá honum, og nú gerði síra Gunn- ar rögg á sig. Hann skrifaði öllum prestum prófastsdæmisins bréf, líklega nokknrs kon- ar hirðisbréf, og lagði svo fyrir að hver prestur læsi það upp í áheyrn safnaða sinna, svo fljótt sem við yrði komið. í bréfunum varar hann við skoðunum Magnúsar sýslu- manns, og telur að í þeim felist hvatning til trúarlegra afbrota. Telur fráhvarf frá gam- alli venju og lögum vítavert og hættulegt, sem enginn skuli eiga á hættu að fremja. Af síra Gunnari er það frekar að segja, að fá- tækt hans fór vaxandi með aldrinum og varð hann seinast gjörsamlega félaus og gustuka- handbendi þeirra sem betur máttu. Oftrúin og bjátrúin gat ekki fætt eða klætt þennan misvitra mann þegar honum lá mest á. Norski skáldjöfurinn Björnstjerne Björn- son lætur í sögunni „Kátur piltur“ Bárð gamla kennara segja: „Fyrst er maturinn, svo er guðsorð og svo ofurlítið í skrift og reikningi.“ Stutt og gagnorð skólareglugerð. Falleg lífsþjónusta það sem hún nær. Viktoría Englandsdrottning kvað svo að orði í áheyrn þjóðar sinnar: „Ég vil vera góð.“ Þessn yfirlýsta áformi fylgdu engar tillögur um kjarahætur til handa þegnunum. Þjóðmálaskörunginn, stjórnvitringinn og mannvininn Gladstone, virðist hún aldrei hafa skilið eða kunnað að meta, svo ríkt varð henni hamingjuleysið. Gunnar Pálsson meistari og prófastur mun hafa verið góð- menni, og ef hann hefði þurft eða viljað kunngera siðferðilega stefnuskrá sína í ör- stuttu máli, eins og kvenhöfðinginn þeirra Bretanna gerði, þá hefði hann fús og einlæg- lega sagt: Ég vil vera góður. Síra Gunnar hefur vísast aldrei litið til annarra kvenna en konunnar sinnar, aldrei tekið skildings virði í tekjum eða öðrum greiðslum fram yfir það sem lög og góð samvizka leyfði, aldrei móðgað eða sært nokkurn mann, sem á leið hans varð, eða með honum var. Aldrei óskað þess að öxi væri reidd að hálsi nokkurs manns, eða gálgi reistur til fullnægingar dauðadómi. En síra Gunnar hefur sjálfsagt séð allslausa förumenn um dagana, komið inn í bágbor- in hreysi sem voru þó notuð sem mannabú- staðir, og jarðsungið karla og konur, sem urðu ófeiti að bráð, og ef til vill orðið að gera tilraun til þess að leiða til iðrunar dæmda sakamenn fyrr en þeir yrðu réttaðir, og haldið sálarfriði og jafnvægi geðsmun- anna gegnum þykkt og þunnt, og álitið allt þetta framkvæmi hins sívitra og algóða vilja. Líkar og skoðanabræður Gunnars prests byggðu fyrrum og byggja raunar enn land þetta á milli fjalls og fjöru. Þeir hrökkva ekki, og þora heldur ekki að stökkva. I hópi þessara manna er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins, ofan frá og niður í gegn. Og þó þeir finni og viti að „vort ferðalag geng- u r svo grátlega seint, því gaufið og krókana höfum við reynt“ eins og skáldið frá Hlíð- arendakoti orðar það. Og þó að förin yfir eyðimörk vanans, heimskulegra laga og við- tekinna venja, verði bæði hrakningasöm og langstæð eins og Hebreum hinum fornu, þá sjá þeir eða skynja sjaldnast hina refsandi hönd sjálfsvítanna er síkvik og máttug hef- ur ekki af að framfylgja ítrasta réttlæti. Gat- slitnum og óhreinum lörfum vilja þeir ekki

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.