Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Page 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Page 28
106 BJARGRÁÐ BÓNDANS í DALNUM N. Kv. kasta, og því síður ganga í laug éndurfæð- ingarinnar, þó hinum megin við hana sé sólfar mikið og bjart heiði í ríki voraldar. Áður en ég lýk þessu greinarkorni, ætla ég að leiða fram enn eitt sögulegt vitni, Stef- án Jónsson alþingismaður og bóndi á Steins- stöðum í Yxnadal, segir svo frá daglegu við- urværi fólks á fyrstu áratugum 19. aldar: „Víða hvar ekki nema næring tvisvar á dag, að morgni dags og í rökkri eða fyrir dagsetr- ið. Flautir að morgni með grasagraut eða hræringi ofan í einkum handa karlmönnum er fé hirtu úti. Flautir voru þá almennt mála- matur frá hausti til vors. Allt var þá notað sem mögulegt var, svo sem sjávarþang, holtarætur, bruðningur og fleira. En þó svona væri hart um hjargræði manna á milli, voru það þó sárafáir, er lögðu sér til munns hrossakjöt. Það var eins og fólk teldi það synd eða boðorðabrot að éta það á þeim ár- um. Þessir fáu sem neyttu þess lifðu þó góðu lífi, hjá því sem margir aðrir gerðu, sem þó voru betur að efnum búnir. Ég heyrði sumt fólk segja, að það vildi heldur deyja í Drottins nafni, en að hragða hrossa- kjöt.“ Þannig farast Stefáni orð, sem alla stund þótti hinn merkasti maður. Á þessu tímabili, sem nú var tekið til meðferðar, mun Pétur hafa búið í Holárkoti (1813— 1838) barnmargur á lítilli nytjajörð, og bjargaðist án ráðstöfunar sveitarstjórna. Gamlir sannorðir menn segja, og höfðu það eftir Pétri sjálfum, að þegar kröppust voru kjör hans í Holárkoti, hafi hann kveikt ljós aðeins tvisvar á vetri. Á jólunum og þegar kýrin bar. Þetta er og haft eftir Pétri: „Aldrei skal ég stela, en betla og biðja, víla og vola hefi ég stundum orðið að gjöra.“ Og þegar einhver Þorkell þunni vildi einliverju sinni gera gys að Pétri, og bar hann brigzl- yrðum fyrir hrossakjötsát, svaraði Pétur: ,,Ef Guð og samvizkan banna mér það ekki, þá þarf ég ekki að spyrja þig eða þína líka leyfis.“ Gáfaðir og lífshollir alþýðumenn liafa stundum séðx í gegnum margbarinn vef hpimskunnar og hleypidóma, og eygt gegn- um hið þykka tjald, er mörgum byrgir út- sýn, sannleikann og lífsgildið. Pétur í Hol- árkoti á nú marga afkomendur. í þeirra hópi eru kennarar, prestar, kaupsýslumenn, á- gætir smiðir og húsagerðarmenn, að með- töldum mörgum öndvegismönnum í bænda- stétt, afrekskonur í lnisfreyjustétt og fátt mun finnast kalviða eða litlausra greina á þeim ættarmeiði. Nú er högum þjóðar vorrar brugðið, og vissulega til hins betra, frá því er var á önd- verðri öldinni sem leið. Nú er hrossakjöts- neyzla hafin á vel flestum heimilum á land- inu, og matvörubúðir helztu kaupstaða aug- lýsa það og hafa til sölu á öllum tímum árs. Hugsjón sýslumannsins í Búðardal og fá- tæka bóndans í Holárkoti er orðin virk á milli fjalls og fjöru. V í S U R Eftir heybruna, ófeðruð. Þó Hekla verð'i glóðageld, gaddnr í Kötlti bóli og Víti skorti allan eld, er alltaf neisti á Hóli. Þá er hér ein dýr eftir Sigurð Daðason lrá Setbergi, ort um Glettu Sigurðar Ólafs- sonar hestamanns: Metin Gletta glæsilétt getur sett á spretti, setin rétt, Jtað flytur frétt, fetar nettar ketti.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.