Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Side 29

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Side 29
N. Kv. 107 Ólafur Tryggvason: Vilhjálmur ^tefánsson I boði Stefáiis á Svalbarði Sunnudaginn 17. jú'lí síðari hluta dags óku þrír hílar þjóðveginn inn Oxnadal, dal- inn, sem okkur finnst fegurri fyrir það, að þar er Jónas Hallgrímsson fæddur. Bílarnir námu staðar „þar sem háir hólar, hálfan dalinn fylla“. Foringjar þessarar farar voru föðurbræður Vilhjálms Stefánssonar, þeir Asgeir Stefánsson á Gautsstöðum og Stefán Stefánsson á Svalbarði, er boðið hafði Vil- hjálmi Stefánssyni, Guðmundi Grímssyni og konum þeirra til Norðurlands. Daginn áður hafði Stefán á Svalbarði sent Bjarna Jónsson frænda sinn suður í Fornahvamm að sækja heiðursgestina. En þrátt fyrir það, að Bjarni er nrsmiður góður, var hann 10 mínútur á eftir áætlun, en honum til afsök- unar má geta þess, að veðrið var gott og landið fagurt; og þar sem Evelyn Stefáns- son er snillingur að taka myndir var oft numið staðar á leiðinni að sunnan, og frúnpi lofað að njóta þeirrar fegurðar íslenzkrar náttúru, er hún sagði, að væri aðdáanleg. — Það var ákvörðun, en ekki tilviljun, að heiðursgestirnir voru boðnir velkomnir til Norðurlands af frændum Vilhjálms í Oxna- dalnum, og vafalaust liafa kveðjurnar verið innilegri og stundin hátíðlegri, af því að dalurinn geymir fyrstu spor Jónasar Hall- grímssonar, og um þessar stöðvar orti Hann- es Hafstein sitt ógleymanlega ljóð. Nú var þetta ljóð sungið og þeirra manna minnzt, er gjörðu dalinn frægan: Jónasar og síra Jóns á Bægisá, og síðan ekið af stað til Ak- ureyrar. Kl. 8 um kveldið renndu bílarnir heim að húsi Bjarna Jónssonar. Voru gestirnir leidd- ir að látlausu og snyrtilegu kveldborði af frú Ólöfu konu hans. Kl. 10 um kveldið óku heiðursgestirnir heirn að Svalbarði til gist- ingar. Ákveðið hafði verið að efna til skemmtiferðar til Mývatnssveitar með við- dvöl hjá Goðafossi, því að það eru álög á öllu ferðafólki, -— erlendu sem innlendu, — er stígur fæti á Norðurland, að óska að sjá hina fögru og sérkennilegu fjallabyggð. En eigi hafði þeim Guðmundi, Vilhjálmi og frúm þeirra unnizt tírni til að sjá Mývatns- sveit á ferð sinni til Austur- og Norðurlands með „Esju“ í boði Þjóðræknisfélagsins og ríkisstjórnarinnar. Þetta skarð vildu frænd- ur Vilhjáhns fylla og óskuðu þess innilega að fá fagnrt veðnr í Mývatnssveit. Tveir 26 manna bílar höfðu verið leigðir til ferðar- innar. Óku þeir heim að Svalbarði að morgni 18. júlí. Voru ýmsir frændur Vil- hjálms Stefánssonar með bílunum, en aðrir fyrir á staðnum. Lítið eitt var tafið á Sval- liarði, aðeins sungin nokkur lög undir stjórn Kristjáns Rögnvaldssonar. Auk Kristjáns voru kvödd til ferðarinnar Haukur Stefáns- son málari og frú. Þau höfðu dvalið í Ame- ríku nokkur ár. Kl. 10 var lagt á Vaðla- heiði. Silfurgrá þokuslæða lá yfir firðinum og nam við efstu hrún heiðarinnar. En er

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.