Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Side 31

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Side 31
N. Kv. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON 109 upp á heiðina kom, var útsýnið fagurt, blá- tær himinn og blikandi sól, með umfangs- miklu útsýni austur til Mývatnsfjalla og suður um Vatnajökul. Einn frændi bættist í hópinn við Fnjóskárbrú og enn aðrir við Goðafoss. Þar var tafið um stund, drukkið minni fossins og fararstjórans, Bjarna Jóns- sonar, en eigi voru það sterkir drykkir, því að flokkurinn hafði litlar mætur á Bakkusi. Ferðafólkið var nú alls 42 að tölu, að með- töldum bílstjórunum, sem settu sinn svip á ferðina með einstakri lipurð og prúð- mennsku: Var nú ekið að Fosshóli og num- ið staðar við bæjardyr Sigurðar Lúthers, sem víðfrægur er fyrir gestrisni og greið- vikni. Bar frú Hólmfríði móður Sigurðar þegar að bílunum, óskaði hún að mega að sjá vestanfarana, bauð þá velkomna og ósk- aði þeim til hamingju með sólskin dagsins. „Gefur svo hverjum sem hann er góður til.“ Þegar bílarnir óku að Fosshóli um kveldið, rétti Hólmfríður frú Stefánsson og frú Grímsson rósavendi fagra, frúrnar tóku Ijrosandi við rósunum. Þær töluðu máli, sem ekki þurfti að túlka. ■— Næst var stanzað við túnið á Brún. Þar bættist bændahöfðing- inn Björn Sigtryggsson í hópinn eftir ósk aldursforseta fararinnar. Björn var nú eigi sízt hrókur ferðagleðinnar upp yfir Mý- vatnsheiði. Ymist var rætt eða sungið, en létíast og frjálsast söng frú Evelyn með svo fögrum íslenzkum framburði, að við undr- uðumst öll. Að Reykjahlíð var komið um kl. 2, og hlutum við þar þær viðtökur, er mér verða minnisstæðar. Mér komu í hug orð Guðmundar Hannessonar um sr. Matthí- as: „Hann rétti mér allan hramminn“, er h.inn stórskorni og myndarlegi bóndi og gest- gjafi Sigurður Einarsson tók á móti okkur við gistihúsið. Höfðinglegt viðmót lians lýsti svo miklum innileik, er hann tók á móti Stejáii Stejánsson á Svalbarði. þessum gestahóp, að unun var að, og Vil- hjálmur fagnaði honum eins og bróður, er dvalið hefði erlendis í fjölmörg ár. Hvað var annars sameiginlegt með þessum mönn- um, voru þeir ekki tengdir bræðraböndum? Enginn held ég skilji slíka hluti betur en Vilhjálmur Stefánsson. Báðir voru þeir af sama bergi brotnir, báðir voru þeir íslenzk- ir bændasynir: Annar hafði numið heima, byggt og ræktað land í fjallabyggð í snjó- þyngsta héraði íslands og á liðnu vori unn- ið glæsilegan sigur, ásamt sveitungum sín- um á grimmustu vai'harðindum aldarinnar. Hinn hafði gengið á háskóla hins vestræna heims, orðið vísindamaður í orðsins fyllstu merkingu: Landkönnuður á norðurhveli jarðar. Afsannað ýmsar missagnir og get- gátur um Norður-Ishafið og Ishafslöndin, fært mannkyninu fangið fullt af margvís- legum sannindum um „Heimskautalöndin unaðslegu“ eftir aðdáanlegar þrekraunir við ægiöfl náttúrunnar. Þessi íslenzki bónda- sonur sigraði hverja raun. Hver hefur reynzt

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.