Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Síða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Síða 36
114 ÚR SYRPU HOFDALA-JÓNASAR N.Kv. haldnar. Þegar báðir liöfðu farið fjórum sinnum yfir kvæðið, læsti Jósep það niður í bókakoffort eitt og fékk Baldvini lykilinn, fór hann svo von bráðar. Síðla næsta dag kom svo Baldvin, og skyldi nú prófraunin hefjast. Þeir köstuðu hlutk'esti um það, hvor byrja skyldi, og kom upp hlutur Jóseps. Hann þuldi þá kvæðið upp úr sér viðstöðulaust, svo ekki skeikaði einu orði. En þegar kom til kasta Baldvins, kunni hann lítið og enn minna samstætt; féll hann því greinilega á próf- inu. Kona Jóseps sagði mér þessa sögu löngu síðar, er hann var ekki heima. Þeg- ar ég svo hitti Jósep næst, leiddi ég talið að þessu atviki og hældi honum fyrir frammistöðuna. Jósep sagði: „Það var leik- ur einn fyrir mig að læra þetta kvæði. Efni þess og öll gerð orkaði svo sterkt á járn- smiðinn í mér, að ég komst ekki undan að tileinka mér það. Þessu kvæði gleymi ég aldrei.“ Oðru sinni reyndu þeir Jósep og Baldvin, hvor þeirra væri fljótari að gera vísu. Fer- skeytla átti það að vera, með miðrími — hringhenda. Það mun .hafa verið vorið 1902. Þá lá hafísinn fyrir öllu Norðurlandi frá því um páska þangað til 10 vikur af sumri og fyllti hvern fjörð og vík. „Þennan dag gekk á með dimmum hríðaréljum,“ sagði Jósep. „Eg leit út um gluggann, og vísan kom samstundis. Hún er raunar ekki merkileg,“ bætti hann við: Hríðin asðir yfir láð, ísinn klæðir sjóinn. Sikling hæða sendir náð, sólin bræðir snjóinn. „En hvernig var Baldvins vísa?“ spurði ég. Jósep svaraði: „Eg fékk aldrei að heyra hana. Hann þykktist yfir því að verða einn- ig þarna að láta í minni pokann.“ Annars vildi Jósep sem minnst tala um sinn eigin kveðskap, sagði hann bæði lítinn og lélegan. En eina vísu fékk ég að heyra, sem hann sagði, að væri kveðin um ömmu sína. „Hún hét Ljótunn og var bæði gjörvu- leg kona og vel gefin,“ sagði hann. Nú man ég ekki, hver var höfundur vísunnar, hvort heldur maður Ljótunnar eða faðir. Virðist mér þó vísan benda til þess, að hún sé gerð um æskumeyju og berast þá böndin að af- anum, en þannig hljóðar vísan: Ber af flestum snótum snót, snótin blessuð veri. Aldrei verður Ljótunn ljót, Ijótt þó nafnið beri. Jósep lærði járnsmíði í Reykjavík ein- hvern tíma á árunum 1880—90. Sagði hann mér ýmislegt frá veru sinni þar. Man ég tvær sagnir lians frá þessum árum, því báðar eru bundnar við menn, sem ég hefi dáð frá æskuárum. Báðir vorum við Jósep stórhrifnir af Grími Thomsen og kunnum mörg af hans mergjuðustu kvæðum. Eitt sinn barst tal okkar að kvæðinu Svarkur- inn. Þá sagði Jósep mér söguna af því, hvernig það kvæði varð til. — Vel má vera, að sannleiksgildi sögunnar sé ekki mikið, en þó vil ég halda henni til haga. Hún sýnir þó það, að þjóðsögur voru farnar að mynd- ast um Qrím í lifanda lífi. En sagan er á þessa leið: Þegar Grímur bjó á Bessastöðum, var niðursetningur þar á hreppnum, sem Þóra hét. Fór orð af því, hve skapstygg hún væri og ill viðskiptis. Átti sveitarstjórnin oft í harða höggi með að koma henni fyrir. Svo var eitt sinn á vorhreppaskilum, að Þóru var óráðstafað, og tóku bændur lítt undir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.