Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Síða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Síða 39
N. Kv. 117 4. Framhaldssaga eftir Þórdísi Jónasdóttur. Dalurinn og þorpið Þetta var tilbreyting frá því venjulega og Finna bakaði pönnukökur. Systkinin voru hálffeimin í fyrstu, en það rættist úr þeim. Bjössi kom heim með ærnar. Nú voru þær setnar nær bænum, áttu jafnvel að fá að kroppa í túninu. Aðkomukonunni leizt ekkert á kollinn á honum. Hún var ekki í rónni fyrr en hún fékk í hendurnar skæri, sem bitu, og nú þessu að fiska eftir vísu hjá mér, því það hafði hann fyrr leikið, og svaraði á þessa leið: Hrumum fótum feigðarskara feta ég nær leiðarenda. Bróðurkveðju fjallafara, fullhuganum vil því senda. Lipur kvenhönd var á hinum miðanum, en vísan var á þessa leið: Komdu vinur, kalt er mér, kærleiks þrái ég orðin. Eg vil sýna einum þér undir brúarsþorðinn. Hér kemur svo mitt svar: Atján sumur eg hef dvalið örskotslengd frá brúarsporði, annan stað þó alltaf valið, ef ég sá mér leik á borði. Minn er eyddur orkuforði, ekkert stendur þar til bóta. En Bifrastar und brúarsporði blíðu þinnar vil ég njóta. klippti hún drenginn og hann lét það eftir orðalaust. Finna leit á hann nýklipptan. Það voru engin móðuraugu, sem hún renndi til hans. Hún sagði: Þú hefðir ekki verið svona eftir- gefanlegur við mig. Það hefði ekki gengið svona þegjandi og hljóðalaust, ef ég hefði átt að klippa þig. Það gengur nú svo, sagði konan á Á. Já, svaraði Finna. Það er vanþakklátt verk að ala upp börn fyrir aðra, það veit guð. Þó maður leggi sig fram til að gera allt hið bezta, er ekkert upp úr því að hafa, nema vanþakklæti og óánægju. Eg er nú bú- in að smakka á því. Þú hefðir aldrei þurft að skipta þér neitt af okkur, sagði Bjössi. Enginn bað þig þess. Konan frá Á sagði: Það er ekki amalegt veðrið í dag. Það er meiri blessuð blíðan, þetta. Þar með var samtalið leitt til betri vegar. Þær töfðu lengi. Hestarnir þeirra bitu út í mó. Á hlaðinu var klakksöðull með grænni plussetu, afarfínni og ljósbrúnn lmakkur litlu fjær. Björk var nýbúin að eignast hnakkinn, og var upp með sér af honum. Það var hægt að lengja og stytta ístaðsólarn- ar eftir vild. Sjáið þið bara, sagði hún bros- andi. Systkinunum fannst mikið til um.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.