Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 40
118 DALURINN OG ÞORPIÐ N. Kv. Nú er ég búinn að læra að lesa, sagði drengurinn. Jæja, það var gott að þú lærðir það þó einhvern tíma, sagði hún og lét sér fátt um finnast. Þau stóðu í hlaðvarpanum, kvöldkulið lék um hvítan háls henni, og björtu flétturn- ar höfðu einnig lengzt. Hún var með brúna skó á fótum, þeir voru reimaðir upp um mjóaleggina og hnýtt slaufa efst. Systkinin höfðu aldrei séð aðra eins skó. Björk sagði: Þeir eru keyptir fyrir sunnan. Mamma mín sendi mér þá. Hún var í kjól með mörgum gannering- um og hafði rauða borða um flétturnar. Mikið að hún var ekki með slegið hár eins og í kirkju. Drengurinn kvaddi ekki, en hann þurfti allt í einu að hregða sér burt, út fyrir tún. Kannske var hann hræddur um að eitthvað hefði tapazt af ánum. Hann kom ekki aftur fyrr en um háttatíma. Þá voru þær farnar. Hvar hefirðu nú verið að þvælast? spurði Finna önug. Haltu þér saman. Drengurinn settist að mat sínum. Það er ekki dónalegt orðbragðið þitt, hafi það nokkurn tíma skeð fyrr, sagði Finna. Hann svaraði ekki. Sigga sagði lágt: Þær háðu að heilsa þér. Hann leit elcki upp, þakkaði ekki fyrir. Sigga skautzt út. Finna var einnig horfin. Hann var einn inni. Undir borðinu lá rauð slaufa, sem hafði týnzt, ætti hann að taka hana upp og leggja hana á borðið? Rauð slaufa af annarri ljósu fléttunni hennar. Nei, það var bezt að skipta sér ekkert af henni. Hvað kom honum við, þó ókunnug telpa af öðrum bæ týndi slaufu úr fléttunni sinni? Ekki hót. Hann tók markaskrána undan sperru, lagðist upp í rúmið og las um stund. Sigga kom aftur. Hún stóð við horðið, undir glugg- anum og saug á sér fingurinn. Allt í einu sagði hún: Ég fæ kannske einhvern tíma að fara út að Á. Drengurinn þagði. Sigga gaf honum auga og sýndist hann þunghúinn á svip, en gleði hennar og hrifni varð að fá útrás. Hún sagði: Veiztu, að hún Björlc saumar í stramma? Hún amma henn- ar sýndi okkur dúk. Hann var eins stór eins og bakkaserviettan hennar Finnu. Hún ætl- ar að kenna mér. Nú leit drengurinn upp, hvessti augun á systur sína og svaraði: Eins og mér komi nokkuð við, hvað þið saumið og saumið. Þú getur líklega séð, að ég er að lesa. Svo hvarf hann til bókarinnar á ný. Siggu leizt ekki á að vera lengur til óþæg- inda. Hún tók undir sig stökk fram haðstofu- gólfið, svo brotna fjölin skalf og síðan all- ur heimurinn. Drengurinn horfði á eftir henni og sagði: Þú lætur ævinlega eins og þú sért vitlaus. Þegar hjónin voru að hátta þetta kvöld, sagði Finna: Þá er nú þessi drottins dagur liðinn, tuttugasti sunnudagur í sumrinu, sem hefur verið manni svo hagstætt í alla staði. Hún andvarpaði við. Steini svaraði dræmt: Ojá, þetta líður allt. Þegar vetraði hófst sama stríðið milli drengsins og stjúpunnar, út af ljósinu. Hann fékk aldrei að líta í bók, eftir að hann var háttaður á kvöldin, hún slökkti án miskunn- ar á lampanum, eða flutti liann út í horn, þar sem enginn naut ljóssins, utan húri ein. Hún var oft að gera að plöggum fram eftir kvöldi. Og nú bar svo við, að drengurinn fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.