Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1959, Blaðsíða 43
N.Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 121 an vetur að raun um, að það var ekki nóg að kunna að lesa. Hann átti líka að skrifa og reikna. Það þótti honum miður. Þennan vetur eignaðist hann nýjan vin. Það var gamall niðursetningur, sem kom til þeirra gegn meðlagi frá hreppnum, vandræðamaður, sem enginn vildi hafa í sínum húsum. Þó var hann auðmjúkur, þol- inmóðasta skepna jarðarinnar. Hann hað guð að launa fyrir allt. Það var slegið upp rúmskrifli og búin út heydýna, sængurfiða var til. Börnunum var starsýnt á manninn fyrstu dagana. Sjáið þið ekki hverju hann er líkur, hvísl- aði Bjössi. Hann er eins og ævagamalt tré, með þúsund kvistum. Hvaðan þekkti drengurinn tré? Um kvöldið gat liann ekki sofnað nærri strax. Nýr maður hafði bætzt í hópinn, ný sál. Hafði þessi maður ekki séð margt á ferðum sínurn, svona afskaplega gamall og ljótur maður, með augu langt inn í höfði? Hafði hann lesið margar bækur? Hann and- aði þarna rétt við höfuð drengsins, púaði örlítið í svefninum. Lifandi maður, sem gaman yrði að kynnast og spyrja að ýmsu, sem drengnum lék hugur á að vita. Þeir kynntust brátt og urðu vinir. Gunnar hafði víða farið, legið við grös á heiðum í svölu bjartnætti og jöklaþoku, þekkti ótal klerka og ríkar húsmæður, hafði og séð menn deyja. Líka liafði hann skotið t'ófur. Hann hafði gott minni. Hann var einn- ig mjög trúaður og bað langar bænir til guðs. Hann sagði hinum unga vini, að enn ætti heimurinn ekki ljósið að handan, trú- arvissuna og taldi hann á að verða trúboði, þegar hann væri orðinn stór. Drengurinn spurði: Heldurðu að það sé nokkuð varið í það? Hvernig spyrðu, barn? Heimurinn þarfn- ast trúaðra manna, hann bíður eftir trúar- hetjunum, sem boða kornu endurlausnarans. Vilt þú ekki vera ein slík trúarhetja? Eg veit ekki, sagði drengurinn. Þeir ræddust margt við og máttu ekki liver af öðrum sjá. Gamli maðurinn hvísl- aði, hinn hlustaði áfjáður og lofaði hátíð- lega að þegja yfir leyndannálinu, ég segi það ekki, þó ég verði drepinn. Stundum leit drengurinn flóttalega til dyranna. Var ekki einhver að koma inn, einhver, sem hafði staðið á hleri? Hann laut að gamla mann- inum og hvíslaði: En ef ég segði það nú upp úr svefninum alveg óvart og Finna væri vakandi. Sú yrði ekki lengi að hlaupa með það. Gamli maðurinn virtist ekki heyra orð drengsins. Sjálfur hafði hann gengið í svefni á yngri árum, að hann sagði, bjarg- að kindum úr ófæru og sagt fyrir um óorðna hluti. Slíkur töframaður hafði aldrei að Reykjaseli komið, fyrr eða síðar. Þeir sátu saman í kvöldhúminu og táðu ull. Fönnin á glugganum var bláleit og yfir í skotinu bjá eldstónni lék geisli um gólf- fjalirnar, því hurðin fyrir eldhólfinu var hálfopin. Um hádegið hafði Finna bakað lummur. Heldur var stutt í svefninum mínum í nótt, hvíslaði gamli maðurinn. I hvert skipti sem ég ætlaði að festa blund, hrökk ég upp við að gamla ófreskjan sótti að mér, hræðsl- an við dauðann. Fg afber þetta ekki. Hann ýtti tánu ullinni betur upp í rúms- hornið og seildist eftir nýjum lagði ofan í pokann. Drengurinn var ekki hálfnaður með sinn lagð. Það varð augnabliks þögn. Síðan sagði drengurinn: Heldurðu að þú afberir það ekki ögn lengur, Gunnar minn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.